Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 14. júní 2018 08:00 Inga Bjarnason hefur verið með stærstu sýningarnar í Iðnó í 20 ár. Fréttablaðið/Þórsteinn Inga Bjarnason leikstjóri hefur áhyggjur af ástandinu í Iðnó og hefur ákveðið að færa sig yfir í Tjarnarbíó. „Þetta er sorglegra en tárum taki,“ segir Inga en Iðnó hefur verið lokað frá því í byrjun júní. Iðnó var synjað um rekstrarleyfi í lok maí, vegna neikvæðra umsagna frá borginni og tengdist það meðal annars því að staðurinn uppfyllti ekki ákveðin öryggisskilyrði. Slökkviliðið og byggingarfulltrúi gerðu síðan úttekt í síðustu viku og voru niðurstöður aftur neikvæðar. Inga hefur flutt sínar stærstu sýningar í Iðnó í yfir 20 ár, stórar klassískar sýningar ásamt því að hafa stofnað barnaleikhús sem hefur átt heimili í Iðnó í fleiri ár. „Mér var sagt að þetta yrði rekið með sama móti og áður, þegar Margrét Rósa Einarsdóttir sá um rekstur. Ég lét á það reyna og var með sýningu um jólin. Eftir þá reynslu sá ég mig knúna til að færa mig yfir í Tjarnarbíó,“ segir Inga.Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Margrét Rósa Einarsdóttir rak Iðnó í um 16 ár þar til nýir rekstraraðilar gerðu samning við Reykjavíkurborg á síðasta ári. „Mér leist ekki á hvernig vinnubrögðum var háttað þarna. Húsið er illa hirt og það er búið að nýta búningsherbergin, sem hafa verið þarna í yfir 100 ár, í geymslur.“„Ég get ekki séð að það sé nein hugsun þarna í þágu menningar. Þetta virkar eins og félagsheimili fyrir ferðamenn. Þetta er ekki sama húsið.“ Hún setur spurningarmerki við það hvers vegna hafi verið ákveðið að umturna starfi sem stóð í blóma. Þórunn Guðmundsdóttir tekur í sama streng og segir það afar leiðinlegt að Iðnó hafi þurft að skella í lás. „Þessir menn sem reka Iðnó eru nú afskaplega indælir og þægilegir í alla staði en það virðist vera lítil þekking til staðar á því hvernig leikhúsi er háttað. Það er varla hægt að setja neitt þarna upp lengur og búningsherbergin eru nýtt í annað,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir tónlistarkona en hún hefur meðal annars sett upp óperur í Iðnó. „Mér finnst það sorglegt að þetta fallega leikhús borgarinnar sé notað í eitthvað annað. Það hafa verið gerðar afskaplega miklar breytingar á starfseminni. Áherslan er greinilega lögð á annað en leikhús.“Unnið að umbótum René Boonekamp, rekstraraðili Iðnó, segir að nú sé unnið að umbótum til þess að uppfylla öryggisskilyrði fyrir rekstrarleyfi. „Við höfum næstum því góðar fréttir. Við erum að laga ákveðna hluti svo að við getum fengið nýtt rekstrarleyfi,“ segir Boonekamp og er bjartsýnn. Aðspurður hvort Iðnó verði opnað í sumar svarar hann því játandi en veit þó ekki nákvæmlega hvenær það verður. „Fallegur staður eins og þessi á ekki að vera lokaður. Við vonumst eftir því að geta opnað sem fyrst.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Inga Bjarnason leikstjóri hefur áhyggjur af ástandinu í Iðnó og hefur ákveðið að færa sig yfir í Tjarnarbíó. „Þetta er sorglegra en tárum taki,“ segir Inga en Iðnó hefur verið lokað frá því í byrjun júní. Iðnó var synjað um rekstrarleyfi í lok maí, vegna neikvæðra umsagna frá borginni og tengdist það meðal annars því að staðurinn uppfyllti ekki ákveðin öryggisskilyrði. Slökkviliðið og byggingarfulltrúi gerðu síðan úttekt í síðustu viku og voru niðurstöður aftur neikvæðar. Inga hefur flutt sínar stærstu sýningar í Iðnó í yfir 20 ár, stórar klassískar sýningar ásamt því að hafa stofnað barnaleikhús sem hefur átt heimili í Iðnó í fleiri ár. „Mér var sagt að þetta yrði rekið með sama móti og áður, þegar Margrét Rósa Einarsdóttir sá um rekstur. Ég lét á það reyna og var með sýningu um jólin. Eftir þá reynslu sá ég mig knúna til að færa mig yfir í Tjarnarbíó,“ segir Inga.Sjá einnig: Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Margrét Rósa Einarsdóttir rak Iðnó í um 16 ár þar til nýir rekstraraðilar gerðu samning við Reykjavíkurborg á síðasta ári. „Mér leist ekki á hvernig vinnubrögðum var háttað þarna. Húsið er illa hirt og það er búið að nýta búningsherbergin, sem hafa verið þarna í yfir 100 ár, í geymslur.“„Ég get ekki séð að það sé nein hugsun þarna í þágu menningar. Þetta virkar eins og félagsheimili fyrir ferðamenn. Þetta er ekki sama húsið.“ Hún setur spurningarmerki við það hvers vegna hafi verið ákveðið að umturna starfi sem stóð í blóma. Þórunn Guðmundsdóttir tekur í sama streng og segir það afar leiðinlegt að Iðnó hafi þurft að skella í lás. „Þessir menn sem reka Iðnó eru nú afskaplega indælir og þægilegir í alla staði en það virðist vera lítil þekking til staðar á því hvernig leikhúsi er háttað. Það er varla hægt að setja neitt þarna upp lengur og búningsherbergin eru nýtt í annað,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir tónlistarkona en hún hefur meðal annars sett upp óperur í Iðnó. „Mér finnst það sorglegt að þetta fallega leikhús borgarinnar sé notað í eitthvað annað. Það hafa verið gerðar afskaplega miklar breytingar á starfseminni. Áherslan er greinilega lögð á annað en leikhús.“Unnið að umbótum René Boonekamp, rekstraraðili Iðnó, segir að nú sé unnið að umbótum til þess að uppfylla öryggisskilyrði fyrir rekstrarleyfi. „Við höfum næstum því góðar fréttir. Við erum að laga ákveðna hluti svo að við getum fengið nýtt rekstrarleyfi,“ segir Boonekamp og er bjartsýnn. Aðspurður hvort Iðnó verði opnað í sumar svarar hann því játandi en veit þó ekki nákvæmlega hvenær það verður. „Fallegur staður eins og þessi á ekki að vera lokaður. Við vonumst eftir því að geta opnað sem fyrst.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00 Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36 Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Óánægja með nýjan bar í friðlýstu húsi Iðnó Breyting hefur verið gerð á innra skipulagi Iðnó sem fellur ekki í kramið hjá Minjastofnun og arkitekt. „Þetta er á mjög gráu svæði,“ segir arkitektinn. Skellt var í lás í Iðnó eftir að í ljós kom að starfsemi þar hefði ekki rekstrarleyfi. 5. júní 2018 08:00
Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Allt á misskilningi byggt segir rekstrarstjórinn sem fengið hefur leyfi til veitingahalds á ný. 25. maí 2018 14:36
Reka Iðnó án rekstrarleyfis Iðnó í Reykjavík er rekið án rekstrarleyfis samkvæmt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 31. maí 2018 06:00