Fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2018 15:42 Erfiðlega hefur gengið að fá sérfræðilækna til starfa við sjúkrahúsið á Ísafirði og hafa sjúklingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur sem hefur tilheyrandi kostnað í för með sér. Framkvæmdastjóri lækninga við heilbrigðisstofnun Vestfjarða fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra og segir hans bíða ærin verkefni. Heilbrigðisráðherra skipaði í gær Gylfa Ólafsson heilsuhagfræðing sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Gylfi sem er Vestfirðingur hefur meðal annars sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands, unnið við nýsköpun og var aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017. Hallgrímur Kjartansson, framkvæmdastjóri lækninga við stofnunina, fagnar ráðningu Gylfa. „Við erum búin að bíða eftir að fá nýjan forstjóra og þessi niðurstaða, við erum mjög nægð með hana. Það er álit allra hérna að þetta sé góður kostur fyrir okkur,“ segir Hallgrímur. Að sögn Hallgríms bíða hans ærin verkefni þegar hann tekur til starfa. Mikil starfsmannavelta hefur verið við stofnunina undanfarna mánuði, einkum í röðum stjórnenda, og þá hefur gengið brösuglega að fá sérfræðilækna vestur. „Það hefur einungis verið hjartalæknir og háls-, nef- og eyrnalæknir sem hafa komið reglulega til okkar undanfarið. Það vantar mjög tilfinnanlega augnlækni og einnig kvensjúkdómalækna og barnalækna og geðlækna. Það hefur ekki tekist að koma því í kring að það komi sérfræðingar eins og best gæti orðið,“ segir Hallgrímur. Sökum þessa hafi Vestfirðingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu suður. „Þeir hafa þurft að gera það með ærnum kostnaði. Þannig að það er bæði bætt þjónusta og ódýrari ef að þetta verður gert,“ segir Hallgrímur. Athygli ráðuneytisins hafi margoft verið vakin á málinu að sögn Hallgríms sem bindur vonir við að nú horfi til betri vegar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að fá sérfræðilækna til starfa við sjúkrahúsið á Ísafirði og hafa sjúklingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur sem hefur tilheyrandi kostnað í för með sér. Framkvæmdastjóri lækninga við heilbrigðisstofnun Vestfjarða fagnar ráðningu nýs framkvæmdastjóra og segir hans bíða ærin verkefni. Heilbrigðisráðherra skipaði í gær Gylfa Ólafsson heilsuhagfræðing sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Gylfi sem er Vestfirðingur hefur meðal annars sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands, unnið við nýsköpun og var aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017. Hallgrímur Kjartansson, framkvæmdastjóri lækninga við stofnunina, fagnar ráðningu Gylfa. „Við erum búin að bíða eftir að fá nýjan forstjóra og þessi niðurstaða, við erum mjög nægð með hana. Það er álit allra hérna að þetta sé góður kostur fyrir okkur,“ segir Hallgrímur. Að sögn Hallgríms bíða hans ærin verkefni þegar hann tekur til starfa. Mikil starfsmannavelta hefur verið við stofnunina undanfarna mánuði, einkum í röðum stjórnenda, og þá hefur gengið brösuglega að fá sérfræðilækna vestur. „Það hefur einungis verið hjartalæknir og háls-, nef- og eyrnalæknir sem hafa komið reglulega til okkar undanfarið. Það vantar mjög tilfinnanlega augnlækni og einnig kvensjúkdómalækna og barnalækna og geðlækna. Það hefur ekki tekist að koma því í kring að það komi sérfræðingar eins og best gæti orðið,“ segir Hallgrímur. Sökum þessa hafi Vestfirðingar þurft að sækja sérfræðiþjónustu suður. „Þeir hafa þurft að gera það með ærnum kostnaði. Þannig að það er bæði bætt þjónusta og ódýrari ef að þetta verður gert,“ segir Hallgrímur. Athygli ráðuneytisins hafi margoft verið vakin á málinu að sögn Hallgríms sem bindur vonir við að nú horfi til betri vegar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðings, sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 22. júní 2018 15:16