Zuckerberg kemur fyrir Evrópuþing Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2018 16:15 Í dag verður Zuckerberg gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica.. Vísir/EPA Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kemur fyrir Evrópuþingið og verður fundinum streymt í beinni útsendingu. Fundurinn fer fram í Brussel. Hann hefur fram til þessa neitað að svara spurningum breska löggjafans, hvort sem er rafrænt eða í eigin persónu. Í dag verður honum gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni síðan í ljós kom að greiningarfyrirækið, sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, komst yfir upplýsingarnar og hagnýtti þær í eigin þágu. Damian Collins, formaður bresku fjölmiðlanefndar þingsins, segir að þrátt fyrir að Zuckerberg komi fyrir Evrópuþingið sé enn mjög mikilvægt að hann svari spurningum Breta því enn sé margt á huldu. „En ef Mark Zuckerberg neitar gagngert að svara okkur þá neyðumst við til að biðja samstarfsfélaga okkar hjá Evrópuþinginu um að hjálpa okkur að fá þau svör sem við þurfum.“ Collins vill vita hvaða aðilar innan Facebook vissu um Cambridge Analytica gjörninginn og hvenær. Honum leikur þá einnig hugur á að vita meira um pólitískar auglýsingar sem „haldi áfram að grafa undan lýðræðinu,“hefur Reuters eftir Collins.Tajani náði að sannfæra Zuckerberg Upphaflega féllst Zuckerberg einkum á lokaðan fund en forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, sagðist hafa náð að sannfæra Zuckerberg um hafa fundinn aðgengilegan fyrir almenning að því er fram kemur á vef Guardian. Miklar vonir eru bundnar við fundinn því afar stirt hefur verið á milli Evrópusambandsins og stjórnenda Facebook. Evrópusambandið hefur þrálátlega beðið Zuckerberg um að koma fyrir hinar margvíslegu nefndir sambandsins; menningar- fjölmiðla og tækninefnd. Nefndirnar þurfa á skýringum Zuckerbergs að halda fyrir rannsókn Evrópusambandsins á falsfréttum. Á morgun heldur Zuckerberg á fund Emmanuels Macron, forseta Frakklands.Viðurkenndi mistök Um miðjan apríl kom Zuckerberg tvívegis fyrir Bandaríkjaþing, annars vegar fyrir nefndum öldungadeildar þingsins og hins vegar fyrir þingnefnd. Fundirnir voru aðgengilegir í streymi. Zuckerberg viðurkenndi að hafa gert mistök í máli breska geiningarfyrirtækisins. Eftir á að hyggja hefðu það verið mistök að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnunum án þess að rannsaka málið frekar.Hér að neðan er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Tengdar fréttir Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kemur fyrir Evrópuþingið og verður fundinum streymt í beinni útsendingu. Fundurinn fer fram í Brussel. Hann hefur fram til þessa neitað að svara spurningum breska löggjafans, hvort sem er rafrænt eða í eigin persónu. Í dag verður honum gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni síðan í ljós kom að greiningarfyrirækið, sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, komst yfir upplýsingarnar og hagnýtti þær í eigin þágu. Damian Collins, formaður bresku fjölmiðlanefndar þingsins, segir að þrátt fyrir að Zuckerberg komi fyrir Evrópuþingið sé enn mjög mikilvægt að hann svari spurningum Breta því enn sé margt á huldu. „En ef Mark Zuckerberg neitar gagngert að svara okkur þá neyðumst við til að biðja samstarfsfélaga okkar hjá Evrópuþinginu um að hjálpa okkur að fá þau svör sem við þurfum.“ Collins vill vita hvaða aðilar innan Facebook vissu um Cambridge Analytica gjörninginn og hvenær. Honum leikur þá einnig hugur á að vita meira um pólitískar auglýsingar sem „haldi áfram að grafa undan lýðræðinu,“hefur Reuters eftir Collins.Tajani náði að sannfæra Zuckerberg Upphaflega féllst Zuckerberg einkum á lokaðan fund en forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, sagðist hafa náð að sannfæra Zuckerberg um hafa fundinn aðgengilegan fyrir almenning að því er fram kemur á vef Guardian. Miklar vonir eru bundnar við fundinn því afar stirt hefur verið á milli Evrópusambandsins og stjórnenda Facebook. Evrópusambandið hefur þrálátlega beðið Zuckerberg um að koma fyrir hinar margvíslegu nefndir sambandsins; menningar- fjölmiðla og tækninefnd. Nefndirnar þurfa á skýringum Zuckerbergs að halda fyrir rannsókn Evrópusambandsins á falsfréttum. Á morgun heldur Zuckerberg á fund Emmanuels Macron, forseta Frakklands.Viðurkenndi mistök Um miðjan apríl kom Zuckerberg tvívegis fyrir Bandaríkjaþing, annars vegar fyrir nefndum öldungadeildar þingsins og hins vegar fyrir þingnefnd. Fundirnir voru aðgengilegir í streymi. Zuckerberg viðurkenndi að hafa gert mistök í máli breska geiningarfyrirtækisins. Eftir á að hyggja hefðu það verið mistök að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnunum án þess að rannsaka málið frekar.Hér að neðan er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu.
Tengdar fréttir Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30
Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45