Kemst peningurinn til skila? Bjarni Gíslason skrifar 11. júní 2018 07:00 „Komið með mér og sjáið,“ sagði kona við okkur þegar við vorum í eftirlitsferð til að fylgja eftir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu í lok maí sl. Við höfðum um hádegisbil staldrað við á sléttunni í Jijiga-héraði í Austur-Eþíópíu til að fá okkur nesti. Við létum til leiðast og fylgdum konunni sem heitir Amína. Hún sýndi okkur búfé sitt, kindur, geitur og kálf. „Áður en verkefnið kom hafði ég ekki nein dýr og engar tekjur og var algjörlega háð manni mínum. Núna fæ ég sjálf tekjur og ræð yfir þeim peningum sem ég afla.“ Hún hafði tekið þátt í sparnaðar- og lánahópi fyrir konur sem er hluti af verkefninu. „Við höfðum aldrei ræktað lauk áður en verkefnið byrjaði en núna rækta ég lauk og sel heilmikið og fæ tekjur,“ sagði hún um leið og hún sýndi okkur akur sinn. Hún geislaði af stolti og gleði. Já, við segjum hiklaust að peningurinn komist til skila alla leið. En þetta er bara eitt dæmi hugsar þú kannski, en þá getum við vísað í skýrslu sænska ráðgjafarfyrirtækisins NIRAS indevelop sem utanríkisráðuneytið fékk til að meta verkefni Hjálparstarfsins í Úganda og Eþíópíu. Sérfræðingur NIRAS fór í vikuferð til hvers verkefnalands í október sl. og fulltrúi ráðuneytisins og Hjálparstarfsins voru með í för. NIRAS sendi frá sér skýrslu í byrjun árs. Ekki er pláss hér til að fara í gegnum viðamikla 41 blaðsíðu skýrslu um verkefnið í Eþíópíu en í henni kemur fram að árangur er mjög góður, veruleg breyting hefur orðið á aðstæðum fólks til hins betra. Fæðuöryggi er meira, styttra er í hreint vatn, fæða fólks er fjölbreyttari og næringarríkari og búfé er heilbrigðara. Einnig segir í skýrslunni að staða kvenna hafi breyst, jafnrétti aukist, þær séu sjálfstæðari og ráði yfir tekjum sem þær afla. Fram kemur að Lútherska heimssambandið, sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, sé mjög faglegt og meðvitað um góða nýtingu fjármuna. Skýrsluna má sjá á www.help.is/doc/237. Já, peningurinn kemst til skila.Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
„Komið með mér og sjáið,“ sagði kona við okkur þegar við vorum í eftirlitsferð til að fylgja eftir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu í lok maí sl. Við höfðum um hádegisbil staldrað við á sléttunni í Jijiga-héraði í Austur-Eþíópíu til að fá okkur nesti. Við létum til leiðast og fylgdum konunni sem heitir Amína. Hún sýndi okkur búfé sitt, kindur, geitur og kálf. „Áður en verkefnið kom hafði ég ekki nein dýr og engar tekjur og var algjörlega háð manni mínum. Núna fæ ég sjálf tekjur og ræð yfir þeim peningum sem ég afla.“ Hún hafði tekið þátt í sparnaðar- og lánahópi fyrir konur sem er hluti af verkefninu. „Við höfðum aldrei ræktað lauk áður en verkefnið byrjaði en núna rækta ég lauk og sel heilmikið og fæ tekjur,“ sagði hún um leið og hún sýndi okkur akur sinn. Hún geislaði af stolti og gleði. Já, við segjum hiklaust að peningurinn komist til skila alla leið. En þetta er bara eitt dæmi hugsar þú kannski, en þá getum við vísað í skýrslu sænska ráðgjafarfyrirtækisins NIRAS indevelop sem utanríkisráðuneytið fékk til að meta verkefni Hjálparstarfsins í Úganda og Eþíópíu. Sérfræðingur NIRAS fór í vikuferð til hvers verkefnalands í október sl. og fulltrúi ráðuneytisins og Hjálparstarfsins voru með í för. NIRAS sendi frá sér skýrslu í byrjun árs. Ekki er pláss hér til að fara í gegnum viðamikla 41 blaðsíðu skýrslu um verkefnið í Eþíópíu en í henni kemur fram að árangur er mjög góður, veruleg breyting hefur orðið á aðstæðum fólks til hins betra. Fæðuöryggi er meira, styttra er í hreint vatn, fæða fólks er fjölbreyttari og næringarríkari og búfé er heilbrigðara. Einnig segir í skýrslunni að staða kvenna hafi breyst, jafnrétti aukist, þær séu sjálfstæðari og ráði yfir tekjum sem þær afla. Fram kemur að Lútherska heimssambandið, sem er framkvæmdaaðili verkefnisins, sé mjög faglegt og meðvitað um góða nýtingu fjármuna. Skýrsluna má sjá á www.help.is/doc/237. Já, peningurinn kemst til skila.Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar