Ofurafl fjárfesta, verðlaunaiðnaðar og „dómnefnda“ á „arkitektúr“ Örnólfur Hall skrifar 28. júní 2018 07:00 I – Á netinu má sjá fjölda verðlauna í byggingarlist, um hundrað talsins, svonefnd Architecture Awards (AA), fyrir áhugaverðustu byggingar í heimi. Ósköpin öll af byggingum hampa AA-prísum, hver annarri heimsfrægari. Ein verðlaun kalla gjarnan á hrinu annarra – eins og tíðkast í heimi ‘sjóbissnessins’. Margir arkitektar í Evrópu hafa um þetta stór orð og eru uggandi vegna þessarar þróunar. Þeir segja að fjölmiðla- og áróðursmeistarar risastóru teiknistofanna séu duglegir við að afla þeim prísa úr þeirri miklu prísaflóru. Altalaður er ábatasamur verðlaunaiðnaður. Stórgóðir arkitektar með afburðaverk, en á litlum teiknistofum, eiga litla sem enga möguleika á þessu sviði og segjast hvorki hafa burði til að ‘lobbýa’ né eiga gilda sjóði til að koma sér á framfæri við verðlaunaveitendurna. II – Fjárfestinga-arkitektúr: Öflugt fyrirbrigði ríður nú húsum í Evrópu, sem venjulegir evrópskir arkitektar (m.a. þýskir, austurrískir og svissneskir) kalla „Investment-Architektur“ þar sem fjárfestirinn er að sjálfsögðu aðal-arkitektinn. Ef ekki er makkað rétt er ekkert mál að finna annan „Investment Architekt“. – Sem betur fer eru dæmi um það, m.a. í Frankfurt, að íbúar hafi hafnað tillögu af þessu sauðahúsi í nálægð við sögufrægar byggingar. Hér á landi hafa borgarar engan slíkan rétt. – Í Kvosinni og á hafnarsvæðinu rísa óaðlaðandi og ótótlegar byggingar sem fjölda borgarbúa óar við, m.a. hótela-, ‘moll’- og verslanabákn þar sem auðjöfrarnir með aurana og ‘Chef’-arkitektarnir ráða ferðinni. III – Mies van der Rohe-verðlaunin: Fjöldi arkitekta og áhugafólks furðaði sig á 1. sætinu við úthlutun Mies-verðlauna 2014 – og þá einkum hvers vegna sneitt var hjá frábærri torglausn í Ghent í Belgíu, sem er magnaður arkitektúr á viðkvæmum stað við miðaldabyggingar. Arkitektúr sem er afgerandi í anda meistara Mies van der Rohe sjálfs, með einkunnarorð sín, „Less Is More“ – og mjög rómuð af UNESCO. Verkið fékk flest atkvæði evrópskra arkitekta og áhugafólks um byggingarlist, sem veittu því 70% atkvæða. Hins vegar fékk Mies-prísinn ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa með aðeins 10% atkvæða að baki sér. Starfandi arkitektar í Þýskalandi bentu m.a. á forn vinatengsl Mies-nefndarmanns og THL. Antonio Borghi (málkunningi) var formaður ACE, Sambands evrópskra arkitekta. Hann hafði umsjón með þeirri kosningu, en verðlaunin voru hins vegar í höndum úthlutunarnefndar sem taldi að Harpan félli vel að mælikvarða Kvosar og útliti – sérkennileg fullyrðing! ES: –Frægur varð svo gallaveggurinn í húsinu, suðurveggurinn sem þurfti að rífa niður vegna hættulegra galla (klúður verktaka) og sem við skattgreiðendur fengum svo líka að taka þátt í að greiða. Enn höfum við ekki fengið að sjá heildarreikninginn yfir klúðrið.Höfundur er arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
I – Á netinu má sjá fjölda verðlauna í byggingarlist, um hundrað talsins, svonefnd Architecture Awards (AA), fyrir áhugaverðustu byggingar í heimi. Ósköpin öll af byggingum hampa AA-prísum, hver annarri heimsfrægari. Ein verðlaun kalla gjarnan á hrinu annarra – eins og tíðkast í heimi ‘sjóbissnessins’. Margir arkitektar í Evrópu hafa um þetta stór orð og eru uggandi vegna þessarar þróunar. Þeir segja að fjölmiðla- og áróðursmeistarar risastóru teiknistofanna séu duglegir við að afla þeim prísa úr þeirri miklu prísaflóru. Altalaður er ábatasamur verðlaunaiðnaður. Stórgóðir arkitektar með afburðaverk, en á litlum teiknistofum, eiga litla sem enga möguleika á þessu sviði og segjast hvorki hafa burði til að ‘lobbýa’ né eiga gilda sjóði til að koma sér á framfæri við verðlaunaveitendurna. II – Fjárfestinga-arkitektúr: Öflugt fyrirbrigði ríður nú húsum í Evrópu, sem venjulegir evrópskir arkitektar (m.a. þýskir, austurrískir og svissneskir) kalla „Investment-Architektur“ þar sem fjárfestirinn er að sjálfsögðu aðal-arkitektinn. Ef ekki er makkað rétt er ekkert mál að finna annan „Investment Architekt“. – Sem betur fer eru dæmi um það, m.a. í Frankfurt, að íbúar hafi hafnað tillögu af þessu sauðahúsi í nálægð við sögufrægar byggingar. Hér á landi hafa borgarar engan slíkan rétt. – Í Kvosinni og á hafnarsvæðinu rísa óaðlaðandi og ótótlegar byggingar sem fjölda borgarbúa óar við, m.a. hótela-, ‘moll’- og verslanabákn þar sem auðjöfrarnir með aurana og ‘Chef’-arkitektarnir ráða ferðinni. III – Mies van der Rohe-verðlaunin: Fjöldi arkitekta og áhugafólks furðaði sig á 1. sætinu við úthlutun Mies-verðlauna 2014 – og þá einkum hvers vegna sneitt var hjá frábærri torglausn í Ghent í Belgíu, sem er magnaður arkitektúr á viðkvæmum stað við miðaldabyggingar. Arkitektúr sem er afgerandi í anda meistara Mies van der Rohe sjálfs, með einkunnarorð sín, „Less Is More“ – og mjög rómuð af UNESCO. Verkið fékk flest atkvæði evrópskra arkitekta og áhugafólks um byggingarlist, sem veittu því 70% atkvæða. Hins vegar fékk Mies-prísinn ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa með aðeins 10% atkvæða að baki sér. Starfandi arkitektar í Þýskalandi bentu m.a. á forn vinatengsl Mies-nefndarmanns og THL. Antonio Borghi (málkunningi) var formaður ACE, Sambands evrópskra arkitekta. Hann hafði umsjón með þeirri kosningu, en verðlaunin voru hins vegar í höndum úthlutunarnefndar sem taldi að Harpan félli vel að mælikvarða Kvosar og útliti – sérkennileg fullyrðing! ES: –Frægur varð svo gallaveggurinn í húsinu, suðurveggurinn sem þurfti að rífa niður vegna hættulegra galla (klúður verktaka) og sem við skattgreiðendur fengum svo líka að taka þátt í að greiða. Enn höfum við ekki fengið að sjá heildarreikninginn yfir klúðrið.Höfundur er arkitekt
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar