Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Rútuumferðin til og frá Skógarhlíð 10 angrar íbúa í Eskihlíð allan sólarhringinn að þeirra sögn. Fréttablaðið/Stefán Rútufyrirtæki sem reka samgöngumiðstöð í Skógarhlíð 10 hafa ekki starfsleyfi til þess, segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Byggingarfulltrúi skoðar mögulegar óleyfisframkvæmdir á bílaplani lóðarinnar. „Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu hefur Airport Direct ekki starfsleyfi heilbrigðisnefndar til að starfrækja samgöngumiðstöð að Skógarhlíð 10,“ segir í svari skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur til íbúa í Eskihlíð 10 sem ósáttir eru við rekstur nýju rútumiðstöðvarinnar. Mögulegur óleyfilegur rekstur samgöngumiðstöðvar er sagður „í ferli“ hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Ef rekstur er hafinn án þess að tilskilin leyfi liggi fyrir þá er oftar en ekki heimild í lögum til þess að bregðast við með beitingu þvingunarúrræða til þess að knýja aðila til þess að fara að reglum,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld séu bundin meðalhófsreglu sem feli í sér að fara ekki harðar í sakirnar en tilefni er til.„Ef ljóst er að tilskilin leyfi fáist, þá er almennt ekki gripið til íþyngjandi úrræða eins og að stöðva resktur, nema sérstaklega brýnir hagsmunir séu í húfi.“Auk þess sem starfsleyfi er sagt skorta segir skipulagssviðið að innkeyrslur á lóðina virðist ekki í samræmi við skipulag. „Mögulega er um óleyfisframkvæmd að ræða. Skilmáladeild byggingarfulltrúa Reykjavíkur hefur verið upplýst um það,“ segir í bréfinu. Undirstrikað er þó sem komið hefur fram að skipulag svæðisins komi ekki í veg fyrir rekstur samgöngumiðstöðvar á lóðinni. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir heilbrigðiseftirlitið nú skoða hvaða fyrirtæki, sem skráð eru í Skógarhlíð 10, séu mögulega að reka samgöngumiðstöð eða með annan rekstur sem sé starfsleyfisskyldur og án leyfa. „Öllum fyrirtækjum sem þetta gæti mögulega átt við hefur verið skrifað og bent á að slíkan rekstur megi ekki stunda á staðnum án tilskilinna leyfa auk þess sem um allan rekstur gilda ákvæði reglna um hávaða og ónæði. Viðkomandi fyrirtækjum var veittur andmælaréttur og eins leiðbeint með kæruleiðir,“ segir Jón Halldór. Gissur Páll Gissurarson, einn íbúanna í Eskihlíð, telur tafir á málsmeðferðinni kunna að gagnast rútufyrirtækjunum. „Ég óttast að þessi tími sem þeir hafa til að hnýta lausa enda sé nýttur til að þvinga fram leyfi,“ segir Gissur Páll. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Eftirlitinu hafa borist kvartanir „Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er“ 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Rútufyrirtæki sem reka samgöngumiðstöð í Skógarhlíð 10 hafa ekki starfsleyfi til þess, segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Byggingarfulltrúi skoðar mögulegar óleyfisframkvæmdir á bílaplani lóðarinnar. „Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu hefur Airport Direct ekki starfsleyfi heilbrigðisnefndar til að starfrækja samgöngumiðstöð að Skógarhlíð 10,“ segir í svari skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur til íbúa í Eskihlíð 10 sem ósáttir eru við rekstur nýju rútumiðstöðvarinnar. Mögulegur óleyfilegur rekstur samgöngumiðstöðvar er sagður „í ferli“ hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Ef rekstur er hafinn án þess að tilskilin leyfi liggi fyrir þá er oftar en ekki heimild í lögum til þess að bregðast við með beitingu þvingunarúrræða til þess að knýja aðila til þess að fara að reglum,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld séu bundin meðalhófsreglu sem feli í sér að fara ekki harðar í sakirnar en tilefni er til.„Ef ljóst er að tilskilin leyfi fáist, þá er almennt ekki gripið til íþyngjandi úrræða eins og að stöðva resktur, nema sérstaklega brýnir hagsmunir séu í húfi.“Auk þess sem starfsleyfi er sagt skorta segir skipulagssviðið að innkeyrslur á lóðina virðist ekki í samræmi við skipulag. „Mögulega er um óleyfisframkvæmd að ræða. Skilmáladeild byggingarfulltrúa Reykjavíkur hefur verið upplýst um það,“ segir í bréfinu. Undirstrikað er þó sem komið hefur fram að skipulag svæðisins komi ekki í veg fyrir rekstur samgöngumiðstöðvar á lóðinni. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir heilbrigðiseftirlitið nú skoða hvaða fyrirtæki, sem skráð eru í Skógarhlíð 10, séu mögulega að reka samgöngumiðstöð eða með annan rekstur sem sé starfsleyfisskyldur og án leyfa. „Öllum fyrirtækjum sem þetta gæti mögulega átt við hefur verið skrifað og bent á að slíkan rekstur megi ekki stunda á staðnum án tilskilinna leyfa auk þess sem um allan rekstur gilda ákvæði reglna um hávaða og ónæði. Viðkomandi fyrirtækjum var veittur andmælaréttur og eins leiðbeint með kæruleiðir,“ segir Jón Halldór. Gissur Páll Gissurarson, einn íbúanna í Eskihlíð, telur tafir á málsmeðferðinni kunna að gagnast rútufyrirtækjunum. „Ég óttast að þessi tími sem þeir hafa til að hnýta lausa enda sé nýttur til að þvinga fram leyfi,“ segir Gissur Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Eftirlitinu hafa borist kvartanir „Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er“ 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00
Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00
Eftirlitinu hafa borist kvartanir „Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er“ 13. júní 2018 06:00