Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2018 15:11 Sigurður Yngvi Kristinsson er prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum. háskóli íslands/kristinn ingvarsson Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ en það eru Alþjóða mergæxlissamtökin sem standa fyrir verðlaununum. Samtökin eru samtök lækna og vísindamanna sem leita lækningu á mergæxli sem er til þessa ólæknandi sjúkdómur. Verðlaunin eru kennd við Brian Durie, stjórnarformann Alþjóða mergæxlissamtakanna og frumkvöðul í meðferð krabbameina hjá Cedar-Sinai meðferðarstöðinni í Los Angeles. „Það er gríðarlega mikill heiður að vera fyrsti móttakandi þessara virtu verðlauna Alþjóða mergæxlissamtakanna,“ segir Sigurður Yngvi í tilkynningu frá HÍ. Hann fer nú fyrir stórum hópi vísindamanna og nemenda við HÍ og Landspítala sem rannsakar mergæxla og framvindu sjúkdómsins í mannslíkamanum. „Við sjáum nú þegar að rannsóknin mun veita gríðarlega miklar upplýsingar um forstig mergæxla og almennt um mergæxli. Aldrei hefur verið framkvæmd stærri eða ítarlegri rannsókn hjá heilli þjóð,“ segir Sigurður Yngvi en í tengslum við rannsóknina var hleypt af stokkum þjóðarátakinu Blóðskimun til bjargar. Auk Háskólans og Landspítalans koma Krabbameinsfélagið og Perluvinir – félag mergæxlissjúklinga á Íslandi að þessu mikla átaki. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á því starfi sem teymi mitt hefur unnið að undanfarin ár í þessu mikla átaki,“ segir Sigurður Yngvi. „Vísindi snúast um samstarf en ekki einstaklingsframlag. Ég er svo ótrúlega heppinn að vinna með frábærum vísindamönnum í rannsóknarhópi mínum sem og öðrum framúrskarandi vísindamönnum hérlendis og út um allan heim. Þessi verðlaun er hvatning fyrir okkur að halda áfram,“ segir Sigurður Yngvi. Ætlunin er að rannsaka hvort ávinningur sé af því að skima fyrir forstigi mergæxlis og þar með fyrir mergæxli. „Það gerðum við með því að bjóða til þátttöku öllum einstaklingum sem búsettir eru á Íslandi og fæddir eru 1975 eða fyrr, og rúmlega 80 þúsund manns samþykktu þátttöku,“ segir Sigurður Yngvi. Mergæxli er ólæknandi sjúkdómur í beinmerg og einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en hann hefur haft alvarleg áhrif á heilsuna. Árlega greinast um 20 til 25 manns með sjúkdóminn hér á landi og alls um 200 þúsund manns í heiminum öllum. Fyrir utan vitneskjuna um mergæxli veitir rannsóknin mikilvægar upplýsingar um krabbamein almennt og krabbameinsleit eða skimanir. „Í raun er þetta einstakt tækifæri sem við höfum hér á landi til að láta gott af okkur leiða og við munum örugglega fá mikilvæga vitneskju um forstig mergæxlis og almennt um krabbameinsskimanir, sem mun hjálpa sjúklingum framtíðarinnar um allan heim,“ segir Sigurður Yngvi. Vísindi Tengdar fréttir Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Tæplega 25 prósent þjóðarinnar taka þátt í skimun fyrir mergæxlum. Þjóðarátakinu lýkur 1. desember. Vísindarannsóknin er ein sú viðamesta sem framkvæmd hefur verið. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ en það eru Alþjóða mergæxlissamtökin sem standa fyrir verðlaununum. Samtökin eru samtök lækna og vísindamanna sem leita lækningu á mergæxli sem er til þessa ólæknandi sjúkdómur. Verðlaunin eru kennd við Brian Durie, stjórnarformann Alþjóða mergæxlissamtakanna og frumkvöðul í meðferð krabbameina hjá Cedar-Sinai meðferðarstöðinni í Los Angeles. „Það er gríðarlega mikill heiður að vera fyrsti móttakandi þessara virtu verðlauna Alþjóða mergæxlissamtakanna,“ segir Sigurður Yngvi í tilkynningu frá HÍ. Hann fer nú fyrir stórum hópi vísindamanna og nemenda við HÍ og Landspítala sem rannsakar mergæxla og framvindu sjúkdómsins í mannslíkamanum. „Við sjáum nú þegar að rannsóknin mun veita gríðarlega miklar upplýsingar um forstig mergæxla og almennt um mergæxli. Aldrei hefur verið framkvæmd stærri eða ítarlegri rannsókn hjá heilli þjóð,“ segir Sigurður Yngvi en í tengslum við rannsóknina var hleypt af stokkum þjóðarátakinu Blóðskimun til bjargar. Auk Háskólans og Landspítalans koma Krabbameinsfélagið og Perluvinir – félag mergæxlissjúklinga á Íslandi að þessu mikla átaki. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning á því starfi sem teymi mitt hefur unnið að undanfarin ár í þessu mikla átaki,“ segir Sigurður Yngvi. „Vísindi snúast um samstarf en ekki einstaklingsframlag. Ég er svo ótrúlega heppinn að vinna með frábærum vísindamönnum í rannsóknarhópi mínum sem og öðrum framúrskarandi vísindamönnum hérlendis og út um allan heim. Þessi verðlaun er hvatning fyrir okkur að halda áfram,“ segir Sigurður Yngvi. Ætlunin er að rannsaka hvort ávinningur sé af því að skima fyrir forstigi mergæxlis og þar með fyrir mergæxli. „Það gerðum við með því að bjóða til þátttöku öllum einstaklingum sem búsettir eru á Íslandi og fæddir eru 1975 eða fyrr, og rúmlega 80 þúsund manns samþykktu þátttöku,“ segir Sigurður Yngvi. Mergæxli er ólæknandi sjúkdómur í beinmerg og einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en hann hefur haft alvarleg áhrif á heilsuna. Árlega greinast um 20 til 25 manns með sjúkdóminn hér á landi og alls um 200 þúsund manns í heiminum öllum. Fyrir utan vitneskjuna um mergæxli veitir rannsóknin mikilvægar upplýsingar um krabbamein almennt og krabbameinsleit eða skimanir. „Í raun er þetta einstakt tækifæri sem við höfum hér á landi til að láta gott af okkur leiða og við munum örugglega fá mikilvæga vitneskju um forstig mergæxlis og almennt um krabbameinsskimanir, sem mun hjálpa sjúklingum framtíðarinnar um allan heim,“ segir Sigurður Yngvi.
Vísindi Tengdar fréttir Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Tæplega 25 prósent þjóðarinnar taka þátt í skimun fyrir mergæxlum. Þjóðarátakinu lýkur 1. desember. Vísindarannsóknin er ein sú viðamesta sem framkvæmd hefur verið. 25. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Tugþúsundum sýna þegar verið safnað í sögulegri rannsókn Tæplega 25 prósent þjóðarinnar taka þátt í skimun fyrir mergæxlum. Þjóðarátakinu lýkur 1. desember. Vísindarannsóknin er ein sú viðamesta sem framkvæmd hefur verið. 25. nóvember 2017 07:00