Eyðing regnskóga nærri meti í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 20:59 Á Indónesíu brenna bændur skóga til að búa til pláss fyrir pálmaolíuframleiðslu. Vísir/EPA Regnskógar heims skruppu saman um 15,6 milljónir hektara á síðasta ári samkvæmt gervihnattamælingum. Ástæðan var meðal annars skógareldar sem kveiktir eru til að rýma til fyrir ræktarlandi, landbúnaður og ýmis konar auðlindanýting. Samkvæmt tölum í skýrslu Global Forest Watch sem eru byggðar á gervihnattamælingum Maryland-háskóla var regnskógaeyðing í fyrra sú næstversta frá því að mælingar hófust, aðeins lítillega minni en árið áður. Í Brasilíu rýmdu bændur og búgarðseigendur um 1,2 milljónir hektara af regnskógum. Í Kólumbíu þýddi friðarsamningur á milli ríkisstjórnarinnar og skæruliðasamtaka að námuvinnsla, skógarhögg og landbúnaður ruddi hluta Amazon-frumskógarins í burtu. Við það bættist eyðing skóga af völdum náttúruhamfara eins og fellibyljanna Irmu og Maríu sem eyddu nærri því einum þriðja hluta skóga á eyjunni Dóminíku og stórum hluta skóglendis á Púertó Ríkó, að sögn New York Times. Mælingarnar eru sagðar í góðu samræmi við fyrri rannsóknir sem hafa bent til þess að regnskógar séu að minnka að flatarmáli á jörðinni. Í skýrslunni kemur þó fram að einhver árangur virðist hafa náðst á Indónesíu þar sem gengið hefur verið hart að regnskógum til að rýma til fyrir framleiðslu á pálmaolíu. Þar hafa bændur brennt mólendi þar sem gríðarlegt magn kolefnis er bundið. Ríkisstjórn landsins lagði bann við frekari bruna á mólendi árið 2016 eftir mikla skógarelda. Fyrstu vísbendingar eru sagðar lofa nokkuð góðu. Eyðing mólendis hafi ekki verið minni í fjölda ára. Bangladess Brasilía Kólumbía Loftslagsmál Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Regnskógar heims skruppu saman um 15,6 milljónir hektara á síðasta ári samkvæmt gervihnattamælingum. Ástæðan var meðal annars skógareldar sem kveiktir eru til að rýma til fyrir ræktarlandi, landbúnaður og ýmis konar auðlindanýting. Samkvæmt tölum í skýrslu Global Forest Watch sem eru byggðar á gervihnattamælingum Maryland-háskóla var regnskógaeyðing í fyrra sú næstversta frá því að mælingar hófust, aðeins lítillega minni en árið áður. Í Brasilíu rýmdu bændur og búgarðseigendur um 1,2 milljónir hektara af regnskógum. Í Kólumbíu þýddi friðarsamningur á milli ríkisstjórnarinnar og skæruliðasamtaka að námuvinnsla, skógarhögg og landbúnaður ruddi hluta Amazon-frumskógarins í burtu. Við það bættist eyðing skóga af völdum náttúruhamfara eins og fellibyljanna Irmu og Maríu sem eyddu nærri því einum þriðja hluta skóga á eyjunni Dóminíku og stórum hluta skóglendis á Púertó Ríkó, að sögn New York Times. Mælingarnar eru sagðar í góðu samræmi við fyrri rannsóknir sem hafa bent til þess að regnskógar séu að minnka að flatarmáli á jörðinni. Í skýrslunni kemur þó fram að einhver árangur virðist hafa náðst á Indónesíu þar sem gengið hefur verið hart að regnskógum til að rýma til fyrir framleiðslu á pálmaolíu. Þar hafa bændur brennt mólendi þar sem gríðarlegt magn kolefnis er bundið. Ríkisstjórn landsins lagði bann við frekari bruna á mólendi árið 2016 eftir mikla skógarelda. Fyrstu vísbendingar eru sagðar lofa nokkuð góðu. Eyðing mólendis hafi ekki verið minni í fjölda ára.
Bangladess Brasilía Kólumbía Loftslagsmál Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42