Arnar Már: Bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu Smári Jökull Jónsson skrifar 30. maí 2018 21:47 Arnar Már í leik gegn Blikum á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm „Tilfinningin er ógeðslega góð, þetta er náttúrulega bikarleikur og það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og sérstaklega þegar maður skorar sigurmarkið sjálfur á lokamínútunum. Þetta er geggjað,“ sagði Arnar Már Guðjónsson sem var hetja Skagamanna sem slógu út Grindavík í Mjólkurbikarnum í kvöld. Skagamenn hafa byrjað vel í Inkasso-deildinni og flestir spá þeim rakleiðis upp í deild hinna bestu á ný, þaðan sem þeir féllu í fyrra. Arnar Már sagði þá vilja leggja púður í bikarkeppnina. „Við fáum að spila á móti Grindavík sem er topplið í Pepsi-deildinni og þetta eru leikirnir sem maður villa spila, á móti bestu liðunum. Mér fannst við sýna það að við eigum í fullu tré við þá,“ bætti Arnar Már við og var á því að sigurinn í kvöld hefði verið sanngjarn. „Mér fannst það. Fyrri hálfleikur var erfiður því við náðum ekki að loka á vængbakverðina þeirra en mér fannst þetta sanngjarnt,“ en Skagamenn breyttu yfir í fimm manna varnarlínu fljótlega í síðari hálfleiknum. Mark Arnars kom á 88.mínútu og gerði hann það vel, skoraði af stuttu færi eftir fín tilþrif í teignum. „Ég sá að Höddi var að fara að negla honum á fjær og að Stebbi myndi missa af honum. Ég bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu sem endaði í markinu.“ Skagamaðurinn hressi var sammála þjálfara sínum í því að hann vildi fá heimaleik í næstu umferð og var alveg með það á hreinu hvernig hann myndi fagna í kvöld. „Ég vil ekki útileik. Nú ætla ég að njóta þess aðeins að vera kominn áfram, hendi kannski mynd á Grammið í kvöld og nýt þess og svo spáum við í framhaldinu á morgun,“ sagði hetja Skagamanna að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍA 1-2 | Skagamenn áfram eftir sigurmark í lokin gegn Grindavík Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu. 30. maí 2018 22:15 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
„Tilfinningin er ógeðslega góð, þetta er náttúrulega bikarleikur og það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og sérstaklega þegar maður skorar sigurmarkið sjálfur á lokamínútunum. Þetta er geggjað,“ sagði Arnar Már Guðjónsson sem var hetja Skagamanna sem slógu út Grindavík í Mjólkurbikarnum í kvöld. Skagamenn hafa byrjað vel í Inkasso-deildinni og flestir spá þeim rakleiðis upp í deild hinna bestu á ný, þaðan sem þeir féllu í fyrra. Arnar Már sagði þá vilja leggja púður í bikarkeppnina. „Við fáum að spila á móti Grindavík sem er topplið í Pepsi-deildinni og þetta eru leikirnir sem maður villa spila, á móti bestu liðunum. Mér fannst við sýna það að við eigum í fullu tré við þá,“ bætti Arnar Már við og var á því að sigurinn í kvöld hefði verið sanngjarn. „Mér fannst það. Fyrri hálfleikur var erfiður því við náðum ekki að loka á vængbakverðina þeirra en mér fannst þetta sanngjarnt,“ en Skagamenn breyttu yfir í fimm manna varnarlínu fljótlega í síðari hálfleiknum. Mark Arnars kom á 88.mínútu og gerði hann það vel, skoraði af stuttu færi eftir fín tilþrif í teignum. „Ég sá að Höddi var að fara að negla honum á fjær og að Stebbi myndi missa af honum. Ég bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu sem endaði í markinu.“ Skagamaðurinn hressi var sammála þjálfara sínum í því að hann vildi fá heimaleik í næstu umferð og var alveg með það á hreinu hvernig hann myndi fagna í kvöld. „Ég vil ekki útileik. Nú ætla ég að njóta þess aðeins að vera kominn áfram, hendi kannski mynd á Grammið í kvöld og nýt þess og svo spáum við í framhaldinu á morgun,“ sagði hetja Skagamanna að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍA 1-2 | Skagamenn áfram eftir sigurmark í lokin gegn Grindavík Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu. 30. maí 2018 22:15 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍA 1-2 | Skagamenn áfram eftir sigurmark í lokin gegn Grindavík Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu. 30. maí 2018 22:15