Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2018 12:00 Oddvitar flokkanna voru með bros á vor þegar málefnasamningur þeirra var kynntur í dag. Vísir/Jói K. Stefnt er að því að framkvæmdir í tengslum við Borgarlínu hefjist á kjörtímabilinu, eyða á kynbundnum launamum hjá Reykjavíkurborg, fjölga á ungbarnadeildum og dagforeldum og lögð er áhersla á lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í húsnæðismálum.Þetta er meðal þess sem kemur fram í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem undirritaður var í dag af oddvitum flokkanna.„Við ætlum að byggja öflugt og þétt borgarlíf fyrir okkur öll með nægu framboði af húsnæði, sjálfbærum hverfum, heilnæmu umhverfi, skilvirkum samgöngum, fjölbreyttu atvinnulífi og einfaldri, aðgengilegri og lýðræðislegri umsýslu,“ segir í inngangi sáttmálans sem lesa má hér. Fjölmiðlar fylgdust grannt með.Vísir/Jói K.Skoða hvort leggja megi hjólahraðbrautir en ekkert minnst á Miklubraut í stokk Það er til marks um mikilvægi umhverfis, skipulags og samgöngumála að fyrsti kafli sáttmálans snýr að þeim málaflokkum en kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar snerist að miklu leyti um þessi mál.„Áfram verður unnið að Borgarlínu, skipulagsvinnu vegna fyrsta áfanga hennar lokið og framkvæmdir hafnar. Samningum verði náð við ríkið um Borgarlínu og aðrar nauðsynlegar fjárfestingar til að létta á umferðinni og breyta ferðavenjum,“ segir í sáttmálanum.Sjá einnig:Dagur áfram borgarstjóriÞá er meðal annars stefnt að því að tíðni á helstu stofnleiðum Strætó verði aukin í 7,5 mínútur á háannatíma. Þá er stefnt að nýrri bílastæðastefnu, að gjaldskyld stæði verði stækkuð og gjaldskyldutími lengdur.Hjólreiðum er gert hátt undir höfði í sáttmálanum en meirihlutinn vill skoða að leggja sérstakar hjólahraðbrautir og að lykilhjólastígar fái nöfn.Þá er einnig stefnt að því að Laugavegur verði að göngugötu allt árið um kring en athygli vekur að ekki er minnst á eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar í sáttmálanum, að leggja Miklubraut í stokk.Meirihlutinn vill að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið er að undirbúningi nýs flugvallar. Þá verði lokun flugvallarins seinkað þegar samningar hafa náðst við ríkið um Borgarlínu sem styðja á við „nauðsynlega uppbyggingu á Ártúnshöfða, í Elliðaárvogi, á Keldum og í Keldnaholti.“Oddvitar flokkanna sem mynda hinn nýja meirihluta.Vísir/Jói K.Einföldun ferlis og þétting byggðar „Markvissar aðgerðir í húsnæðismálum og hraðari uppbygging íbúðarhúsnæðis er eitt stærsta verkefni kjörtímabilsins,“ segir í sáttmálanum.Lögð verður sérstök áhersla á á hagkvæmar og nútímalegar lausnir íhúsnæðisuppbyggingu og setja á aukinn kraft í lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, meðal annars í tengslum við Borgarlínu.Þá segir einnig að lykilsvæði í húsnæðisuppbyggingu verði fjölbreyttir þéttingarreitir auk nýrrar byggðar í Bryggjuhverfi, Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Höfðum, Skeifu og Skerjafirði.Stefnt er að því að einfalda skipulags- og byggingarferla hjá borginni og þrýsta á ríkið að einfalda laga- og regluumhverfi þess.Einn leikskóli í hverju hverfi verði opinn á sumrin Meirihlutinn vill brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla, auk þess að skoða á aðgerðir til að fjölga dagforeldrum.Í tilraunskyni er stefnt að því einn leikskóli í hverju hverfi verði opinn yfir sumartímann sem tryggja eigi að fjölskyldur hafi meiri sveigjanleika um hvenær þær fari í frí.Þá á að bæta kjör starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum, stytta vinnuvikuna, minnka álag, draga úr skriffinsku og auka faglegt frelsi starfsfólks.Fækka fagráðum Fagráðum og nefndum borgarinnar verður fækkað en Mannréttindaráð og stjórnkerfis- og lýðræðisráð verða sameinuð í nýtt Mannréttinda- og lýðræðisráð.Menningar- og ferðamálaráð og Íþrótta- og tómstundaráð verða sameinuð í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Ferðamálin munu heyra undirborgarráð, líkt og atvinnuþróun og atvinnumál.Loftslagsmál, loftgæði, úrgangsmál, sorphirða, málefni grænna svæða og umhirða, ásamt málefnum heilbrigðisnefndar munu heyra undir Umhverfis- og heilbrigðisráð, en Umhverfis- og skipulagsráð fær heitið Skipulags- og samgönguráð.Alls er málefnasamningurinn 16 blaðsíður sem skiptist í 10 kafla en samninginn má nálgast hér. Útsendingu frá undirrituninni má sjá hér að neðan. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Nýr meirihluti í borginni kynntur til leiks Bein útsending frá kynningu á njum borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Pírata og Viðreisnar. 12. júní 2018 10:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Stefnt er að því að framkvæmdir í tengslum við Borgarlínu hefjist á kjörtímabilinu, eyða á kynbundnum launamum hjá Reykjavíkurborg, fjölga á ungbarnadeildum og dagforeldum og lögð er áhersla á lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í húsnæðismálum.Þetta er meðal þess sem kemur fram í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem undirritaður var í dag af oddvitum flokkanna.„Við ætlum að byggja öflugt og þétt borgarlíf fyrir okkur öll með nægu framboði af húsnæði, sjálfbærum hverfum, heilnæmu umhverfi, skilvirkum samgöngum, fjölbreyttu atvinnulífi og einfaldri, aðgengilegri og lýðræðislegri umsýslu,“ segir í inngangi sáttmálans sem lesa má hér. Fjölmiðlar fylgdust grannt með.Vísir/Jói K.Skoða hvort leggja megi hjólahraðbrautir en ekkert minnst á Miklubraut í stokk Það er til marks um mikilvægi umhverfis, skipulags og samgöngumála að fyrsti kafli sáttmálans snýr að þeim málaflokkum en kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar snerist að miklu leyti um þessi mál.„Áfram verður unnið að Borgarlínu, skipulagsvinnu vegna fyrsta áfanga hennar lokið og framkvæmdir hafnar. Samningum verði náð við ríkið um Borgarlínu og aðrar nauðsynlegar fjárfestingar til að létta á umferðinni og breyta ferðavenjum,“ segir í sáttmálanum.Sjá einnig:Dagur áfram borgarstjóriÞá er meðal annars stefnt að því að tíðni á helstu stofnleiðum Strætó verði aukin í 7,5 mínútur á háannatíma. Þá er stefnt að nýrri bílastæðastefnu, að gjaldskyld stæði verði stækkuð og gjaldskyldutími lengdur.Hjólreiðum er gert hátt undir höfði í sáttmálanum en meirihlutinn vill skoða að leggja sérstakar hjólahraðbrautir og að lykilhjólastígar fái nöfn.Þá er einnig stefnt að því að Laugavegur verði að göngugötu allt árið um kring en athygli vekur að ekki er minnst á eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar í sáttmálanum, að leggja Miklubraut í stokk.Meirihlutinn vill að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið er að undirbúningi nýs flugvallar. Þá verði lokun flugvallarins seinkað þegar samningar hafa náðst við ríkið um Borgarlínu sem styðja á við „nauðsynlega uppbyggingu á Ártúnshöfða, í Elliðaárvogi, á Keldum og í Keldnaholti.“Oddvitar flokkanna sem mynda hinn nýja meirihluta.Vísir/Jói K.Einföldun ferlis og þétting byggðar „Markvissar aðgerðir í húsnæðismálum og hraðari uppbygging íbúðarhúsnæðis er eitt stærsta verkefni kjörtímabilsins,“ segir í sáttmálanum.Lögð verður sérstök áhersla á á hagkvæmar og nútímalegar lausnir íhúsnæðisuppbyggingu og setja á aukinn kraft í lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, meðal annars í tengslum við Borgarlínu.Þá segir einnig að lykilsvæði í húsnæðisuppbyggingu verði fjölbreyttir þéttingarreitir auk nýrrar byggðar í Bryggjuhverfi, Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Höfðum, Skeifu og Skerjafirði.Stefnt er að því að einfalda skipulags- og byggingarferla hjá borginni og þrýsta á ríkið að einfalda laga- og regluumhverfi þess.Einn leikskóli í hverju hverfi verði opinn á sumrin Meirihlutinn vill brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla, auk þess að skoða á aðgerðir til að fjölga dagforeldrum.Í tilraunskyni er stefnt að því einn leikskóli í hverju hverfi verði opinn yfir sumartímann sem tryggja eigi að fjölskyldur hafi meiri sveigjanleika um hvenær þær fari í frí.Þá á að bæta kjör starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum, stytta vinnuvikuna, minnka álag, draga úr skriffinsku og auka faglegt frelsi starfsfólks.Fækka fagráðum Fagráðum og nefndum borgarinnar verður fækkað en Mannréttindaráð og stjórnkerfis- og lýðræðisráð verða sameinuð í nýtt Mannréttinda- og lýðræðisráð.Menningar- og ferðamálaráð og Íþrótta- og tómstundaráð verða sameinuð í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð. Ferðamálin munu heyra undirborgarráð, líkt og atvinnuþróun og atvinnumál.Loftslagsmál, loftgæði, úrgangsmál, sorphirða, málefni grænna svæða og umhirða, ásamt málefnum heilbrigðisnefndar munu heyra undir Umhverfis- og heilbrigðisráð, en Umhverfis- og skipulagsráð fær heitið Skipulags- og samgönguráð.Alls er málefnasamningurinn 16 blaðsíður sem skiptist í 10 kafla en samninginn má nálgast hér. Útsendingu frá undirrituninni má sjá hér að neðan.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Nýr meirihluti í borginni kynntur til leiks Bein útsending frá kynningu á njum borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Pírata og Viðreisnar. 12. júní 2018 10:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Nýr meirihluti í borginni kynntur til leiks Bein útsending frá kynningu á njum borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Pírata og Viðreisnar. 12. júní 2018 10:00