Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2018 21:00 Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að verða við öllum kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. Fjármálaráðherra hvatti þingmanninn til að kynna sér málin betur því hann vissi greinilega ekkert um hvað hann væri að tala. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra enn eina ferðina út í sölu Kaupþings á hlutum í Arion banka á Alþingi í morgun og forkaupsrétt ríkisins á bréfunum sem þingmaðurinn vill meina að ríkið hafi afsalað sér. „Undirlátssemi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart vogunarsjóðum Arion banka er makalaus. Allar kröfur vogunarsjóðanna hafa verið samþykktar. Sala hlutabréfa ríkisins á undirverði samþykkt möglunarlaust. Bankaskattur á vogunarsjóðina lækkaður möglunarlaust. Verðmætum forkaupsrétti afsalað möglunarlaust. Allt fyrir ekki neitt,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi og flokk hans ekki hafa svarað því hvar ætti að taka tugi milljarða fyrir kaupum ríkisins á Arion banka eins og flokkurinn legði til og hvað ætti síðan að gera við þau bréf. „Ég ætla að hvetja þingmanninn til að halda áfram að spyrja og halda áfram að lesa því hann veit greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut um þessi mál,“ sagði Bjarni. Það væri erfitt að átta sig á í hvað þingmaðurinn væri að vísa í málflutningi sínum. Fjármálaráðherra sagði allar upplýsingar um sölu hlutabréfa Arion hafa komið fram og byggðu á samningum sem gerðir hefðu verið á sínum tíma. Ríkið fengi stighækkandi hlut í sölu Kaupþings á hlutabréfum í Arion banka miðað við verðmæti þeirra sem færist sem greiðsla inn á skuldabréf sem ríkið gaf út við fall Kaupþings. „Að sjálfsögðu mun það ekki koma í ljós fyrr en allir hlutir Kaupþings hafa verið seldir í Arion banka hvernig það kemur út gagnvart afkomuskiptasamningnum. En sala á hlutabréfum rennur öll inn á skuldabréfið, þannig að já, ríkið fær greitt inn á skuldabréfið. Það er ekki verið að gefa neitt eftir,“ sagði Bjarni. Alþingi Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að verða við öllum kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. Fjármálaráðherra hvatti þingmanninn til að kynna sér málin betur því hann vissi greinilega ekkert um hvað hann væri að tala. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra enn eina ferðina út í sölu Kaupþings á hlutum í Arion banka á Alþingi í morgun og forkaupsrétt ríkisins á bréfunum sem þingmaðurinn vill meina að ríkið hafi afsalað sér. „Undirlátssemi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart vogunarsjóðum Arion banka er makalaus. Allar kröfur vogunarsjóðanna hafa verið samþykktar. Sala hlutabréfa ríkisins á undirverði samþykkt möglunarlaust. Bankaskattur á vogunarsjóðina lækkaður möglunarlaust. Verðmætum forkaupsrétti afsalað möglunarlaust. Allt fyrir ekki neitt,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi og flokk hans ekki hafa svarað því hvar ætti að taka tugi milljarða fyrir kaupum ríkisins á Arion banka eins og flokkurinn legði til og hvað ætti síðan að gera við þau bréf. „Ég ætla að hvetja þingmanninn til að halda áfram að spyrja og halda áfram að lesa því hann veit greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut um þessi mál,“ sagði Bjarni. Það væri erfitt að átta sig á í hvað þingmaðurinn væri að vísa í málflutningi sínum. Fjármálaráðherra sagði allar upplýsingar um sölu hlutabréfa Arion hafa komið fram og byggðu á samningum sem gerðir hefðu verið á sínum tíma. Ríkið fengi stighækkandi hlut í sölu Kaupþings á hlutabréfum í Arion banka miðað við verðmæti þeirra sem færist sem greiðsla inn á skuldabréf sem ríkið gaf út við fall Kaupþings. „Að sjálfsögðu mun það ekki koma í ljós fyrr en allir hlutir Kaupþings hafa verið seldir í Arion banka hvernig það kemur út gagnvart afkomuskiptasamningnum. En sala á hlutabréfum rennur öll inn á skuldabréfið, þannig að já, ríkið fær greitt inn á skuldabréfið. Það er ekki verið að gefa neitt eftir,“ sagði Bjarni.
Alþingi Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira