Vinnualkar eða fjölskyldufólk? Jóhann Skagfjörð Magnússon skrifar 8. júní 2018 15:37 Kennslu á þessu skólaári er lokið. Nemendur eru farnir í frí og eftir sitjum við kennararnir og vinnum hin ýmsu verkefni. Sjálfur er ég ánægður og stoltur með veturinn. Stoltur af að starfa í frábærum starfsmannahópi Salaskóla og þeirri vinnu sem ég lagði á mig í vetur, en fyrst og fremst er ég stoltur af nemendum mínum sem hver og einn tók framförum og óx og dafnaði. Ég hefi tekið þátt í gleði og sorgum þeirra, lagt mig fram á hverjum einasta degi að láta þeim líða vel og kenna þeim allt milli himins og jarðar; frá almennum brotum til félagslegra samskipta. Mér þykir endalaust vænt um þau og þykist vita að þeim þyki líka vænt um mig. Ég er þó ekki svo hrokafullur að halda að það sé þeim fyrir bestu að eyða meiri tíma með mér og minni tíma með foreldrum sínum. Eða að þau myndu frekar kjósa samveru með mér en foreldrum sínum. Ég veit að gæðastundir fjölskyldunnar eru lykilatriði í að ala upp hamingjusamt barn og góðan nemanda. Sem foreldri veit ég líka að lífshamingja mín eykst ekki í takt við að eyða meiri tíma í vinnunni. Hún eykst í takt við þann tíma sem ég get notað í sjálfsrækt og samveru með vinum og fjölskyldu. En við hugsum ekki öll eins. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. júní sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að frídagar barna umfram foreldra væru allt of margir og það væri of dýrt að senda börn á frístundaheimili, sumarnámskeið eða finna aðra afþreyingu. Þess vegna ætti að lengja skólaárið og um leið stytta skólaskyldu um eitt ár. Þá gætu launþegar verið meira í vinnunni og atvinnurekendur fengið litla þræla hagvaxtarins fyrr út á vinnumarkaðinn og stytt þannig áhyggjulaus æskuárin enn frekar. Fyrir utan að mála grunnskóla og tómstundastarfsemi upp sem geymslustaði fyrir börn fremur en staði þar sem þau vaxa og dafna, eflast og þroskast, þá fer framkvæmdarstjórinn einfaldlega með rangt mál í sumum tilvikum. Sumarfrí nemenda er t.d. ekki 14 vikur heldur 10,8. Og þó svo að sumarfrí nemenda í Danmörku sé 6 vikur skautaði höfundur framhjá þeirri staðreynd að í Danmörku eru tvisvar sinnum viku löng vetrarfrí, fyrir utan önnur frí sem við höfum ekki hér á landi. Var það gert viljandi eða óviljandi? Frístundaheimili og tómstundir kosta vissulega pening, en er ekki nærtækari og heilbrigðari leið að þrýsta á sveitarfélögin að lækka gjaldskrár sínar og þrýsta á ríkið að hækka barnabætur all verulega? Og já, frídagar barna eru fleiri en foreldra þeirra, en er þá ekki nærtækara að fjölga frídögum launþega? Hvað með að hafa þá 35 eins og í Danmörku?, svona fyrst framkvæmdarstjórinn vill bera okkur saman við Dani. Og ef við höldum samanburðinum áfram er vinnuvika Dana styttri en Íslendinga. En framkvæmdarstjórinn vill ekki fá svona staðreyndir inn í samanburðinn sinn. Hann velur það sem hentar honum best. Við Íslendingar þurfum að ákveða hvaða leið við viljum fara. Viljum við festa okkur enn betur í sessi sem sú Norðurlandaþjóð sem vinnur mest eða viljum við einblína á það sem skiptir mestu máli, börnin okkar? Ég veit hvaða leið ég vil fara.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Róttæk hugsun Fastir pennar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Undirfjármagnaður Háskóli Aron Ólafsson Skoðun Bæði betra Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Sjá meira
Kennslu á þessu skólaári er lokið. Nemendur eru farnir í frí og eftir sitjum við kennararnir og vinnum hin ýmsu verkefni. Sjálfur er ég ánægður og stoltur með veturinn. Stoltur af að starfa í frábærum starfsmannahópi Salaskóla og þeirri vinnu sem ég lagði á mig í vetur, en fyrst og fremst er ég stoltur af nemendum mínum sem hver og einn tók framförum og óx og dafnaði. Ég hefi tekið þátt í gleði og sorgum þeirra, lagt mig fram á hverjum einasta degi að láta þeim líða vel og kenna þeim allt milli himins og jarðar; frá almennum brotum til félagslegra samskipta. Mér þykir endalaust vænt um þau og þykist vita að þeim þyki líka vænt um mig. Ég er þó ekki svo hrokafullur að halda að það sé þeim fyrir bestu að eyða meiri tíma með mér og minni tíma með foreldrum sínum. Eða að þau myndu frekar kjósa samveru með mér en foreldrum sínum. Ég veit að gæðastundir fjölskyldunnar eru lykilatriði í að ala upp hamingjusamt barn og góðan nemanda. Sem foreldri veit ég líka að lífshamingja mín eykst ekki í takt við að eyða meiri tíma í vinnunni. Hún eykst í takt við þann tíma sem ég get notað í sjálfsrækt og samveru með vinum og fjölskyldu. En við hugsum ekki öll eins. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. júní sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að frídagar barna umfram foreldra væru allt of margir og það væri of dýrt að senda börn á frístundaheimili, sumarnámskeið eða finna aðra afþreyingu. Þess vegna ætti að lengja skólaárið og um leið stytta skólaskyldu um eitt ár. Þá gætu launþegar verið meira í vinnunni og atvinnurekendur fengið litla þræla hagvaxtarins fyrr út á vinnumarkaðinn og stytt þannig áhyggjulaus æskuárin enn frekar. Fyrir utan að mála grunnskóla og tómstundastarfsemi upp sem geymslustaði fyrir börn fremur en staði þar sem þau vaxa og dafna, eflast og þroskast, þá fer framkvæmdarstjórinn einfaldlega með rangt mál í sumum tilvikum. Sumarfrí nemenda er t.d. ekki 14 vikur heldur 10,8. Og þó svo að sumarfrí nemenda í Danmörku sé 6 vikur skautaði höfundur framhjá þeirri staðreynd að í Danmörku eru tvisvar sinnum viku löng vetrarfrí, fyrir utan önnur frí sem við höfum ekki hér á landi. Var það gert viljandi eða óviljandi? Frístundaheimili og tómstundir kosta vissulega pening, en er ekki nærtækari og heilbrigðari leið að þrýsta á sveitarfélögin að lækka gjaldskrár sínar og þrýsta á ríkið að hækka barnabætur all verulega? Og já, frídagar barna eru fleiri en foreldra þeirra, en er þá ekki nærtækara að fjölga frídögum launþega? Hvað með að hafa þá 35 eins og í Danmörku?, svona fyrst framkvæmdarstjórinn vill bera okkur saman við Dani. Og ef við höldum samanburðinum áfram er vinnuvika Dana styttri en Íslendinga. En framkvæmdarstjórinn vill ekki fá svona staðreyndir inn í samanburðinn sinn. Hann velur það sem hentar honum best. Við Íslendingar þurfum að ákveða hvaða leið við viljum fara. Viljum við festa okkur enn betur í sessi sem sú Norðurlandaþjóð sem vinnur mest eða viljum við einblína á það sem skiptir mestu máli, börnin okkar? Ég veit hvaða leið ég vil fara.Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar