Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. júní 2018 06:00 Krafturinn í gosinu hefur komið viðbragðsaðilum í opna skjöldu. Vísir/AFP Að minnsta kosti 62 höfðu í gær farist, hundruð höfðu slasast og tuga var saknað vegna eldgoss í eldfjallinu Volcan de Fuego í Gvatemala sem hófst á sunnudag. Búist er við því að talan fari hækkandi. Gosið er það mannskæðasta þar í landi í meira en öld. Eftir sextán og hálfs klukkutíma eldgos á sunnudaginn streymdi gusthlaup yfir nærliggjandi svæði í gær. Jimy Morales forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Þá hefur neyðarástandi sömuleiðis verið lýst yfir í nærliggjandi sveitum á meðan hamfarirnar standa yfir og björgunarstarf fer fram. „Kvikustreymið hefur flætt yfir farveg sinn og inn í bæinn El Rodeo. Margir íbúar eru slasaðir, brenndir og dánir,“ sagði Sergio Cabanas, framkvæmdastjóri hamfaravarna í Gvatemala, í neyðarútsendingu í útvarpi. Samkvæmt hamfaravörnum hafa rúmlega 3.000 þurft að yfirgefa heimili sín. Öll hin látnu, svo vitað sé, eru frá bæjunum El Rodeo, Alotenango og San Miguel los Lotes. Cabanas sagði hins vegar líklegt að fólk hefði farist sömuleiðis í bænum La Libertad. „Því miður grófst El Rodeo undir í hamförunum. Þá höfum við ekki náð að komast til La Libertad vegna kvikustraumsins. Kannski lést fólk líka þar,“ sagði Cabanas. „Við sluppum ekki öll undan gosinu. Ég held að þau hafi grafist undir í gosinu,“ sagði Consuelo Hernandez, sem var úti á akri þegar fjallið gaus, um fjölskyldu sína við starfsmann hamfaravarna í myndbandi sem birt var í gær. Um er að ræða annað gosið í eldfjallinu á árinu, en það er eitt hið virkasta í Rómönsku-Ameríku. Í febrúar gaus fjallið miklu öskugosi en mannfall var ekkert. Samkvæmt BBC er gosið á sunnudaginn hið mannskæðasta í Gvatemala frá árinu 1902. Þá gaus Santa Maria og felldi þúsundir. Gusthlaup, líkt og streymdi frá Volcan de Fuego í gær, geta verið afar hættuleg. Þá nær brennandi heit gjóskan ekki að stíga upp til himins heldur svífur hún niður fjallshlíðarnar. Hlaupin geta farið hratt yfir, hraðar en nærstaddir gera sér grein fyrir, eða allt að 700 kílómetra á klukkustund. Algengara er þó að hlaupin fari þó um eða upp úr hundrað kílómetra á klukkustund. Gosefnin í hlaupunum geta svo orðið gríðarlega heit, allt frá 200 og upp í 700 gráður, samkvæmt vísindablaðamanni BBC. Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Að minnsta kosti 62 höfðu í gær farist, hundruð höfðu slasast og tuga var saknað vegna eldgoss í eldfjallinu Volcan de Fuego í Gvatemala sem hófst á sunnudag. Búist er við því að talan fari hækkandi. Gosið er það mannskæðasta þar í landi í meira en öld. Eftir sextán og hálfs klukkutíma eldgos á sunnudaginn streymdi gusthlaup yfir nærliggjandi svæði í gær. Jimy Morales forseti hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg. Þá hefur neyðarástandi sömuleiðis verið lýst yfir í nærliggjandi sveitum á meðan hamfarirnar standa yfir og björgunarstarf fer fram. „Kvikustreymið hefur flætt yfir farveg sinn og inn í bæinn El Rodeo. Margir íbúar eru slasaðir, brenndir og dánir,“ sagði Sergio Cabanas, framkvæmdastjóri hamfaravarna í Gvatemala, í neyðarútsendingu í útvarpi. Samkvæmt hamfaravörnum hafa rúmlega 3.000 þurft að yfirgefa heimili sín. Öll hin látnu, svo vitað sé, eru frá bæjunum El Rodeo, Alotenango og San Miguel los Lotes. Cabanas sagði hins vegar líklegt að fólk hefði farist sömuleiðis í bænum La Libertad. „Því miður grófst El Rodeo undir í hamförunum. Þá höfum við ekki náð að komast til La Libertad vegna kvikustraumsins. Kannski lést fólk líka þar,“ sagði Cabanas. „Við sluppum ekki öll undan gosinu. Ég held að þau hafi grafist undir í gosinu,“ sagði Consuelo Hernandez, sem var úti á akri þegar fjallið gaus, um fjölskyldu sína við starfsmann hamfaravarna í myndbandi sem birt var í gær. Um er að ræða annað gosið í eldfjallinu á árinu, en það er eitt hið virkasta í Rómönsku-Ameríku. Í febrúar gaus fjallið miklu öskugosi en mannfall var ekkert. Samkvæmt BBC er gosið á sunnudaginn hið mannskæðasta í Gvatemala frá árinu 1902. Þá gaus Santa Maria og felldi þúsundir. Gusthlaup, líkt og streymdi frá Volcan de Fuego í gær, geta verið afar hættuleg. Þá nær brennandi heit gjóskan ekki að stíga upp til himins heldur svífur hún niður fjallshlíðarnar. Hlaupin geta farið hratt yfir, hraðar en nærstaddir gera sér grein fyrir, eða allt að 700 kílómetra á klukkustund. Algengara er þó að hlaupin fari þó um eða upp úr hundrað kílómetra á klukkustund. Gosefnin í hlaupunum geta svo orðið gríðarlega heit, allt frá 200 og upp í 700 gráður, samkvæmt vísindablaðamanni BBC.
Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34
Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43
Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43