Heimatilbúinn vandi Sigurður Hannesson skrifar 13. júní 2018 07:00 Það eru blikur á lofti í íslensku efnahagslífi. Reglulega berast fréttir af fyrirtækjum sem loka starfsemi hér á landi og segja upp starfsfólki, telja hagkvæmara að skipta við fyrirtæki sem framleiða erlendis þar sem laun eru lægri. Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig samkeppnishæfni Íslands er um þessar mundir þar sem hátt raungengi og staðan á vinnumarkaði reynir verulega á rekstur fyrirtækja umfram það sem eðlilegt getur talist. Hápunkti hagsveiflunnar er náð og verkefnið framundan er að sjá til þess að lendingin verði ekki harkaleg þótt sú hafi yfirleitt verið raunin. Sá árangur sem náðist við efnahagslega endurreisn Íslands á síðustu árum veitir visst skjól, enda er hagkerfið mun heilbrigðara en það var á sínum tíma, skuldir minni og greiðslujöfnuður stöðugri. Stöðugleiki hefur þó ekki loðað við Ísland í gegnum tíðina. Óstöðugleiki hefur ríkt á sviði efnahagsmála og stjórnmála undanfarin ár og tíðar breytingar í laga- og reglugerðarumhverfi draga úr fjárfestingu og uppbyggingu efnahagslífsins. Kemur óstöðugleikinn niður á verðmætasköpun og framleiðni í íslensku efnahagslífi. Smám saman drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða. Peningastefna, vinnumarkaður og opinber fjármál eiga að ganga í takt. Sú hefur ekki verið raunin og í nýlegri skýrslu um ramma peningastefnunnar segir að þjóðin hafi búið við óstöðugleika í peningamálum vegna þess að leikreglum hafi ekki verið fylgt. Umbætur á þessu sviði sem og á öðrum verða eingöngu með pólitísku eignarhaldi og vinnur tíminn ekki með stjórnvöldum í þeim efnum. Þau sem ráða verða að segja hvað þau vilja og hrinda því svo í framkvæmd. Tilraunir til að koma skipulagi á vinnumarkaðinn undanfarin ár hafa heldur ekki gengið eftir. Niðurstaðan af þessu er sú að við töpum öll. Landsins gæði skapa Íslandi sérstöðu sem landsmenn hafa nýtt til verðmætasköpunar, til skemmri og til lengri tíma. Í tímans rás hefur öflugur iðnaður byggst upp á þessum grunni en ekki síður á grunni hinna miklu auðlinda hugvits sem hér eru og virkja má – og á – í meira mæli. Þar liggja mestu tækifæri Íslands á 21. öldinni. Hér er athafnasamt fólk sem býr yfir sköpunarkrafti, frumkvæði og þrautseigju og hefur í gegnum tíðina skapað mikil verðmæti úr hugmyndum sínum. Hlutverk ríkisins í þessari mynd er ekki síst að skapa umgjörð sem hvetur landsmenn til dáða og auðveldar þeim að nýta hæfileika sína til verðmætasköpunar. Aukna verðmætasköpun þarf til að standa undir raunverulegri lífskjarabót. Launahækkanir verða að eiga sér innistæðu og sú innistæða birtist í aukinni framleiðni. Nýleg rannsókn á vegum Alþjóðabankans leiðir í ljós að þeir fjórir þættir sem mest áhrif hafa á breytileika í framleiðni á milli landa eru menntun, efnislegir innviðir, nýsköpun, skilvirkni markaða og stofnanainnviðir. Þetta undirstrikar mikilvægi þeirra málefna sem Samtök iðnaðarins leggja áherslu á, menntun, innviði, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Með umbótum í þessum fjórum málaflokkum eflist samkeppnishæfni Íslands og verðmætasköpun eykst með tilheyrandi aukningu á lífsgæðum landsmanna. Ein forsenda bættrar samkeppnishæfni er að starfsumhverfi sé stöðugt, skilvirkt og hagkvæmt. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Undanfarin ár hafa ytri skilyrði verið hagfelld en því má ekki treysta til framtíðar litið. Háir skattar, há laun og háir vextir í alþjóðlegu samhengi vinna þó á móti auk þess sem lengra er gengið í innleiðingu EES reglugerða en þörf krefur. Það jákvæða í stöðunni er þó það að þetta er heimatilbúinn vandi sem stjórnvöld hafa öll tækifæri til að vinna á og efla þar með samkeppnishæfni Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Sigurður Hannesson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti í íslensku efnahagslífi. Reglulega berast fréttir af fyrirtækjum sem loka starfsemi hér á landi og segja upp starfsfólki, telja hagkvæmara að skipta við fyrirtæki sem framleiða erlendis þar sem laun eru lægri. Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig samkeppnishæfni Íslands er um þessar mundir þar sem hátt raungengi og staðan á vinnumarkaði reynir verulega á rekstur fyrirtækja umfram það sem eðlilegt getur talist. Hápunkti hagsveiflunnar er náð og verkefnið framundan er að sjá til þess að lendingin verði ekki harkaleg þótt sú hafi yfirleitt verið raunin. Sá árangur sem náðist við efnahagslega endurreisn Íslands á síðustu árum veitir visst skjól, enda er hagkerfið mun heilbrigðara en það var á sínum tíma, skuldir minni og greiðslujöfnuður stöðugri. Stöðugleiki hefur þó ekki loðað við Ísland í gegnum tíðina. Óstöðugleiki hefur ríkt á sviði efnahagsmála og stjórnmála undanfarin ár og tíðar breytingar í laga- og reglugerðarumhverfi draga úr fjárfestingu og uppbyggingu efnahagslífsins. Kemur óstöðugleikinn niður á verðmætasköpun og framleiðni í íslensku efnahagslífi. Smám saman drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða. Peningastefna, vinnumarkaður og opinber fjármál eiga að ganga í takt. Sú hefur ekki verið raunin og í nýlegri skýrslu um ramma peningastefnunnar segir að þjóðin hafi búið við óstöðugleika í peningamálum vegna þess að leikreglum hafi ekki verið fylgt. Umbætur á þessu sviði sem og á öðrum verða eingöngu með pólitísku eignarhaldi og vinnur tíminn ekki með stjórnvöldum í þeim efnum. Þau sem ráða verða að segja hvað þau vilja og hrinda því svo í framkvæmd. Tilraunir til að koma skipulagi á vinnumarkaðinn undanfarin ár hafa heldur ekki gengið eftir. Niðurstaðan af þessu er sú að við töpum öll. Landsins gæði skapa Íslandi sérstöðu sem landsmenn hafa nýtt til verðmætasköpunar, til skemmri og til lengri tíma. Í tímans rás hefur öflugur iðnaður byggst upp á þessum grunni en ekki síður á grunni hinna miklu auðlinda hugvits sem hér eru og virkja má – og á – í meira mæli. Þar liggja mestu tækifæri Íslands á 21. öldinni. Hér er athafnasamt fólk sem býr yfir sköpunarkrafti, frumkvæði og þrautseigju og hefur í gegnum tíðina skapað mikil verðmæti úr hugmyndum sínum. Hlutverk ríkisins í þessari mynd er ekki síst að skapa umgjörð sem hvetur landsmenn til dáða og auðveldar þeim að nýta hæfileika sína til verðmætasköpunar. Aukna verðmætasköpun þarf til að standa undir raunverulegri lífskjarabót. Launahækkanir verða að eiga sér innistæðu og sú innistæða birtist í aukinni framleiðni. Nýleg rannsókn á vegum Alþjóðabankans leiðir í ljós að þeir fjórir þættir sem mest áhrif hafa á breytileika í framleiðni á milli landa eru menntun, efnislegir innviðir, nýsköpun, skilvirkni markaða og stofnanainnviðir. Þetta undirstrikar mikilvægi þeirra málefna sem Samtök iðnaðarins leggja áherslu á, menntun, innviði, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Með umbótum í þessum fjórum málaflokkum eflist samkeppnishæfni Íslands og verðmætasköpun eykst með tilheyrandi aukningu á lífsgæðum landsmanna. Ein forsenda bættrar samkeppnishæfni er að starfsumhverfi sé stöðugt, skilvirkt og hagkvæmt. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Undanfarin ár hafa ytri skilyrði verið hagfelld en því má ekki treysta til framtíðar litið. Háir skattar, há laun og háir vextir í alþjóðlegu samhengi vinna þó á móti auk þess sem lengra er gengið í innleiðingu EES reglugerða en þörf krefur. Það jákvæða í stöðunni er þó það að þetta er heimatilbúinn vandi sem stjórnvöld hafa öll tækifæri til að vinna á og efla þar með samkeppnishæfni Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar