Þekktu rauðu ljósin: „Ég mátti ekki fara í skólann“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2018 09:00 Umsjón og gerð myndbandanna var í höndum Helgu Arnardóttur og Braga Þórs Hinrikssonar. Skjáskot/Youtube „Þetta var bara stjórnunarsamband með mikilli afbrýðisemi og hann algjörlega réði öllu,“ segir Unnur Mjöll Harðardóttir sem var í ofbeldissambandi í tvö ár með hléum. Unnur tekur þátt í herferðinni Þekktu rauðu ljósin og í einlægu myndbandi segir hún frá sinni reynslu af grófu ofbeldissambandi. „Þetta var andlegt líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.“ Líkamlega ofbeldið byrjaði þegar hún byrjaði að búa með ofbeldismanninum. „Þá er maður einhvern vegin svo fastur.“ Afbrýðisemin og stjórnunaráráttan setti sterkan svip á líf Unnar. „Hann hélt mér vakandi kannski nóttina fyrir próf og ég mátti ekki mæta í skólann.“ Hélt að hún gæti hjálpað ofbeldismanninum Unnur endaði á því að fara því hún var aðframkomin af svefnleysi. „Það var farið að ágerast líkamlega ofbeldið. Það var orðið svo oft.“ Eftir að Unnur fór upplifði hún frelsi, hún réð því hvert hún færi og hvað hún væri þar lengi. Hún segir að í byrjun sambandsins hafi verið hegðun sem hefði átt að kveikja á einhverjum ljósum hjá sér, eins og sjúkra afbrýðisemin. „Ég fékk viðvaranir um hann sem hann einhvern vegin náði alveg að snúa út úr. Hann var svo góður, hann var svo fullkominn í byrjun að ég trúði ekki að hann gæti verið svona.“ Hún þráði alltaf að hann yrði aftur eins og í byrjun sambandsins.„Og að ég gæti hjálpað honum. Ég bæri ábyrgð á að honum liði vel.“ Unnur viðurkennir að hafa hundsað merkin og hvetur aðrar til að gera ekki sömu mistök.Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.“Kynntu þér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu.Nánari upplýsingar: https://www.rauduljosin.is/https://www.facebook.com/rauduljosin/https://twitter.com/rauduljosin MeToo Tengdar fréttir Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Þetta var bara stjórnunarsamband með mikilli afbrýðisemi og hann algjörlega réði öllu,“ segir Unnur Mjöll Harðardóttir sem var í ofbeldissambandi í tvö ár með hléum. Unnur tekur þátt í herferðinni Þekktu rauðu ljósin og í einlægu myndbandi segir hún frá sinni reynslu af grófu ofbeldissambandi. „Þetta var andlegt líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.“ Líkamlega ofbeldið byrjaði þegar hún byrjaði að búa með ofbeldismanninum. „Þá er maður einhvern vegin svo fastur.“ Afbrýðisemin og stjórnunaráráttan setti sterkan svip á líf Unnar. „Hann hélt mér vakandi kannski nóttina fyrir próf og ég mátti ekki mæta í skólann.“ Hélt að hún gæti hjálpað ofbeldismanninum Unnur endaði á því að fara því hún var aðframkomin af svefnleysi. „Það var farið að ágerast líkamlega ofbeldið. Það var orðið svo oft.“ Eftir að Unnur fór upplifði hún frelsi, hún réð því hvert hún færi og hvað hún væri þar lengi. Hún segir að í byrjun sambandsins hafi verið hegðun sem hefði átt að kveikja á einhverjum ljósum hjá sér, eins og sjúkra afbrýðisemin. „Ég fékk viðvaranir um hann sem hann einhvern vegin náði alveg að snúa út úr. Hann var svo góður, hann var svo fullkominn í byrjun að ég trúði ekki að hann gæti verið svona.“ Hún þráði alltaf að hann yrði aftur eins og í byrjun sambandsins.„Og að ég gæti hjálpað honum. Ég bæri ábyrgð á að honum liði vel.“ Unnur viðurkennir að hafa hundsað merkin og hvetur aðrar til að gera ekki sömu mistök.Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.“Kynntu þér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu.Nánari upplýsingar: https://www.rauduljosin.is/https://www.facebook.com/rauduljosin/https://twitter.com/rauduljosin
MeToo Tengdar fréttir Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þekktu rauðu ljósin: „Í upphafi okkar sambands þá var hann ofboðslega yndislegur“ Jenný Kristín segir að hún hafi verið í ofbeldissambandi í 13 ár því hún hafi ekki hlustað á aðvörunarljósin. 14. júní 2018 09:00
Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15
Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00