Dagur og Dóra réttkjörin borgarstjóri og forseti borgarstjórnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2018 15:21 Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru oddvitar flokkanna sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg. Vísir/ Jói K Dagur B. Eggertsson var á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur réttkjörinn Borgarstjóri Reykjavíkur með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir. Dagur B. Eggertsson óskaði eftir því að fá að taka til máls á fundinum að atkvæðagreiðslulokinni og gerði hann kjararáð að umfjöllunarefni sínu. Hann vildi undirstrika ákvörðun borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili að afþakka hækkanir sem kjararáð hafði ákvarðað. „Ég mun ítreka þau fyrirmæli aftur: Það er hin formlega, rétta leið til þess að passa að þessi ákvörðun detti ekki inn aftur og ég vildi að þetta kæmi fram hér í sölum borgarstjórnar á þessum upphafsdegi um leið og ég veit að ég tala fyrir munn allra sem hér inni sitja og skora á borgarstjórn og Alþingi að gera nú þær breytingar að launaþróun ráðherra og þingmanna verði ekki kveikjan að ófriðarbáli á vinnumarkaði,“ segir Dagur. Hann óskaði jafnframt eftir því í ræðu sinni að minnihluti, meirihluti og starfsfólk vinni saman sem ein heild að verkefninu. „Ég vona að við berum gæfu til þess að nálgast þetta verkefni eins mikið sameiginlega og við getum.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, var á fundinum réttkjörinn forseti borgarstjórnar til eins árs auk þess sem Pawel Bartoszek var réttkjörinn fyrsti varaforseti borgarstjóri og Guðrún Ögmundsdóttir annar varaforseti borgarstjórnar. Dóra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. 19. júní 2018 09:45 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Dagur B. Eggertsson var á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur réttkjörinn Borgarstjóri Reykjavíkur með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir. Dagur B. Eggertsson óskaði eftir því að fá að taka til máls á fundinum að atkvæðagreiðslulokinni og gerði hann kjararáð að umfjöllunarefni sínu. Hann vildi undirstrika ákvörðun borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili að afþakka hækkanir sem kjararáð hafði ákvarðað. „Ég mun ítreka þau fyrirmæli aftur: Það er hin formlega, rétta leið til þess að passa að þessi ákvörðun detti ekki inn aftur og ég vildi að þetta kæmi fram hér í sölum borgarstjórnar á þessum upphafsdegi um leið og ég veit að ég tala fyrir munn allra sem hér inni sitja og skora á borgarstjórn og Alþingi að gera nú þær breytingar að launaþróun ráðherra og þingmanna verði ekki kveikjan að ófriðarbáli á vinnumarkaði,“ segir Dagur. Hann óskaði jafnframt eftir því í ræðu sinni að minnihluti, meirihluti og starfsfólk vinni saman sem ein heild að verkefninu. „Ég vona að við berum gæfu til þess að nálgast þetta verkefni eins mikið sameiginlega og við getum.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, var á fundinum réttkjörinn forseti borgarstjórnar til eins árs auk þess sem Pawel Bartoszek var réttkjörinn fyrsti varaforseti borgarstjóri og Guðrún Ögmundsdóttir annar varaforseti borgarstjórnar. Dóra Björt var í dag réttkjörinn yngsti forseti borgarstjórnar í sögu Reykjavíkurborgar en þess ber að geta að hún fagnar þrítugsafmæli sínu í dag.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. 19. júní 2018 09:45 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00
Stýrir sínum fyrsta borgarstjórnarfundi á 30 ára afmælisdaginn Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag. 19. júní 2018 09:45
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30