Óheimilt að synja fyrrverandi fanga um aðstoð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. júní 2018 06:30 Hafnarfjarðarbær synjaði fanga um fjárhagsaðstoð. Vísir/Daníel Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að fortakslaust ákvæði í reglum Hafnarfjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð standist ekki grundvallarreglur íslensks réttar um rétt til félagslegrar aðstoðar. Fyrrverandi fangi kvartaði til nefndarinnar eftir synjun bæjarins um fjárhagsaðstoð en hann hafði sótt um aðstoð á þeim grundvelli að hann stundaði háskólanám en þar sem hann sé á vanskilaskrá eigi hann ekki rétt á námsláni frá LÍN nema með ábyrgðarmanni, en ómögulegt geti reynst fyrir fyrrverandi fanga sem bíða gjaldþrot að fá ábyrgðarmann að láni.Guðmundur Ingi Þóroddsson.Umsókn mannsins var synjað með vísan til fortakslauss ákvæðis reglna bæjarins um að einstaklingar sem stunda nám sem er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, njóti ekki réttar til fjárhagsaðstoðar. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er á því byggt að umrætt ákvæði leiði í reynd til þess að ekki fari fram eiginlegt mat á aðstæðum umsækjenda og því hvort þeir geti séð sjálfum sér og fjölskyldum sínum farboða án aðstoðar. „Þar sem löggjafinn hefur eftirlátið stjórnvöldum mat til þess að geta tekið ákvörðun sem best hentar hag hvers aðila, með tilliti til allra aðstæðna, er stjórnvöldum óheimilt að afnema matið með því að setja til dæmis verklagsreglu sem tekur til allra mála, sambærilegra sem ósambærilegra.“ Formaður Afstöðu, félags fanga, fagnar niðurstöðunni og segir hana fordæmisgefandi. „Afstaða hefur margoft bent á að þeir verst stöddu í samfélaginu falli á milli skips og bryggju með fortakslausum ákvæðum sem þessu og að þau hefti möguleika þeirra sem ljúka afplánun til að byggja upp líf sitt að nýju. Það er því sérlega ánægjulegt að úrskurðarnefndin taki af allan vafa í þessu tiltekna máli og segi að meta þurfi aðstæður allra umsækjenda um fjárhagsaðstoð,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Sjá meira
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að fortakslaust ákvæði í reglum Hafnarfjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð standist ekki grundvallarreglur íslensks réttar um rétt til félagslegrar aðstoðar. Fyrrverandi fangi kvartaði til nefndarinnar eftir synjun bæjarins um fjárhagsaðstoð en hann hafði sótt um aðstoð á þeim grundvelli að hann stundaði háskólanám en þar sem hann sé á vanskilaskrá eigi hann ekki rétt á námsláni frá LÍN nema með ábyrgðarmanni, en ómögulegt geti reynst fyrir fyrrverandi fanga sem bíða gjaldþrot að fá ábyrgðarmann að láni.Guðmundur Ingi Þóroddsson.Umsókn mannsins var synjað með vísan til fortakslauss ákvæðis reglna bæjarins um að einstaklingar sem stunda nám sem er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, njóti ekki réttar til fjárhagsaðstoðar. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar er á því byggt að umrætt ákvæði leiði í reynd til þess að ekki fari fram eiginlegt mat á aðstæðum umsækjenda og því hvort þeir geti séð sjálfum sér og fjölskyldum sínum farboða án aðstoðar. „Þar sem löggjafinn hefur eftirlátið stjórnvöldum mat til þess að geta tekið ákvörðun sem best hentar hag hvers aðila, með tilliti til allra aðstæðna, er stjórnvöldum óheimilt að afnema matið með því að setja til dæmis verklagsreglu sem tekur til allra mála, sambærilegra sem ósambærilegra.“ Formaður Afstöðu, félags fanga, fagnar niðurstöðunni og segir hana fordæmisgefandi. „Afstaða hefur margoft bent á að þeir verst stöddu í samfélaginu falli á milli skips og bryggju með fortakslausum ákvæðum sem þessu og að þau hefti möguleika þeirra sem ljúka afplánun til að byggja upp líf sitt að nýju. Það er því sérlega ánægjulegt að úrskurðarnefndin taki af allan vafa í þessu tiltekna máli og segi að meta þurfi aðstæður allra umsækjenda um fjárhagsaðstoð,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Sjá meira