Þjóðgarður er garður fyrir almenning Þorsteinn Ásgeirsson skrifar 19. júní 2018 07:00 Umhverfisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið 13. júní sl. þar sem hann er að reka áróður fyrir friðun og áætlunum um að gera allt hálendið að þjóðgarði. Hann telur að mikill fjárhagslegur akkur sé í þjóðgörðum og nefnir útreikninga á þjóðgarðinum á vesturhluta Snæfellsness. Sá þjóðgarður er aðgengilegur bæði á bílum og gangandi umferð. Þar er þjónustuhús og upplýsingaskilti sem auka verðmætið. Af ýmsu má ráða að þarna tali úllfur í sauðargæru. Hann segir t.d. að náttúruna eigi að vernda náttúrunnar vegna. Þó það eigi við um einstakt lífríki og jarðmyndanir þá telja flestir Íslendingar að náttúruna eigi að vernda fyrir menn, en það hlýtur að vera forsenda þess að þjóðgarður skapi tekjur. Þeir gera það aðeins ef þeir eru raunverulegir þjóð-garðar, þ.e. aðgengilegir fyrir almenning. Ég hef ekki séð áætlanir um að gera miðhálendið aðgengilegra með vegalagningu, uppbyggingu þjónustu og fræðsluhúsa og sérstöku aðgengi fyrir fatlaða. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði sem yrði hluti þessa þjóðgarðs og á sambærilegu landi er þvert á móti sú að menn hafa lokað leiðum í stað þess að bæta aðgengið. Það er hægt að fela hagfræðistofnun það hlutverk að reikna út hagnað af garðinum með því að telja alla fjölgun ferðamanna honum að þakka eða a.m.k. þann hluta þeirra sem hafa farið í Skaftafell og Jökulsárlón. Það er hins vegar mjög óvísindaleg nálgun því líkur eru á því að sami fjöldi hefði farið á staðinn þó þjóðgarðurinn hefði ekki verið stofnaður. Ferðamönnum fjölgar ekki við að skipta um nafn. Þá eru sérfræðingar sem umhverfisráðherra mærir í greininni sérfræðingar í náttúruvernd. Það kemur ekki fram að neinn þeirra sé sérfræðingur í að leyfa almenningi að njóta náttúrunnar á sjálfbæran hátt. Margir náttúrverndarsinnar hafa tekið hugtakið ósnortin víðerni eins og það er skilgreint í útlöndum og snarað því yfir á íslensku.Verndun fyrir menn Þar setja þeir á sömu mælistiku Amazonsvæðið og Sprengisand. Annars vegar er svæði sem þarf að vernda náttúrunnar vegna þar sem þar er mikill auður í jurtum, dýralífi og tilvist mjög frumstæðra ættflokka. Það takmarkaða jurtalíf sem er á Sprengisandi er aftur á móti víðast á hröðu undanhaldi vegna loftslagsbreytinga. Verndun hans er því fyrst og fremst til að menn geti notið þess stórbrotna umhverfis sem þar er. Þar eru ósnortin víðerni aðallega fyrir almenning að njóta. Ég hef ekki á móti þjóðgarði ef hann stendur undir nafni og almenningur fái aðgang. Þá verða menn að sníða hugtakið ósnortin víðerni að því og leyfa að víða liggi vegir, þar sé bílastæði og lágmarks þjónustuhús sem eru felld inn í umhverfið og samlagast því. Mikill kostnaður fer einnig í að vernda svæðin fyrir ágangi án þess að loka þeim. Stígar og vegaslóðar verða að vera þannig að menn vaði ekki mikið út fyrir þá. Mikil gæsla þarf að vera á viðkvæmustu stöðunum. Merkingar verða að vera greinilegar öfugt við það sem skilgreint er um ósnortin víðerni. Litlar merkingar bjóða hættunni heim. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði lofar ekki góðu. Hvernig væri að leggja fé í að gera hann að þjóðgarði sem skilar raunverulegum mælanlegum tekjum, í sátt við sveitarfélög og útivistarsamtök og nota þá reynslu til að sannfæra fólk um ágæti stækkunarinnar. Meðan beðið er eftir stækkun þjóðgarðsins getur umhverfisráðherra beitt sér fyrir friðun einstakra bletta á hálendinu sem viðkvæmastir eru.Höfundur er pípulagningameistari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra skrifar grein í Fréttablaðið 13. júní sl. þar sem hann er að reka áróður fyrir friðun og áætlunum um að gera allt hálendið að þjóðgarði. Hann telur að mikill fjárhagslegur akkur sé í þjóðgörðum og nefnir útreikninga á þjóðgarðinum á vesturhluta Snæfellsness. Sá þjóðgarður er aðgengilegur bæði á bílum og gangandi umferð. Þar er þjónustuhús og upplýsingaskilti sem auka verðmætið. Af ýmsu má ráða að þarna tali úllfur í sauðargæru. Hann segir t.d. að náttúruna eigi að vernda náttúrunnar vegna. Þó það eigi við um einstakt lífríki og jarðmyndanir þá telja flestir Íslendingar að náttúruna eigi að vernda fyrir menn, en það hlýtur að vera forsenda þess að þjóðgarður skapi tekjur. Þeir gera það aðeins ef þeir eru raunverulegir þjóð-garðar, þ.e. aðgengilegir fyrir almenning. Ég hef ekki séð áætlanir um að gera miðhálendið aðgengilegra með vegalagningu, uppbyggingu þjónustu og fræðsluhúsa og sérstöku aðgengi fyrir fatlaða. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði sem yrði hluti þessa þjóðgarðs og á sambærilegu landi er þvert á móti sú að menn hafa lokað leiðum í stað þess að bæta aðgengið. Það er hægt að fela hagfræðistofnun það hlutverk að reikna út hagnað af garðinum með því að telja alla fjölgun ferðamanna honum að þakka eða a.m.k. þann hluta þeirra sem hafa farið í Skaftafell og Jökulsárlón. Það er hins vegar mjög óvísindaleg nálgun því líkur eru á því að sami fjöldi hefði farið á staðinn þó þjóðgarðurinn hefði ekki verið stofnaður. Ferðamönnum fjölgar ekki við að skipta um nafn. Þá eru sérfræðingar sem umhverfisráðherra mærir í greininni sérfræðingar í náttúruvernd. Það kemur ekki fram að neinn þeirra sé sérfræðingur í að leyfa almenningi að njóta náttúrunnar á sjálfbæran hátt. Margir náttúrverndarsinnar hafa tekið hugtakið ósnortin víðerni eins og það er skilgreint í útlöndum og snarað því yfir á íslensku.Verndun fyrir menn Þar setja þeir á sömu mælistiku Amazonsvæðið og Sprengisand. Annars vegar er svæði sem þarf að vernda náttúrunnar vegna þar sem þar er mikill auður í jurtum, dýralífi og tilvist mjög frumstæðra ættflokka. Það takmarkaða jurtalíf sem er á Sprengisandi er aftur á móti víðast á hröðu undanhaldi vegna loftslagsbreytinga. Verndun hans er því fyrst og fremst til að menn geti notið þess stórbrotna umhverfis sem þar er. Þar eru ósnortin víðerni aðallega fyrir almenning að njóta. Ég hef ekki á móti þjóðgarði ef hann stendur undir nafni og almenningur fái aðgang. Þá verða menn að sníða hugtakið ósnortin víðerni að því og leyfa að víða liggi vegir, þar sé bílastæði og lágmarks þjónustuhús sem eru felld inn í umhverfið og samlagast því. Mikill kostnaður fer einnig í að vernda svæðin fyrir ágangi án þess að loka þeim. Stígar og vegaslóðar verða að vera þannig að menn vaði ekki mikið út fyrir þá. Mikil gæsla þarf að vera á viðkvæmustu stöðunum. Merkingar verða að vera greinilegar öfugt við það sem skilgreint er um ósnortin víðerni. Litlar merkingar bjóða hættunni heim. Reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði lofar ekki góðu. Hvernig væri að leggja fé í að gera hann að þjóðgarði sem skilar raunverulegum mælanlegum tekjum, í sátt við sveitarfélög og útivistarsamtök og nota þá reynslu til að sannfæra fólk um ágæti stækkunarinnar. Meðan beðið er eftir stækkun þjóðgarðsins getur umhverfisráðherra beitt sér fyrir friðun einstakra bletta á hálendinu sem viðkvæmastir eru.Höfundur er pípulagningameistari
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar