Þetta reddast ekki á „kúlinu“ Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 27. júní 2018 07:00 Við stærum okkur gjarnan af því að vera hörkuduglegur þjóðflokkur. Við komumst áfram á dugnaði, kjarki og þori. Víkingar sem leggja undir sig heiminn. Best í fótbolta, handbolta, blönduðum bardagalistum og svo lengi mætti telja – ja, a.m.k. miðað við höfðatölu. Á einu sviði erum við þó oft ekki nægilega dugleg. Þegar kemur að undirbúningi og greiningarvinnu. Þegar kemur að því að skoða hlutina og plana áður en við leggjum af stað. Og hverju skiptir það svo sem? Við framkvæmum. Við gerum. Við græðum. Og svo hrynur spilaborgin og við töpum (með stæl!). Hvort sem það er í rekstri fyrirtækja, stjórnmálum eða annars staðar, þá sjáum við þetta víða. Ég sé þetta gjarnan í markaðsstarfi fyrirtækja. Það nenna fáir að greina markaðinn, markhópa og samkeppni eða móta stefnu og gera áætlanir. Fólk er oft uppteknara við að elta nýjustu brögðin og brellurnar. Vera bara nógu kúl! Afleiðingin er óupplýst ákvarðanataka, þörfum viðskiptavina er ekki nægilega vel mætt og dýrmæt tækifæri fara forgörðum. Hlutirnir verða grunnir og yfirborðskenndir. Þar sem við gerum þessa hluti almennilega sjáum við árangur. Strákarnir okkar væru ekki í lokakeppni HM ef þeir hefðu ekki stúderað andstæðingana, skoðað hvernig þeir spila, hvar er hægt að komast í gegnum varnarveggi og hvernig best er að stöðva stórskyttur, finna veikleika og tækifæri. Ef þeir hefðu ekki mótað sína leikstefnu, byggt á upplýsingum úr greiningarvinnu og undirbúið sig vel. Af hverju gerum við oft svona lítið af þessari grundvallarvinnu? Er það yfirsjón? Bráðlæti? Þykjumst við vita betur? Höldum við að við séum öðruvísi en allir aðrir og þurfum þess ekki? Er það kannski bara leti? Eða getur það verið að kúlið sé að kosta okkur? Það hefur einhvern veginn alltaf þótt meira kúl að fá toppeinkunnir á prófum án þess að læra. Þurfa ekki að hafa fyrir hlutunum. En er ekki betra að læra og vera nokkuð öruggur með toppeinkunn heldur en að læra ekki og taka sénsinn? Sérstaklega þegar mikið liggur við, eins og heimsmeistarakeppnin – eða rekstur fyrirtækisins okkar? Ég legg til að við fórnum kúlinu og undirbúum okkur til að auka líkurnar á árangri. Hú!Höfundur er markaðssérfræðingur og FKA-félagskona Greinin er skrifuð áður en leikur Íslands og Króatíu fór fram á HM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við stærum okkur gjarnan af því að vera hörkuduglegur þjóðflokkur. Við komumst áfram á dugnaði, kjarki og þori. Víkingar sem leggja undir sig heiminn. Best í fótbolta, handbolta, blönduðum bardagalistum og svo lengi mætti telja – ja, a.m.k. miðað við höfðatölu. Á einu sviði erum við þó oft ekki nægilega dugleg. Þegar kemur að undirbúningi og greiningarvinnu. Þegar kemur að því að skoða hlutina og plana áður en við leggjum af stað. Og hverju skiptir það svo sem? Við framkvæmum. Við gerum. Við græðum. Og svo hrynur spilaborgin og við töpum (með stæl!). Hvort sem það er í rekstri fyrirtækja, stjórnmálum eða annars staðar, þá sjáum við þetta víða. Ég sé þetta gjarnan í markaðsstarfi fyrirtækja. Það nenna fáir að greina markaðinn, markhópa og samkeppni eða móta stefnu og gera áætlanir. Fólk er oft uppteknara við að elta nýjustu brögðin og brellurnar. Vera bara nógu kúl! Afleiðingin er óupplýst ákvarðanataka, þörfum viðskiptavina er ekki nægilega vel mætt og dýrmæt tækifæri fara forgörðum. Hlutirnir verða grunnir og yfirborðskenndir. Þar sem við gerum þessa hluti almennilega sjáum við árangur. Strákarnir okkar væru ekki í lokakeppni HM ef þeir hefðu ekki stúderað andstæðingana, skoðað hvernig þeir spila, hvar er hægt að komast í gegnum varnarveggi og hvernig best er að stöðva stórskyttur, finna veikleika og tækifæri. Ef þeir hefðu ekki mótað sína leikstefnu, byggt á upplýsingum úr greiningarvinnu og undirbúið sig vel. Af hverju gerum við oft svona lítið af þessari grundvallarvinnu? Er það yfirsjón? Bráðlæti? Þykjumst við vita betur? Höldum við að við séum öðruvísi en allir aðrir og þurfum þess ekki? Er það kannski bara leti? Eða getur það verið að kúlið sé að kosta okkur? Það hefur einhvern veginn alltaf þótt meira kúl að fá toppeinkunnir á prófum án þess að læra. Þurfa ekki að hafa fyrir hlutunum. En er ekki betra að læra og vera nokkuð öruggur með toppeinkunn heldur en að læra ekki og taka sénsinn? Sérstaklega þegar mikið liggur við, eins og heimsmeistarakeppnin – eða rekstur fyrirtækisins okkar? Ég legg til að við fórnum kúlinu og undirbúum okkur til að auka líkurnar á árangri. Hú!Höfundur er markaðssérfræðingur og FKA-félagskona Greinin er skrifuð áður en leikur Íslands og Króatíu fór fram á HM.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar