Bestir í Pepsi og björguðu deginum gegn Argentínu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júní 2018 21:30 Alfreð í leiknum í gær vísir/vilhelm Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik á HM í gær. Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason voru hetjur íslenska liðsins í leiknum. Alfreð jafnaði fyrir Ísland eftir að Sergio Aguero hafði komið Argentínu yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Hannes Þór tók hins vegar fyrirsagnirnar þar sem hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði Íslandi jafnteflið. Þessir tveir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa báðir verið valdir bestu leikmenn tímabilsins í Pepsi deildinni. Alfreð hlaut þann titil árið 2010 og Hannes 2011. „Spennan var engin þegar kjörinu á knattspyrnumanni ársins 2010 var lýst á lokahófi KSÍ á Broadway í október. Allir vissu hver átti titilinn vísan þetta árið. Alfreð Finnbogason var leikmaður Íslandsmótsins eftir að hafa leikið stærsta hlutverkið í að innbyrða fyrsta Íslandsmeistaratitil Breiðabliks í karlaflokki.“ Svo hefst fyrsta grein Víðis Sigurðssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 2010, viðtal við besta mann deildarinnar það árið. Alfreð kom við sögu í meira en helmingi 47 marka Blika það sumarið og skoraði sjálfur 14. Alfreð fór á kostum í Íslandsmótinu og var í kjölfarið seldur í atvinnumennsku til Lokeren í Belgíu. 2010 var Hannes Þór á mála hjá Fram. Hann færði sig hins vegar yfir til KR og varði mark Vesturbæinga árið 2011. Hann varð fyrsti KR-ingurinn sem var valinn leikmaður ársins í efstu deild síðan árið 1999 þegar félagar og andstæðingar hans kusu hann bestan að loknu Íslandsmóti 2011. KR varð Íslandsmeistari með Hannes í markinu og fékk aðeins á sig 22 mörk í jafn mörgum leikjum. Enginn annar leikmaður landsliðshópsins í Rússlandi hefur hlotið þennan titil. Þrír leikmenn hópsins eru hins vegar á mála hjá Pepsi deildar liðum í dag og gætu hlotið titilinn í haust. Birkir Már Sævarsson hefur spilað með Val frá upphafi móts. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason fara heim í sín uppeldisfélög eftir HM; Víking og Fylki.Hetjur gærdagsins eiga það sameiginlegt að hafa verið valdir bestir í Pepsi deildinni. Alfreð 2010 Hannes 2011 pic.twitter.com/qD5JKtTFCz — Pepsi deildin (@Pepsideildin) June 17, 2018 HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik á HM í gær. Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason voru hetjur íslenska liðsins í leiknum. Alfreð jafnaði fyrir Ísland eftir að Sergio Aguero hafði komið Argentínu yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Hannes Þór tók hins vegar fyrirsagnirnar þar sem hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði Íslandi jafnteflið. Þessir tveir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa báðir verið valdir bestu leikmenn tímabilsins í Pepsi deildinni. Alfreð hlaut þann titil árið 2010 og Hannes 2011. „Spennan var engin þegar kjörinu á knattspyrnumanni ársins 2010 var lýst á lokahófi KSÍ á Broadway í október. Allir vissu hver átti titilinn vísan þetta árið. Alfreð Finnbogason var leikmaður Íslandsmótsins eftir að hafa leikið stærsta hlutverkið í að innbyrða fyrsta Íslandsmeistaratitil Breiðabliks í karlaflokki.“ Svo hefst fyrsta grein Víðis Sigurðssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 2010, viðtal við besta mann deildarinnar það árið. Alfreð kom við sögu í meira en helmingi 47 marka Blika það sumarið og skoraði sjálfur 14. Alfreð fór á kostum í Íslandsmótinu og var í kjölfarið seldur í atvinnumennsku til Lokeren í Belgíu. 2010 var Hannes Þór á mála hjá Fram. Hann færði sig hins vegar yfir til KR og varði mark Vesturbæinga árið 2011. Hann varð fyrsti KR-ingurinn sem var valinn leikmaður ársins í efstu deild síðan árið 1999 þegar félagar og andstæðingar hans kusu hann bestan að loknu Íslandsmóti 2011. KR varð Íslandsmeistari með Hannes í markinu og fékk aðeins á sig 22 mörk í jafn mörgum leikjum. Enginn annar leikmaður landsliðshópsins í Rússlandi hefur hlotið þennan titil. Þrír leikmenn hópsins eru hins vegar á mála hjá Pepsi deildar liðum í dag og gætu hlotið titilinn í haust. Birkir Már Sævarsson hefur spilað með Val frá upphafi móts. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason fara heim í sín uppeldisfélög eftir HM; Víking og Fylki.Hetjur gærdagsins eiga það sameiginlegt að hafa verið valdir bestir í Pepsi deildinni. Alfreð 2010 Hannes 2011 pic.twitter.com/qD5JKtTFCz — Pepsi deildin (@Pepsideildin) June 17, 2018
HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira