Réði ekkert við þessi lyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2018 14:45 Kristján Ernir er nítján ára blaðamaður, staðráðinn í því að opna umræðu um fíkn og vandamál ungs fólks. Fréttablaðið/Sigtryggur Kristján Ernir Björgvinsson er nítján ára og starfar sem blaðamaður á nýjum vef, babl.is. „Okkur fannst vanta fréttamiðil fyrir ungt fólk, þar sem efni er skrifað af ungu fólki fyrir ungt fólk. Þetta var hugmynd sem Sólrún Sen var búin að vera með mjög lengi, hún ritstýrir vefnum og fékk mig með til að skrifa greinar,“ segir hann. Kristján Ernir skrifaði grein á babl.is um vin sinn, Einar Darra. Hann á sjálfur að baki þá lífsreynslu að hafa ánetjast áfengi og fíkniefnum. „Þetta var mér sérstaklega mikilvægt umfjöllunarefni. Einar Darri var vinur minn og ég er óvirkur alkóhólisti. Ég er búinn að vera edrú í eitt ár og einn mánuð. Einar Darri var góður strákur, ég missti annan vin minn í janúar. Það gleymdist svo fljótt. Mig og alla hér á ritstjórninni langar til að opna umræðuna. Þetta þarf ekki að vera tabú, þetta er fíknisjúkdómur. Það er svo sárt að sjá ungan strák sem var í miklu minni neyslu en til dæmis ég og margir aðrir, láta lífið svona kornungur,“ segir Kristján Ernir.Af hverju er þessi misnotkun svona mikil? „Mín kenning er sú að við séum kvíðin kynslóð, kvíðalyfin höfða til okkar og á sama tíma erum við ekki meðvituð um það hversu ávanabindandi þau eru. Hverjar afleiðingarnar af neyslu þeirra eru. Það þarf að fræða fólk um það. Það eru svo margir sem eru að prófa þau og augljóslega verða þá fleiri háðir þeim,“ segir hann.Hverju þarf að breyta? „Það þarf að upplýsa alla meira um þessi lyfseðilsskyldu lyf. Foreldrar vita ekkert um þetta. Eldri kynslóðir koma af fjöllum. Það er svo nýtilkomið að neysla á þessum lyfjum sé orðin útbreidd og hreint út sagt í tísku. Þetta var alltaf lokaður og afmarkaður hópur sem misnotaði lyfseðilsskyld lyf. Það er gjörbreytt. Þetta eru alls konar krakkar, alls konar fólk. Það þarf líka að gera eitthvað í því að það eru engin viðurlög við því að flytja þessi efni til landsins. Það er ekki ólöglegt að smygla þeim. Þau eru haldlögð en engum er refsað. Mér finnst bráðnauðsynlegt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu. Í skólum til dæmis. Þjónustan þarf að vera nálæg. Ég veit að það hefði gagnast mér þegar ég var í bullandi neyslu. Svo er auðvitað glatað að loka fíknigeðdeildinni. Þegar ég var að verða edrú fór ég oft þangað. Það hjálpaði mér mjög mikið. Það vantar mikið af úrræðum, sérstaklega fyrir börn og ungt fólk. Þau virðast ekki vera í nokkrum forgangi,“ segir Kristján Ernir. „Ég byrjaði að drekka 13 ára. Þegar ég byrjaði að taka bensólyf, var það bara upphafið að endinum hjá mér. Ég réði ekkert við þessi lyf. Ég hafði náð að halda mér að vissu leyti funkerandi í einhvern tíma. En um leið og bensólyfin komu í spilið var ég búinn að tapa. Það er erfitt að lýsa áhrifunum en þau eru eins og annað stig af ávanabindandi efnum. Þú tekur þetta kannski tvisvar og vaknar svo næsta dag og það eina sem þú hugsar um er að fá þér aftur. Það er ekki eitthvað sem ég hafði beint upplifað áður. Ég var í mjög stórum vinahópi og það voru mjög margir í neyslu. Svo voru allt í einu allir byrjaðir að taka Xanax. Þetta voru strákar sem áður hittust til að reykja gras saman en voru allt í einu farnir að taka pillur líka.“ Ég held að það sé ekki tilviljun að það er mikið sungið um þessi lyf í vinsælli tónlist og það sé um leið aukin neysla. En það er samt ekki hægt að segja: Þetta er tónlistinni að kenna, en ég held að þetta væri ekki jafn mikið vandamál ef við værum að læra um efnin annars staðar en í tónlistinni. Frægt lag í dag er eftir rapparann Lil Uzi, sem syngur: Xannie make it go away. Hundrað milljón áhorf. Svo hlustum við á þetta, kvíðna kynslóðin, vitum ekkert um þessi lyf. Eitt leiðir af öðru.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta 23. júní 2018 13:30 Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Kristján Ernir Björgvinsson er nítján ára og starfar sem blaðamaður á nýjum vef, babl.is. „Okkur fannst vanta fréttamiðil fyrir ungt fólk, þar sem efni er skrifað af ungu fólki fyrir ungt fólk. Þetta var hugmynd sem Sólrún Sen var búin að vera með mjög lengi, hún ritstýrir vefnum og fékk mig með til að skrifa greinar,“ segir hann. Kristján Ernir skrifaði grein á babl.is um vin sinn, Einar Darra. Hann á sjálfur að baki þá lífsreynslu að hafa ánetjast áfengi og fíkniefnum. „Þetta var mér sérstaklega mikilvægt umfjöllunarefni. Einar Darri var vinur minn og ég er óvirkur alkóhólisti. Ég er búinn að vera edrú í eitt ár og einn mánuð. Einar Darri var góður strákur, ég missti annan vin minn í janúar. Það gleymdist svo fljótt. Mig og alla hér á ritstjórninni langar til að opna umræðuna. Þetta þarf ekki að vera tabú, þetta er fíknisjúkdómur. Það er svo sárt að sjá ungan strák sem var í miklu minni neyslu en til dæmis ég og margir aðrir, láta lífið svona kornungur,“ segir Kristján Ernir.Af hverju er þessi misnotkun svona mikil? „Mín kenning er sú að við séum kvíðin kynslóð, kvíðalyfin höfða til okkar og á sama tíma erum við ekki meðvituð um það hversu ávanabindandi þau eru. Hverjar afleiðingarnar af neyslu þeirra eru. Það þarf að fræða fólk um það. Það eru svo margir sem eru að prófa þau og augljóslega verða þá fleiri háðir þeim,“ segir hann.Hverju þarf að breyta? „Það þarf að upplýsa alla meira um þessi lyfseðilsskyldu lyf. Foreldrar vita ekkert um þetta. Eldri kynslóðir koma af fjöllum. Það er svo nýtilkomið að neysla á þessum lyfjum sé orðin útbreidd og hreint út sagt í tísku. Þetta var alltaf lokaður og afmarkaður hópur sem misnotaði lyfseðilsskyld lyf. Það er gjörbreytt. Þetta eru alls konar krakkar, alls konar fólk. Það þarf líka að gera eitthvað í því að það eru engin viðurlög við því að flytja þessi efni til landsins. Það er ekki ólöglegt að smygla þeim. Þau eru haldlögð en engum er refsað. Mér finnst bráðnauðsynlegt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu. Í skólum til dæmis. Þjónustan þarf að vera nálæg. Ég veit að það hefði gagnast mér þegar ég var í bullandi neyslu. Svo er auðvitað glatað að loka fíknigeðdeildinni. Þegar ég var að verða edrú fór ég oft þangað. Það hjálpaði mér mjög mikið. Það vantar mikið af úrræðum, sérstaklega fyrir börn og ungt fólk. Þau virðast ekki vera í nokkrum forgangi,“ segir Kristján Ernir. „Ég byrjaði að drekka 13 ára. Þegar ég byrjaði að taka bensólyf, var það bara upphafið að endinum hjá mér. Ég réði ekkert við þessi lyf. Ég hafði náð að halda mér að vissu leyti funkerandi í einhvern tíma. En um leið og bensólyfin komu í spilið var ég búinn að tapa. Það er erfitt að lýsa áhrifunum en þau eru eins og annað stig af ávanabindandi efnum. Þú tekur þetta kannski tvisvar og vaknar svo næsta dag og það eina sem þú hugsar um er að fá þér aftur. Það er ekki eitthvað sem ég hafði beint upplifað áður. Ég var í mjög stórum vinahópi og það voru mjög margir í neyslu. Svo voru allt í einu allir byrjaðir að taka Xanax. Þetta voru strákar sem áður hittust til að reykja gras saman en voru allt í einu farnir að taka pillur líka.“ Ég held að það sé ekki tilviljun að það er mikið sungið um þessi lyf í vinsælli tónlist og það sé um leið aukin neysla. En það er samt ekki hægt að segja: Þetta er tónlistinni að kenna, en ég held að þetta væri ekki jafn mikið vandamál ef við værum að læra um efnin annars staðar en í tónlistinni. Frægt lag í dag er eftir rapparann Lil Uzi, sem syngur: Xannie make it go away. Hundrað milljón áhorf. Svo hlustum við á þetta, kvíðna kynslóðin, vitum ekkert um þessi lyf. Eitt leiðir af öðru.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta 23. júní 2018 13:30 Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Vandmeðfarin lyf Yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala segir bensódíazepínlyf almennt örugg en geti verið hættuleg í samspili við önnur efni eða lyf. 23. júní 2018 13:30