Faðir Hannesar grét úr stolti á leiknum: „Viss um að þeir komist í úrslit“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2018 20:00 Eins og flestum ætti að vera kunnugt - varði markvörður íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson vítaspyrnu argentísku goðsagnarinnar Lionel Messi í leik liðanna um helgina. Halldór Þórarinsson, faðir Hannesar er mikill stuðningsmaður markvarðarins og hefur fylgt honum í gegnum allan ferilinn. „Samband okkar er mjög gott. Við höldum þétt hópinn og þá sérstaklega er kemur að íþróttamálum. Utan vallar er Hannes mjög rólegur og yfirvegaður. Skemmtilegur strákur,“ segir Halldór.Feðgarnir eftir leikinnVilhelmHvernig var stemningin á meðal stuðningsmanna íslenska liðsins? „Hún var alveg frábær. Á rauða torginu voru um 2.500 bláar treyjur. Ferðalok var sungið og við gjörsamlega áttum svæðið,“ segir Halldór. Þá segir hann að stressið hafi algerlega tekið yfir á meðan leik stóð. „Já ég var að farast úr stressi þegar vítið var dæmt. Ég var á sama tíma mjög spenntur. Þegar hann varði vítið þá gerðist eitthvað. Ég vissi hvað þetta væri stórt fyrir hann. Stórt svið. Fyrir knattspyrnumarkmann er þetta hápunkturin. Þegar Messi tekur víti fannst mér það svo klikkað að ég gat ekki ráðið við mig og fór að hágrenja,“ segir Halldór mjög hreykinn.Hreykinn HalldórVilhelmEn að sjálfsögðu vissi Halldór að Hannes myndi verja vítaspyrju Messí. „Ég hafði þá tilfinningu að hann myndi verja. Þetta var hans stund, en auðvitað var ég að farast úr stressi.“ Hvert stefnir hann? „Ég var búin að spá úrslitunum. Eigum við ekki að vona að hann sé á leiðinni þangað. Ég ætla að sleppa næstu tveim leikjum en svo mun ég fara út og horfa á rest,“ segir Halldór. Ertu stoltur af honum? „Já ég er auðvitað að rifna úr stolti yfir Hannesi,“ segir Halldór að lokum.Úr einkasafniÚr einkasafni HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Eins og flestum ætti að vera kunnugt - varði markvörður íslenska landsliðsins, Hannes Þór Halldórsson vítaspyrnu argentísku goðsagnarinnar Lionel Messi í leik liðanna um helgina. Halldór Þórarinsson, faðir Hannesar er mikill stuðningsmaður markvarðarins og hefur fylgt honum í gegnum allan ferilinn. „Samband okkar er mjög gott. Við höldum þétt hópinn og þá sérstaklega er kemur að íþróttamálum. Utan vallar er Hannes mjög rólegur og yfirvegaður. Skemmtilegur strákur,“ segir Halldór.Feðgarnir eftir leikinnVilhelmHvernig var stemningin á meðal stuðningsmanna íslenska liðsins? „Hún var alveg frábær. Á rauða torginu voru um 2.500 bláar treyjur. Ferðalok var sungið og við gjörsamlega áttum svæðið,“ segir Halldór. Þá segir hann að stressið hafi algerlega tekið yfir á meðan leik stóð. „Já ég var að farast úr stressi þegar vítið var dæmt. Ég var á sama tíma mjög spenntur. Þegar hann varði vítið þá gerðist eitthvað. Ég vissi hvað þetta væri stórt fyrir hann. Stórt svið. Fyrir knattspyrnumarkmann er þetta hápunkturin. Þegar Messi tekur víti fannst mér það svo klikkað að ég gat ekki ráðið við mig og fór að hágrenja,“ segir Halldór mjög hreykinn.Hreykinn HalldórVilhelmEn að sjálfsögðu vissi Halldór að Hannes myndi verja vítaspyrju Messí. „Ég hafði þá tilfinningu að hann myndi verja. Þetta var hans stund, en auðvitað var ég að farast úr stressi.“ Hvert stefnir hann? „Ég var búin að spá úrslitunum. Eigum við ekki að vona að hann sé á leiðinni þangað. Ég ætla að sleppa næstu tveim leikjum en svo mun ég fara út og horfa á rest,“ segir Halldór. Ertu stoltur af honum? „Já ég er auðvitað að rifna úr stolti yfir Hannesi,“ segir Halldór að lokum.Úr einkasafniÚr einkasafni
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00 Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Stoltasti pabbi í heimi brast í grát þegar Hannes varði vítið frá Messi Ég fór alveg, segir Halldór Þórarinsson sem staðið hefur með syni sínum Hannesi Þór í gegnum súrt og sætt. 18. júní 2018 10:00
Sumarmessan: Hjörvar greinir frábæra frammistöðu Hannesar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM á laugardag. Það var þó ekki það eina sem hann gerði í leiknum því Hannes varði oft meistaralega og átti stórbrotinn leik. 18. júní 2018 16:00