Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. júní 2018 07:00 Donald Trump tollar Kína í botn. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. Ákvörðunin gæti verið upphafið að hörðu viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína sem forstjóri AGS hefur áhyggjur af. Hinir íþyngjandi tollar munu frá 6. júlí leggjast á um 800 vörur. Viðskipti með þær á ári nema nú 34 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 3.600 milljörðum króna. Kínversku vörurnar, sem Trump vill koma böndum á innflutning á, eru allt frá dekkjum flugvéla og túrbínum til uppþvottavéla. Stjórnvöld útiloka ekki frekari tollaálögur á fleiri vörur að andvirði 16 milljarða dala til viðbótar. „Þessir tollar eru nauðsynlegir til að koma í veg fyrir frekari ósanngjarnan flutning á bandarískri tækni og hugverki til Kína og munu verja bandarísk störf. Bandaríkjamenn geta ekki lengur búið við að tapa tækni og hugverkum okkar vegna ósanngjarnra viðskiptahátta,“ lét Trump hafa eftir sér. Trump hefur þar að auki varað kínversk stjórnvöld við að ef þau svari í sömu mynt muni Bandaríkin leggja á enn frekari tolla. Kínverjar hafa sömuleiðis verið vígreifir í tali og Geng Shuang, utanríkisráðherra Kína, ítrekað að viðskiptaþvinganir muni þýða að samningaviðræðum Kína og Bandaríkjanna verði sjálfhætt. „Taki Bandaríkin upp einhliða verndartollastefnu gegn kínverskum hagsmunum munum við bregðast umsvifalaust við með nauðsynlegum aðgerðum til að verja þá,“ sagði Geng Shuang. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. Ákvörðunin gæti verið upphafið að hörðu viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína sem forstjóri AGS hefur áhyggjur af. Hinir íþyngjandi tollar munu frá 6. júlí leggjast á um 800 vörur. Viðskipti með þær á ári nema nú 34 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 3.600 milljörðum króna. Kínversku vörurnar, sem Trump vill koma böndum á innflutning á, eru allt frá dekkjum flugvéla og túrbínum til uppþvottavéla. Stjórnvöld útiloka ekki frekari tollaálögur á fleiri vörur að andvirði 16 milljarða dala til viðbótar. „Þessir tollar eru nauðsynlegir til að koma í veg fyrir frekari ósanngjarnan flutning á bandarískri tækni og hugverki til Kína og munu verja bandarísk störf. Bandaríkjamenn geta ekki lengur búið við að tapa tækni og hugverkum okkar vegna ósanngjarnra viðskiptahátta,“ lét Trump hafa eftir sér. Trump hefur þar að auki varað kínversk stjórnvöld við að ef þau svari í sömu mynt muni Bandaríkin leggja á enn frekari tolla. Kínverjar hafa sömuleiðis verið vígreifir í tali og Geng Shuang, utanríkisráðherra Kína, ítrekað að viðskiptaþvinganir muni þýða að samningaviðræðum Kína og Bandaríkjanna verði sjálfhætt. „Taki Bandaríkin upp einhliða verndartollastefnu gegn kínverskum hagsmunum munum við bregðast umsvifalaust við með nauðsynlegum aðgerðum til að verja þá,“ sagði Geng Shuang.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira