Niðurlægður í Krónunni og krefst betra aðgengis að salerni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Maðurinn fékk ekki aðgang að salerni Krónunnar. Vísir/heiða Karlmaður með sjúkdóminn sáraristilbólgu (e. colitis) kallar eftir því að stjórnvöld útbúi skírteini fyrir þá sem glíma við hann eða sambærilega kvilla. Skírteinið myndi veita sjúklingum forgang á salerni hvar sem þeir eru staddir. Maðurinn lenti í því í vikunni að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar í Nóatúni neitaði honum um aðgang að salerni í húsinu. „Þetta var eins niðurlægjandi og það getur orðið. Þegar svona gerist verður maður alveg pínulítill,“ segir maðurinn við Fréttablaðið en í ljósi atvika málsins kaus hann að segja ekki frá atvikinu undir nafni. Einkenni sáraristilbólgu og Crohn’s sjúkdómsins eru um margt lík. Sjúkdómarnir eru langvinnir og herja yfirleitt á neðri hluta þarmanna og ristilsins. Einkennin eru tíðar og óvæntar salernisferðir. Oft valda bólgurnar blæðingum og því vill vallgangurinn oft verða blandaður blóði. Í alvarlegustu tilfellunum skilar líkaminn nær eingöngu blóði af sér. Sjúkdómarnir eru ólæknandi en möguleiki getur verið að draga úr einkennum með breyttu mataræði. „Sem stendur er ég meðhöndlaður með sex tegundum lyfja sem halda þessu örlítið í skefjum. Þegar ég var sem verstur var ég að fara á klósettið upp undir tuttugu sinnum á dag. Blóð og alls konar viðbjóður fylgdi þessu,“ segir maðurinn. Það sem hafi verkað best á hann sé hampolía en hún sé ólögleg hér á landi. Þau skipti sem hann hafi reynt að útvega sér slíka hafi sendingarnar verið stöðvaðar af tollyfirvöldum. Hann segir sögu sína ekki vera einsdæmi. Fleiri en hann hafi lent í því að verða brátt í brók á almannafæri eða í verslun. Í einhverjum tilfellum hafi umráðamenn salerna neitað fólki um notkun þeirra og þá sé lítið við því að gera. Náttúran og sjúkdómurinn hafi sinn gang.„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég hef lent í sambærilegum aðstæðum. Niðurlægingin og reiðin er slík að maður krypplast eiginlega.“ „En hlutirnir lagast ekki nema þeir séu ræddir svo það verður einhver að taka það á sig,“ segir maðurinn. Að sögn mannsins eru samtök þeirra sem sambærilega sjúkdóma hafa frekar máttlaus. Flestir starfi þar í sjálfboðavinnu. „Í Bretlandi hefur sú leið verið farin að prenta út skírteini fyrir fólk í þessari aðstöðu. Skírteinið veitir því í raun forgang á salerni og biður umráðamann þeirra, til að mynda í verslunum, vinsamlegast um að hleypa viðkomandi á klósettið. Það ætti ekki að vera mikið mál að framkvæma slíkt hér á landi,“ segir maðurinn Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Karlmaður með sjúkdóminn sáraristilbólgu (e. colitis) kallar eftir því að stjórnvöld útbúi skírteini fyrir þá sem glíma við hann eða sambærilega kvilla. Skírteinið myndi veita sjúklingum forgang á salerni hvar sem þeir eru staddir. Maðurinn lenti í því í vikunni að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar í Nóatúni neitaði honum um aðgang að salerni í húsinu. „Þetta var eins niðurlægjandi og það getur orðið. Þegar svona gerist verður maður alveg pínulítill,“ segir maðurinn við Fréttablaðið en í ljósi atvika málsins kaus hann að segja ekki frá atvikinu undir nafni. Einkenni sáraristilbólgu og Crohn’s sjúkdómsins eru um margt lík. Sjúkdómarnir eru langvinnir og herja yfirleitt á neðri hluta þarmanna og ristilsins. Einkennin eru tíðar og óvæntar salernisferðir. Oft valda bólgurnar blæðingum og því vill vallgangurinn oft verða blandaður blóði. Í alvarlegustu tilfellunum skilar líkaminn nær eingöngu blóði af sér. Sjúkdómarnir eru ólæknandi en möguleiki getur verið að draga úr einkennum með breyttu mataræði. „Sem stendur er ég meðhöndlaður með sex tegundum lyfja sem halda þessu örlítið í skefjum. Þegar ég var sem verstur var ég að fara á klósettið upp undir tuttugu sinnum á dag. Blóð og alls konar viðbjóður fylgdi þessu,“ segir maðurinn. Það sem hafi verkað best á hann sé hampolía en hún sé ólögleg hér á landi. Þau skipti sem hann hafi reynt að útvega sér slíka hafi sendingarnar verið stöðvaðar af tollyfirvöldum. Hann segir sögu sína ekki vera einsdæmi. Fleiri en hann hafi lent í því að verða brátt í brók á almannafæri eða í verslun. Í einhverjum tilfellum hafi umráðamenn salerna neitað fólki um notkun þeirra og þá sé lítið við því að gera. Náttúran og sjúkdómurinn hafi sinn gang.„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég hef lent í sambærilegum aðstæðum. Niðurlægingin og reiðin er slík að maður krypplast eiginlega.“ „En hlutirnir lagast ekki nema þeir séu ræddir svo það verður einhver að taka það á sig,“ segir maðurinn. Að sögn mannsins eru samtök þeirra sem sambærilega sjúkdóma hafa frekar máttlaus. Flestir starfi þar í sjálfboðavinnu. „Í Bretlandi hefur sú leið verið farin að prenta út skírteini fyrir fólk í þessari aðstöðu. Skírteinið veitir því í raun forgang á salerni og biður umráðamann þeirra, til að mynda í verslunum, vinsamlegast um að hleypa viðkomandi á klósettið. Það ætti ekki að vera mikið mál að framkvæma slíkt hér á landi,“ segir maðurinn
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira