Álagið á bráðamóttöku eykst frekar Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2018 07:00 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Mynd/Landspítalinn Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi mun aukast enn frekar á næstunni. Ástæðan er sú að tekin hefur verið ákvörðun um að loka Hjartagáttinni, eða deild 10D, þann 7. júlí næstkomandi og flytja bráðastarfsemina á bráðamóttöku í Fossvogi. Þetta kemur fram í vikulegum pistli Páls Matthíassonar forstjóra á vef Landspítalans. Þjónusta hjartasérgreina í Fossvogi verður aukin samhliða lokun Hjartagáttarinnar og fleiri rúm opnuð á hjartadeildinni (14EG) við Hringbraut. „Öllum er ljóst að með þessu færist mikill þungi á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi þar sem þegar eru fyrir ærin verkefni og rúmlega það. Ég vil fullvissa ykkur um að allra leiða var leitað til að forða þessu en niðurstaðan var að grípa til þessa óyndisúrræðis,“ segir Páll. Páll segir að samdráttur verði í reglulegri starfsemi á Landspítala í sumar, venju samkvæmt. „Fyrir liggur að færri rúmum verður lokað í sumar miðað við síðasta sumar en þó gerum við ráð fyrir að áhrifin verði meiri að þessu sinni. Ástæðan er sú að lokanir standa yfir í lengri tíma og opin rúm í sumarbyrjun eru þegar færri en í fyrra.“ Páll segir að ástæða lokunar hjartagáttar sem og meginástæða fækkunar opinna rúma í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum. „Því miður hefur okkur ekki tekist að ráða nægilega marga til sumarafleysinga, né eru stöður hjúkrunarfræðinga fullmannaðar. Þetta er grafalvarleg staða. Sannarlega vantar í fleiri heilbrigðisstéttir til starfa á spítalanum, einkum sjúkraliða, lífeindafræðinga og geislafræðinga en sá skortur hefur ekki (enn) orðið til þess að draga hafi orðið úr starfsemi með þessum hætti,“ segir hann. Í pistli sínum fagnar Páll kjarasamningum ríkisins við ljósmæður. „Kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er afleitur kokteill enda hafa þær afar slæm áhrif inn í viðkvæma starfsemi,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi mun aukast enn frekar á næstunni. Ástæðan er sú að tekin hefur verið ákvörðun um að loka Hjartagáttinni, eða deild 10D, þann 7. júlí næstkomandi og flytja bráðastarfsemina á bráðamóttöku í Fossvogi. Þetta kemur fram í vikulegum pistli Páls Matthíassonar forstjóra á vef Landspítalans. Þjónusta hjartasérgreina í Fossvogi verður aukin samhliða lokun Hjartagáttarinnar og fleiri rúm opnuð á hjartadeildinni (14EG) við Hringbraut. „Öllum er ljóst að með þessu færist mikill þungi á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi þar sem þegar eru fyrir ærin verkefni og rúmlega það. Ég vil fullvissa ykkur um að allra leiða var leitað til að forða þessu en niðurstaðan var að grípa til þessa óyndisúrræðis,“ segir Páll. Páll segir að samdráttur verði í reglulegri starfsemi á Landspítala í sumar, venju samkvæmt. „Fyrir liggur að færri rúmum verður lokað í sumar miðað við síðasta sumar en þó gerum við ráð fyrir að áhrifin verði meiri að þessu sinni. Ástæðan er sú að lokanir standa yfir í lengri tíma og opin rúm í sumarbyrjun eru þegar færri en í fyrra.“ Páll segir að ástæða lokunar hjartagáttar sem og meginástæða fækkunar opinna rúma í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum. „Því miður hefur okkur ekki tekist að ráða nægilega marga til sumarafleysinga, né eru stöður hjúkrunarfræðinga fullmannaðar. Þetta er grafalvarleg staða. Sannarlega vantar í fleiri heilbrigðisstéttir til starfa á spítalanum, einkum sjúkraliða, lífeindafræðinga og geislafræðinga en sá skortur hefur ekki (enn) orðið til þess að draga hafi orðið úr starfsemi með þessum hætti,“ segir hann. Í pistli sínum fagnar Páll kjarasamningum ríkisins við ljósmæður. „Kjaradeilur og heilbrigðisþjónusta er afleitur kokteill enda hafa þær afar slæm áhrif inn í viðkvæma starfsemi,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira