New York ríki höfðar mál gegn Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 15:01 Donald Trump Bandaríkjaforseti Vísir/AFP New York ríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans vegna „ólöglegs athæfis“ í tengslum við góðgerðarsamtök Trump. Washington Post greinir frá. Í stefnunni er því haldið fram að Trump og börn hans hafi reglulega misnotað samtökin til þess að greiða skuldir fyrirtækja Trump, notað fé samtakanna til þess að standsetja golfvöll og í tengslum við forsetaframbið Trumnp árið 2016. Fer ríkið fram á það að góðgerðarsamtökin, Donald J. Trump Foundation, verði leyst upp, eignum samtakanna verði dreift til annarra góðgerðarasamtaka og að Trump greiði 2,8 milljónir dollara í skaðabætur og sekt. Rannsókn New York ríkis hefur staðið yfir í tæplega tvö ár og hófst hún eftir umfjöllun Washington Post. Segir í stefnunni að Trump hafi þverbrotið lög sem gilda um skattfrelsi góðgerðarsamtaka, þá sérstaklega þau um að fjármunir góðgerðarsamtaka séu nýttir til almannaheilla, en ekki til persónulegs hagnaðar stofnenda þeirra. Trump hefur verið forseti samtakanna frá stofnun þeirra árið 1987. Áður en hann tók við embætti forseta lofaði hann því að leggja samtökin niður, en sökum þess að rannsókn ríkisins á þeim stóði yfir gat hann það ekki. Þrjú elstu börn Trump eru einnig nefnd í stefnunni, þau Donald Trump yngri, Ivanka Trump og Eric Trump. Eru þau stjórnarmeðlimir í samtökunum en stjórn samtakanna hefur ekki komið saman frá árinu 1999.We are suing the Donald J. Trump Foundation and its directors @realDonaldTrump, Donald J. Trump Jr., Ivanka Trump, and Eric Trump for extensive and persistent violations of state and federal law. https://t.co/aP2ui0tOTo pic.twitter.com/geSMA3fx2x— New York Attorney General (@NewYorkStateAG) June 14, 2018 Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
New York ríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans vegna „ólöglegs athæfis“ í tengslum við góðgerðarsamtök Trump. Washington Post greinir frá. Í stefnunni er því haldið fram að Trump og börn hans hafi reglulega misnotað samtökin til þess að greiða skuldir fyrirtækja Trump, notað fé samtakanna til þess að standsetja golfvöll og í tengslum við forsetaframbið Trumnp árið 2016. Fer ríkið fram á það að góðgerðarsamtökin, Donald J. Trump Foundation, verði leyst upp, eignum samtakanna verði dreift til annarra góðgerðarasamtaka og að Trump greiði 2,8 milljónir dollara í skaðabætur og sekt. Rannsókn New York ríkis hefur staðið yfir í tæplega tvö ár og hófst hún eftir umfjöllun Washington Post. Segir í stefnunni að Trump hafi þverbrotið lög sem gilda um skattfrelsi góðgerðarsamtaka, þá sérstaklega þau um að fjármunir góðgerðarsamtaka séu nýttir til almannaheilla, en ekki til persónulegs hagnaðar stofnenda þeirra. Trump hefur verið forseti samtakanna frá stofnun þeirra árið 1987. Áður en hann tók við embætti forseta lofaði hann því að leggja samtökin niður, en sökum þess að rannsókn ríkisins á þeim stóði yfir gat hann það ekki. Þrjú elstu börn Trump eru einnig nefnd í stefnunni, þau Donald Trump yngri, Ivanka Trump og Eric Trump. Eru þau stjórnarmeðlimir í samtökunum en stjórn samtakanna hefur ekki komið saman frá árinu 1999.We are suing the Donald J. Trump Foundation and its directors @realDonaldTrump, Donald J. Trump Jr., Ivanka Trump, and Eric Trump for extensive and persistent violations of state and federal law. https://t.co/aP2ui0tOTo pic.twitter.com/geSMA3fx2x— New York Attorney General (@NewYorkStateAG) June 14, 2018
Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira