Tugir misstu vinnuna í bið eftir svörum Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. júní 2018 06:00 86 starfsmönnum var sagt upp hjá Odda í upphafi árs. Vísir/ANton „Þetta er að mínu mati mjög ógegnsætt ferli,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, um vinnubrögð samkeppnisyfirvalda. Í byrjun árs keypti Oddi fyrirtækið Plastprent. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin með þeim fyrirvara að Oddi gengist undir sátt. Hún fól í sér ýmis skilyrði sem stjórnendur fyrirtækisins töldu vera mjög íþyngjandi. Í lok árs 2016 sendi Oddi Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem óskað var eftir því að fyrirtækið losnaði undan sáttinni og á það var fallist í síðasta mánuði. Í millitíðinni, eða í janúar síðastliðnum, tilkynnti Oddi að starfsemi Kassagerðarinnar og Plastprents yrði lögð niður með þeim afleiðingum að 86 manns var sagt upp.Sjá einnig: 86 manns sagt upp hjá OddaKristjáni Geir þykir Samkeppniseftirlitið hafa brugðist seint við. „Það er mjög erfitt að fá svör frá Samkeppniseftirlitinu. Þetta er venjulega þannig að málið sé í vinnslu. Svo var gefið út að það væri mikið álag á Samkeppniseftirlitinu vegna samruna annarra félaga. Til dæmis Haga og Olís og annarra mála í þeim dúr. En alltaf biðum við bara,“ segir hann. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að samrunamál verði að vera í forgang hjá Samkeppniseftirlitinu. Fréttablaðið/AntonSáttin hafi verið mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækið, þó að hún hafi ekki verið eina ástæða þess að loka þurfti verksmiðjunum í byrjun árs. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að breytingarnar á rekstri Odda sem tilkynntar voru í janúar síðastliðnum hafi verið forsendan fyrir þeirri ákvörðun að fella niður skilyrðin í sáttinni. Um leið og ósk hafi borist í árslok 2016 um að þau yrðu felld niður hafi Samkeppniseftirlitið óskað umsagna á markaðnum og keppinautar gefið sig fram sem töldu að staða Odda hefði ekki breyst með þeim hætti sem Oddi hélt fram. Þess vegna væri enn þá mikilvægt að þessi skilyrði giltu. „Þá blasti við að við þyrftum að fara í ítarlegri rannsókn sem kallaði á að við öfluðum upplýsinga um veltu og tækjum til skoðunar að nýju þær skilgreiningar á mörkuðum sem þarna eru undir,“ segir hann. Páll Gunnar segir að ekki hafi verið mögulegt að fara beint í þá athugun. „Vegna þess að það var og er mikið álag á stofnuninni og við þurfum að setja samrunamál, það er að segja þau mál sem eru á lögbundnum frestum, fram fyrir. Síðan verða þessar breytingar á högum Odda sem leiða til þess að skilyrðin eiga ekki lengur við og þá eru þau felld úr gildi í framhaldi af því,“ segir Páll. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
„Þetta er að mínu mati mjög ógegnsætt ferli,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, um vinnubrögð samkeppnisyfirvalda. Í byrjun árs keypti Oddi fyrirtækið Plastprent. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin með þeim fyrirvara að Oddi gengist undir sátt. Hún fól í sér ýmis skilyrði sem stjórnendur fyrirtækisins töldu vera mjög íþyngjandi. Í lok árs 2016 sendi Oddi Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem óskað var eftir því að fyrirtækið losnaði undan sáttinni og á það var fallist í síðasta mánuði. Í millitíðinni, eða í janúar síðastliðnum, tilkynnti Oddi að starfsemi Kassagerðarinnar og Plastprents yrði lögð niður með þeim afleiðingum að 86 manns var sagt upp.Sjá einnig: 86 manns sagt upp hjá OddaKristjáni Geir þykir Samkeppniseftirlitið hafa brugðist seint við. „Það er mjög erfitt að fá svör frá Samkeppniseftirlitinu. Þetta er venjulega þannig að málið sé í vinnslu. Svo var gefið út að það væri mikið álag á Samkeppniseftirlitinu vegna samruna annarra félaga. Til dæmis Haga og Olís og annarra mála í þeim dúr. En alltaf biðum við bara,“ segir hann. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að samrunamál verði að vera í forgang hjá Samkeppniseftirlitinu. Fréttablaðið/AntonSáttin hafi verið mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækið, þó að hún hafi ekki verið eina ástæða þess að loka þurfti verksmiðjunum í byrjun árs. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að breytingarnar á rekstri Odda sem tilkynntar voru í janúar síðastliðnum hafi verið forsendan fyrir þeirri ákvörðun að fella niður skilyrðin í sáttinni. Um leið og ósk hafi borist í árslok 2016 um að þau yrðu felld niður hafi Samkeppniseftirlitið óskað umsagna á markaðnum og keppinautar gefið sig fram sem töldu að staða Odda hefði ekki breyst með þeim hætti sem Oddi hélt fram. Þess vegna væri enn þá mikilvægt að þessi skilyrði giltu. „Þá blasti við að við þyrftum að fara í ítarlegri rannsókn sem kallaði á að við öfluðum upplýsinga um veltu og tækjum til skoðunar að nýju þær skilgreiningar á mörkuðum sem þarna eru undir,“ segir hann. Páll Gunnar segir að ekki hafi verið mögulegt að fara beint í þá athugun. „Vegna þess að það var og er mikið álag á stofnuninni og við þurfum að setja samrunamál, það er að segja þau mál sem eru á lögbundnum frestum, fram fyrir. Síðan verða þessar breytingar á högum Odda sem leiða til þess að skilyrðin eiga ekki lengur við og þá eru þau felld úr gildi í framhaldi af því,“ segir Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40