WHO hvetur til minni greiðsluþátttöku sjúklinga Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2018 20:30 Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu segir áberandi meiri áherslu lagða á jafnrétti og málefni ungu kynslóðarinnar í smærri ríkjum álfunnar og almennt sé heilsufar þar gott. Stofnunin hvetur til þess að greiðsluþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en fimmtán prósent en íslensk stjórnvöld stefna að sextán prósentum. Samráðsfundur heilbrigðisyfirvalda í átta Evrópuríkjum sem eiga það sameiginlegt að íbúarnir eru undir milljón í hverju þeirra fór fram í Reykjavík í gær og í dag en ríkin vinna saman að ýmsum verkefnum til að bæta lýðheilsu. Zsuzanna Jakob, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, segir þessi ríki eigi það meðal annars sameiginlegt að þar sé almennt heilsufar gott. „Það vekur athygli mína að fólk í þessum ríkjum hefur meira fé milli handanna. Þar er meiri jöfnuður og meiri fjárfesting í ungu fólki og framtíðarkynslóðum og jafnrétti kynjanna en líklegt er að finna í stærri ríkjum,“ segir Jakob. Þetta sé mikilvægur hluti félagslegs jöfnuðar. Þá greiði þessi ríki yfirleitt hærra hlutfall af kostnaði sjúklinga við heilbrigðisþjónustu en stærri ríki. En WHO hvetur til þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en 15 prósent en í flestum ríkjum ætti það hlutfall ekki að ýta fólki út í fátækt. „En viðhalda á sama tíma sjálfbærni heilbrigðiskerfisins. Vegna þess að kostnaður í heilbrigðiskerfinu hefur verið vaxandi og heldur áfram að vaxa. Þannig að fjárhagsleg sjálfbærni er lykilatriði fyrir allar ríkisstjórnir,“ segir Jakob. Þótt í hverju landi þurfi að horfa til þess að fyrir suma hópa séu fimmtán prósent jafnvel of mikið. Í síðustu viku var kynnt Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úttekt Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttökukerfi sem tekið var í notkun í maí í fyrra sem lækkað hefur hámarkskostnað sjúklinga úr um 400 þúsundum í 71 þúsund á ári. En stjórnvöld stefna að því að kostnaður sjúklinga lækki almennt úr 17 prósentum í sextán prósent á næstu árum og verði þá svipaður og á Norðurlöndunum. „Mitt pólitíska markmið fyrir mig persónulega og okkur í VG er náttúrlega engin kostnaðarþátttaka. Að heilbrigðisþjónusta kosti ekkert fyrir einstaklinga. Þannig að enginn þurfi að greiða úr eigin vasa,“ segir Svandís. Þrátt fyrir ólíka menningu eigi þessi átta smáríki margt sameiginlegt eins og stuttar boðleiðir. Samvinna þeirra komi öllum ríkjunum til góða. „Ég minnist sérstaklega átaksverkefnis sem Malta hefur verið með í sambandi við lýðheilsumál. Að auka hreyfingu, bæta næringu, vinna gegn offitu og svo framvegis. Þannig að það er fullt af hugmyndum sem við förum með heim og við vitum að þær virka í litlum samfélögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu segir áberandi meiri áherslu lagða á jafnrétti og málefni ungu kynslóðarinnar í smærri ríkjum álfunnar og almennt sé heilsufar þar gott. Stofnunin hvetur til þess að greiðsluþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en fimmtán prósent en íslensk stjórnvöld stefna að sextán prósentum. Samráðsfundur heilbrigðisyfirvalda í átta Evrópuríkjum sem eiga það sameiginlegt að íbúarnir eru undir milljón í hverju þeirra fór fram í Reykjavík í gær og í dag en ríkin vinna saman að ýmsum verkefnum til að bæta lýðheilsu. Zsuzanna Jakob, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, segir þessi ríki eigi það meðal annars sameiginlegt að þar sé almennt heilsufar gott. „Það vekur athygli mína að fólk í þessum ríkjum hefur meira fé milli handanna. Þar er meiri jöfnuður og meiri fjárfesting í ungu fólki og framtíðarkynslóðum og jafnrétti kynjanna en líklegt er að finna í stærri ríkjum,“ segir Jakob. Þetta sé mikilvægur hluti félagslegs jöfnuðar. Þá greiði þessi ríki yfirleitt hærra hlutfall af kostnaði sjúklinga við heilbrigðisþjónustu en stærri ríki. En WHO hvetur til þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en 15 prósent en í flestum ríkjum ætti það hlutfall ekki að ýta fólki út í fátækt. „En viðhalda á sama tíma sjálfbærni heilbrigðiskerfisins. Vegna þess að kostnaður í heilbrigðiskerfinu hefur verið vaxandi og heldur áfram að vaxa. Þannig að fjárhagsleg sjálfbærni er lykilatriði fyrir allar ríkisstjórnir,“ segir Jakob. Þótt í hverju landi þurfi að horfa til þess að fyrir suma hópa séu fimmtán prósent jafnvel of mikið. Í síðustu viku var kynnt Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úttekt Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttökukerfi sem tekið var í notkun í maí í fyrra sem lækkað hefur hámarkskostnað sjúklinga úr um 400 þúsundum í 71 þúsund á ári. En stjórnvöld stefna að því að kostnaður sjúklinga lækki almennt úr 17 prósentum í sextán prósent á næstu árum og verði þá svipaður og á Norðurlöndunum. „Mitt pólitíska markmið fyrir mig persónulega og okkur í VG er náttúrlega engin kostnaðarþátttaka. Að heilbrigðisþjónusta kosti ekkert fyrir einstaklinga. Þannig að enginn þurfi að greiða úr eigin vasa,“ segir Svandís. Þrátt fyrir ólíka menningu eigi þessi átta smáríki margt sameiginlegt eins og stuttar boðleiðir. Samvinna þeirra komi öllum ríkjunum til góða. „Ég minnist sérstaklega átaksverkefnis sem Malta hefur verið með í sambandi við lýðheilsumál. Að auka hreyfingu, bæta næringu, vinna gegn offitu og svo framvegis. Þannig að það er fullt af hugmyndum sem við förum með heim og við vitum að þær virka í litlum samfélögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30