Ef Obama komst heim í kvöldmat – af hverju þá ekki þú? Herdís Pála Pálsdóttir skrifar 23. maí 2018 06:00 Ert þú enn á þeim stað að telja að starfsmaðurinn sem mætir fyrstur á morgnana og fer síðastur heim sé sá starfsmaður sem vinni mest og sé tryggastur vinnustaðnum? Ert þú enn á þeim stað að telja að álag í vinnu sé bara mælt í fjölda skráðra vinnustunda? Ert þú enn á þeim stað að telja að það að taka tíma á vinnustaðnum til að fjalla um streitu, svefn og andlega heilsu sé óþarfi og lýsi einhverri óþarfa linkind? Nýlega var haldin afmælisráðstefna Virk og þar var ég með erindi þar sem ég talaði til forstjóra framtíðarinnar. Því var bæði beint til þeirra sem eru forstjórar í dag og ætla sér að vera það áfram og þeirra sem eiga eftir að setjast í forstjórastóla. Fram er kominn fjöldi rannsókna og fjöldi útgefinna bóka virtra fræðimanna sem tala á nýjan hátt um vinnusambönd, starfsánægju og framleiðni. Í framtíðinni, sem kannski er bara þegar komin, gerir starfsfólk aðrar kröfur en áður fyrr. Kannski ekki síst þar sem margt í fortíðinni, og kannski nútíðinni, er ekki að skila þeim árangri sem við höldum eða vonumst eftir. Vinnuveitendur leita eftir aukinni framleiðni og bættum rekstrarniðurstöðum – starfsfólk leitar eftir auknum lífsgæðum. Það eru til leiðir til að láta þetta fara saman. Það er kominn tími á að stýra með nýjum hætti. Stjórnendur, og þá kannski ekki síst forstjórar, kunna að þurfa að endurmennta sig, endurskoða eldri hugmyndir sínar og hafa sjálfstraust til að sjá að aukinn sveigjanleiki í starfshlutfalli og vinnutíma, fjarvinna og samtöl um andlega heilsu og almenna vellíðan mun skila árangri. Vinnustaðir þar sem mannauðsstjórnun er sinnt með faglegum hætti, þar sem forstjóri og mannauðsstjóri vinna vel saman, að því að skapa heilbrigðan og eftirsóknarverðan vinnustað hlýtur að vera nokkuð sem alla fyrirtækjaeigendur dreymir um. Hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Enda fer samkeppni um hæft og gott starfsfólk bara vaxandi og mönnun og menning vinnustaða hefur mjög mikil áhrif á árangur og rekstrarniðurstöður á hverjum tíma.Höfundur er FKA-félagskona, fyrirlesari og áhugamanneskja um stjórnun og árangur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ert þú enn á þeim stað að telja að starfsmaðurinn sem mætir fyrstur á morgnana og fer síðastur heim sé sá starfsmaður sem vinni mest og sé tryggastur vinnustaðnum? Ert þú enn á þeim stað að telja að álag í vinnu sé bara mælt í fjölda skráðra vinnustunda? Ert þú enn á þeim stað að telja að það að taka tíma á vinnustaðnum til að fjalla um streitu, svefn og andlega heilsu sé óþarfi og lýsi einhverri óþarfa linkind? Nýlega var haldin afmælisráðstefna Virk og þar var ég með erindi þar sem ég talaði til forstjóra framtíðarinnar. Því var bæði beint til þeirra sem eru forstjórar í dag og ætla sér að vera það áfram og þeirra sem eiga eftir að setjast í forstjórastóla. Fram er kominn fjöldi rannsókna og fjöldi útgefinna bóka virtra fræðimanna sem tala á nýjan hátt um vinnusambönd, starfsánægju og framleiðni. Í framtíðinni, sem kannski er bara þegar komin, gerir starfsfólk aðrar kröfur en áður fyrr. Kannski ekki síst þar sem margt í fortíðinni, og kannski nútíðinni, er ekki að skila þeim árangri sem við höldum eða vonumst eftir. Vinnuveitendur leita eftir aukinni framleiðni og bættum rekstrarniðurstöðum – starfsfólk leitar eftir auknum lífsgæðum. Það eru til leiðir til að láta þetta fara saman. Það er kominn tími á að stýra með nýjum hætti. Stjórnendur, og þá kannski ekki síst forstjórar, kunna að þurfa að endurmennta sig, endurskoða eldri hugmyndir sínar og hafa sjálfstraust til að sjá að aukinn sveigjanleiki í starfshlutfalli og vinnutíma, fjarvinna og samtöl um andlega heilsu og almenna vellíðan mun skila árangri. Vinnustaðir þar sem mannauðsstjórnun er sinnt með faglegum hætti, þar sem forstjóri og mannauðsstjóri vinna vel saman, að því að skapa heilbrigðan og eftirsóknarverðan vinnustað hlýtur að vera nokkuð sem alla fyrirtækjaeigendur dreymir um. Hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Enda fer samkeppni um hæft og gott starfsfólk bara vaxandi og mönnun og menning vinnustaða hefur mjög mikil áhrif á árangur og rekstrarniðurstöður á hverjum tíma.Höfundur er FKA-félagskona, fyrirlesari og áhugamanneskja um stjórnun og árangur
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar