Aganefndin klofnaði í ákvörðun refsingar Hjörvar Ólafsson skrifar 22. maí 2018 10:30 Gísli Þorgeir gengur hér vankaður af velli og Andri Heimir nýbúinn að tala við hann. Andri Heimir Friðriksson, leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistara í handbolta karla, ÍBV, mun hefja næsta keppnistímabil í leikbanni. Aganefnd HSÍ hafði áður úrskurðað Andra Heimi í eins leiks bann fyrir brot hans á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, leikmanni FH, og tók Andri Heimir það leikbann út í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís-deildarinnar á laugardaginn. Í úrskurði aganefndar frá því um helgina um eins leiks bannið kom fram að aganefndin ætlaði að úrskurða að nýju um brot Andra Heimis eftir að liðin hefðu skilað greinargerð um málið. Seinni úrskurðurinn skæri úr um hvort Andra Heimi bæri að refsa frekar en gert hafði verið. Mismunandi túlkun á reglugerð Nefndarmenn í aganefnd HSÍ urðu ósammála um það hvort refsa bæri Andra Heimi frekar og kristallast í úrskurði meirihluta og sératkvæði minnihluta munur á afstöðu nefndarmanna til þess annars vegar hvort brot Andra Heimis sé svo gróft að það skaði íslenskan handbolta og hins vegar hversu víðtæka heimild stjórn HSÍ hefur til þess að skjóta málum til aganefndar. Meirihluti aganefndarinnar tekur í fyrsta lagi fram að nefndin sé sjálfstæð í störfum sínum og hún lúti ekki boðvaldi stjórnar HSÍ. Þá telur meirihlutinn að stjórn HSÍ sé heimilt að vísa til aganefndarinnar atvikum sem ekki koma fram í atvikaskýrslu dómara og eru þess eðlis að skaðað geti ímynd handboltaíþróttarinnar. Það er, að fari grófleiki brots framhjá dómara leikja og ekki komi fram í atvikaskýrslu dómara skýrsla um brotið geti stjórn HSÍ skotið atvikinu til aganefndar til úrskurðar telji hún brotið svo alvarlegt að það geti skaðað ímynd handboltans á Íslandi. Þessu er minnihlutinn hins vegar ósammála og telur að vísa hefði átt málinu frá þar sem brotið hefði ekki áhrif á úrslit leiksins. Stjórn HSÍ eigi eingöngu að geta vísað máli til aganefndarinnar sé um rangan dóm að ræða. Minnihlutinn telur enn fremur að ákvörðun stjórnar HSÍ hafi verið tekin undir þrýstingi fjöl- og samskiptamiðla og þessi úrskurður gæti leitt af sér ormagryfju sem muni lýsa sér í því að kærum vegna starfa dómara muni fjölga umtalsvert í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03 Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32 HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33 Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Andri Heimir Friðriksson, leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistara í handbolta karla, ÍBV, mun hefja næsta keppnistímabil í leikbanni. Aganefnd HSÍ hafði áður úrskurðað Andra Heimi í eins leiks bann fyrir brot hans á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, leikmanni FH, og tók Andri Heimir það leikbann út í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís-deildarinnar á laugardaginn. Í úrskurði aganefndar frá því um helgina um eins leiks bannið kom fram að aganefndin ætlaði að úrskurða að nýju um brot Andra Heimis eftir að liðin hefðu skilað greinargerð um málið. Seinni úrskurðurinn skæri úr um hvort Andra Heimi bæri að refsa frekar en gert hafði verið. Mismunandi túlkun á reglugerð Nefndarmenn í aganefnd HSÍ urðu ósammála um það hvort refsa bæri Andra Heimi frekar og kristallast í úrskurði meirihluta og sératkvæði minnihluta munur á afstöðu nefndarmanna til þess annars vegar hvort brot Andra Heimis sé svo gróft að það skaði íslenskan handbolta og hins vegar hversu víðtæka heimild stjórn HSÍ hefur til þess að skjóta málum til aganefndar. Meirihluti aganefndarinnar tekur í fyrsta lagi fram að nefndin sé sjálfstæð í störfum sínum og hún lúti ekki boðvaldi stjórnar HSÍ. Þá telur meirihlutinn að stjórn HSÍ sé heimilt að vísa til aganefndarinnar atvikum sem ekki koma fram í atvikaskýrslu dómara og eru þess eðlis að skaðað geti ímynd handboltaíþróttarinnar. Það er, að fari grófleiki brots framhjá dómara leikja og ekki komi fram í atvikaskýrslu dómara skýrsla um brotið geti stjórn HSÍ skotið atvikinu til aganefndar til úrskurðar telji hún brotið svo alvarlegt að það geti skaðað ímynd handboltans á Íslandi. Þessu er minnihlutinn hins vegar ósammála og telur að vísa hefði átt málinu frá þar sem brotið hefði ekki áhrif á úrslit leiksins. Stjórn HSÍ eigi eingöngu að geta vísað máli til aganefndarinnar sé um rangan dóm að ræða. Minnihlutinn telur enn fremur að ákvörðun stjórnar HSÍ hafi verið tekin undir þrýstingi fjöl- og samskiptamiðla og þessi úrskurður gæti leitt af sér ormagryfju sem muni lýsa sér í því að kærum vegna starfa dómara muni fjölga umtalsvert í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03 Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32 HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33 Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03
Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32
HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33
Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30