Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. júní 2018 07:00 Katrín segir að taka verði mið af því að afkoma í sjávarútvegsgeiranum hafi farið versnandi Vísir/Sigtryggur „Veiðigjaldamálið er hneyksli, sprengja sem þau þorðu ekki að koma með fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ásýndin á ríkisstjórninni er sú að öll mál sem varða aldraða og öryrkja fara í nefnd en útgerðin er sett í forgang,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um frumvarp atvinnuveganefndar um breytingar á veiðigjöldum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vissulega rétt að frumvarpið sé seint fram komið. „Að því leyti til skil ég mætavel gagnrýni stjórnarandstöðunnar,“ segir Katrín. Hún harðneitar því að tímasetning á framlagningu frumvarpsins tengist sveitarstjórnarkosningunum. „Ég held að það eigi að fara varlega í að gera fólki upp einhverjar slíkar ástæður.“Sjá einnig: Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Katrín leggur áherslu á að þetta sé tímabundið frumvarp og það hafi verið óhjákvæmilegt að þingið myndi takast á við veiðigjöldin með einhverjum hætti. „Því annars fellur heimild til innheimtu veiðigjalda niður,“ segir hún. Það verði heldur ekki litið fram hjá því að afkoma greinarinnar hafi versnað mjög. Frumvarpið felur líka í sér þá breytingu að afkomutengd veiðigjöld miðist við afkomu sjávarútvegsins árið á undan í stað þess að miðast við afkomuna þremur árum áður.Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.„Það eru grundvallarspurningar sem við þurfum að svara á einhverjum tímapunkti á næstunni á vettvangi stjórnmálanna. Það er hvort við erum sammála því að færa álagninguna nær í tíma. Ég er sammála því. Hitt er hvort veiðigjöldin eigi að endurspegla afkomuna. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að veiðigjöldin eigi að vera afkomutengd. En það hefur það óhjákvæmilega í för með sér að verri afkoma skilar lægri gjöldum,“ segir Katrín. Þetta séu spurningar sem þingið þurfi að takast á við. Það hefur vakið athygli að atvinnuveganefnd leggur frumvarpið fram en ekki ráðherra. Athyglin beinist því meira að Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formanni nefndarinnar og þingmanni Vinstri grænna, en Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Katrín segir að þetta skýrist af því hversu seint frumvarpið var lagt fram. „Það er vel þekkt að þegar liðið er á þingið er einfaldara að meirihluti nefndar leggi mál fram heldur en að ráðherra leggi það fram. Þetta hefur oft verið gert og af því að málið er svona seint fram komið að þá var það samkomulag ráðherrans við meirihluta nefndarinnar að gera þetta svona. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var einn af þeim sem tók til máls á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 22:07 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Sjá meira
„Veiðigjaldamálið er hneyksli, sprengja sem þau þorðu ekki að koma með fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ásýndin á ríkisstjórninni er sú að öll mál sem varða aldraða og öryrkja fara í nefnd en útgerðin er sett í forgang,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um frumvarp atvinnuveganefndar um breytingar á veiðigjöldum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vissulega rétt að frumvarpið sé seint fram komið. „Að því leyti til skil ég mætavel gagnrýni stjórnarandstöðunnar,“ segir Katrín. Hún harðneitar því að tímasetning á framlagningu frumvarpsins tengist sveitarstjórnarkosningunum. „Ég held að það eigi að fara varlega í að gera fólki upp einhverjar slíkar ástæður.“Sjá einnig: Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Katrín leggur áherslu á að þetta sé tímabundið frumvarp og það hafi verið óhjákvæmilegt að þingið myndi takast á við veiðigjöldin með einhverjum hætti. „Því annars fellur heimild til innheimtu veiðigjalda niður,“ segir hún. Það verði heldur ekki litið fram hjá því að afkoma greinarinnar hafi versnað mjög. Frumvarpið felur líka í sér þá breytingu að afkomutengd veiðigjöld miðist við afkomu sjávarútvegsins árið á undan í stað þess að miðast við afkomuna þremur árum áður.Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.„Það eru grundvallarspurningar sem við þurfum að svara á einhverjum tímapunkti á næstunni á vettvangi stjórnmálanna. Það er hvort við erum sammála því að færa álagninguna nær í tíma. Ég er sammála því. Hitt er hvort veiðigjöldin eigi að endurspegla afkomuna. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að veiðigjöldin eigi að vera afkomutengd. En það hefur það óhjákvæmilega í för með sér að verri afkoma skilar lægri gjöldum,“ segir Katrín. Þetta séu spurningar sem þingið þurfi að takast á við. Það hefur vakið athygli að atvinnuveganefnd leggur frumvarpið fram en ekki ráðherra. Athyglin beinist því meira að Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formanni nefndarinnar og þingmanni Vinstri grænna, en Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Katrín segir að þetta skýrist af því hversu seint frumvarpið var lagt fram. „Það er vel þekkt að þegar liðið er á þingið er einfaldara að meirihluti nefndar leggi mál fram heldur en að ráðherra leggi það fram. Þetta hefur oft verið gert og af því að málið er svona seint fram komið að þá var það samkomulag ráðherrans við meirihluta nefndarinnar að gera þetta svona.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var einn af þeim sem tók til máls á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 22:07 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Sjá meira
„Ríkisstjórn hinna þriggja framsóknarflokka“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var einn af þeim sem tók til máls á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 22:07
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19