HM 2026 verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júní 2018 10:59 Vísir/getty Heimsmeistaramótið árið 2026 verður haldið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Kosið var á þingi FIFA í Moskvu í dag. Valið var á milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada eða Morokkó og vann sameiginlegt framboð Norður-Ameríku örugglega með 67 prósent atkvæðanna eða 134 af 203. Morokkó fékk 65 atkvæði. 48 þáttökuþjóðir munu taka þátt í lokakeppni HM 2026 og munu leikirnir fara fram í 16 borgum í löndunum þremur. Þjóðirnar þrjár ætla í fyrsta skipti að skipta út einum opnunarleik fyrir þrjá, einn í hverju landi. Framboð þeirra var undir slagorðinu „fótbolti fyrir alla“ og snérist mikið um sameiningu allra þjóðflokka og þjóðerna og allir væru velkomnir saman til Norður-Ameríku. Þá var spáð að HM 2026 skili 11 milljörðum dollara í gróða fyrir alþjóða knattspyrnusambandið. Áhættan við lokakeppni í Norður-Ameríku var mun minni en í Morokkó og þarf til dæmis ekki að byggja einn einasta leikvang frá grunni heldur aðeins endurgera sjö þeirra. Þegar árið 2026 gengur í garð verða 32 ár síðan HM var síðast í Norður-Ameríku, í Bandaríkjunum 1994. Í millitíðinni hefur HM verið haldið í öllum öðrum heimsálfum, í sumum oftar en einu sinni. Fulltrúar KSÍ á þinginu kusu sameinaða framboð Norður-Ameríku þjóðarinnar. Íran var eina þjóðin sem kaus hvorugt framboðið. Allar Norðurlandaþjóðirnar völdu sameinaða framboðið. Niðurstöður kosningarinnar má sjá í heild sinni hér. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir 48 liða HM í Katar 2022? Suður-ameríska knattspyrnusambandið sendi í vikunni fyrirspurn á FIFA um að taka upp 48 liða HM í Katar 2022 en áætlun FIFA um að stækka mótið átti að taka gildi síðar. 13. apríl 2018 07:00 Umsókn Morokkó um HM 2026 staðfest │Kosið 13. júní Umsókn Morokkó um að halda HM 2026 í fótbolta hefur staðist skoðun FIFA og mun keppa við umsókn Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó þrátt fyrir að teljast áhættusöm í þremur flokkum mats FIFA. 2. júní 2018 09:45 Skora á KSÍ að greiða ekki atkvæði með HM í Marokkó Vinafélag Vestur-Sahara hvetur Knattspyrnusamband Íslands til þess að styðja ekki umsókn Marokkó um að halda HM í knattspyrnu árið 2026. 4. maí 2018 08:26 Er Trump að skemma fyrir HM-umsókn Bandaríkjamanna? Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í umræðuna um HM 2026 í gærkvöld en Bandaríkjamenn vilja halda keppnina með Kanada og Mexíkó. 27. apríl 2018 11:00 Blatter: HM á að vera í einu landi Þó svo Sepp Blatter sé horfinn á braut frá FIFA þá er hann enn duglegur við að koma sínum hugmyndum á framfæri við knattspyrnuheiminn. 9. maí 2018 14:30 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Heimsmeistaramótið árið 2026 verður haldið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Kosið var á þingi FIFA í Moskvu í dag. Valið var á milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada eða Morokkó og vann sameiginlegt framboð Norður-Ameríku örugglega með 67 prósent atkvæðanna eða 134 af 203. Morokkó fékk 65 atkvæði. 48 þáttökuþjóðir munu taka þátt í lokakeppni HM 2026 og munu leikirnir fara fram í 16 borgum í löndunum þremur. Þjóðirnar þrjár ætla í fyrsta skipti að skipta út einum opnunarleik fyrir þrjá, einn í hverju landi. Framboð þeirra var undir slagorðinu „fótbolti fyrir alla“ og snérist mikið um sameiningu allra þjóðflokka og þjóðerna og allir væru velkomnir saman til Norður-Ameríku. Þá var spáð að HM 2026 skili 11 milljörðum dollara í gróða fyrir alþjóða knattspyrnusambandið. Áhættan við lokakeppni í Norður-Ameríku var mun minni en í Morokkó og þarf til dæmis ekki að byggja einn einasta leikvang frá grunni heldur aðeins endurgera sjö þeirra. Þegar árið 2026 gengur í garð verða 32 ár síðan HM var síðast í Norður-Ameríku, í Bandaríkjunum 1994. Í millitíðinni hefur HM verið haldið í öllum öðrum heimsálfum, í sumum oftar en einu sinni. Fulltrúar KSÍ á þinginu kusu sameinaða framboð Norður-Ameríku þjóðarinnar. Íran var eina þjóðin sem kaus hvorugt framboðið. Allar Norðurlandaþjóðirnar völdu sameinaða framboðið. Niðurstöður kosningarinnar má sjá í heild sinni hér.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir 48 liða HM í Katar 2022? Suður-ameríska knattspyrnusambandið sendi í vikunni fyrirspurn á FIFA um að taka upp 48 liða HM í Katar 2022 en áætlun FIFA um að stækka mótið átti að taka gildi síðar. 13. apríl 2018 07:00 Umsókn Morokkó um HM 2026 staðfest │Kosið 13. júní Umsókn Morokkó um að halda HM 2026 í fótbolta hefur staðist skoðun FIFA og mun keppa við umsókn Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó þrátt fyrir að teljast áhættusöm í þremur flokkum mats FIFA. 2. júní 2018 09:45 Skora á KSÍ að greiða ekki atkvæði með HM í Marokkó Vinafélag Vestur-Sahara hvetur Knattspyrnusamband Íslands til þess að styðja ekki umsókn Marokkó um að halda HM í knattspyrnu árið 2026. 4. maí 2018 08:26 Er Trump að skemma fyrir HM-umsókn Bandaríkjamanna? Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í umræðuna um HM 2026 í gærkvöld en Bandaríkjamenn vilja halda keppnina með Kanada og Mexíkó. 27. apríl 2018 11:00 Blatter: HM á að vera í einu landi Þó svo Sepp Blatter sé horfinn á braut frá FIFA þá er hann enn duglegur við að koma sínum hugmyndum á framfæri við knattspyrnuheiminn. 9. maí 2018 14:30 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
48 liða HM í Katar 2022? Suður-ameríska knattspyrnusambandið sendi í vikunni fyrirspurn á FIFA um að taka upp 48 liða HM í Katar 2022 en áætlun FIFA um að stækka mótið átti að taka gildi síðar. 13. apríl 2018 07:00
Umsókn Morokkó um HM 2026 staðfest │Kosið 13. júní Umsókn Morokkó um að halda HM 2026 í fótbolta hefur staðist skoðun FIFA og mun keppa við umsókn Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó þrátt fyrir að teljast áhættusöm í þremur flokkum mats FIFA. 2. júní 2018 09:45
Skora á KSÍ að greiða ekki atkvæði með HM í Marokkó Vinafélag Vestur-Sahara hvetur Knattspyrnusamband Íslands til þess að styðja ekki umsókn Marokkó um að halda HM í knattspyrnu árið 2026. 4. maí 2018 08:26
Er Trump að skemma fyrir HM-umsókn Bandaríkjamanna? Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í umræðuna um HM 2026 í gærkvöld en Bandaríkjamenn vilja halda keppnina með Kanada og Mexíkó. 27. apríl 2018 11:00
Blatter: HM á að vera í einu landi Þó svo Sepp Blatter sé horfinn á braut frá FIFA þá er hann enn duglegur við að koma sínum hugmyndum á framfæri við knattspyrnuheiminn. 9. maí 2018 14:30