Misskilningur Magnús Guðmundsson skrifar 23. maí 2018 10:00 Heimildarmyndagerð hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á síðustu árum. Skýringin kann að felast í auknu aðgengi í gegnum efnisveitur en líka í veikri stöðu fjölmiðla þar sem fjármagn til rannsóknarblaðamennsku er af skornum skammti. En hvað sem því líður þá hefur samfélagslegt mikilvægi heimildarmynda aukist til muna og því mikilvægt að skilja miðilinn. Undir yfirborðinu, heimildarmynd um laxeldi í sjókvíum og möguleg neikvæð áhrif þess iðnaðar, eftir Þorstein Joð Vilhjálmsson var nýverið sýnd á RÚV. Í myndinni kemur fram margt sem samfélagið þarf að ræða undir handleiðslu sérfræðinga sem hafa engra hagsmuna að gæta. Það reyndar stóð ekki á viðbrögðum hagsmunaaðila en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði að Undir yfirborðinu væri ekki heimildarmynd í þeim skilningi orðsins. Fleiri hagsmunaaðilar tóku í sama streng en minna fór fyrir málefnalegri umræðu um mögulega skaðsemi af starfseminni. Þessi gagnrýni er annaðhvort sett fram til þess að afvegaleiða umræðuna eða að viðkomandi eru að misskilja eðli heimildarmynda. Í Undir yfirborðinu er ekki dregin dul á að þar er fjallað um mögulega skaðsemi af laxeldi í sjókvíum. Það er mál sem er verið að krefja samfélagið um að ræða með faglegum hætti. Sem dæmi um slíkar heimildarmyndir eru Bowling for Columbine, eftir Michael Moore og Super Size Me, eftir Morgan Spurlock. Myndir sem fá mann til þess að hugsa, kynna sér jafnvel málið enn frekar og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Í Undir yfirborðinu er með sambærilegum hætti verið að hvetja samfélagið til þess að fara í þá umræðu hvort laxeldi í opnum sjókvíum sé áhættunnar virði fyrir byggðarlögin, náttúruna, villta laxastofna og komandi kynslóðir. Myndin er ekki einhvers konar fréttaskýringarþáttur um kosti og galla þessarar starfsemi heldur dregur fram mögulegar afleiðingar fyrir náttúruna og samfélagið. Mögulega útrýmingu villtra íslenskra laxastofna, mengun í fjörðum, skaðleg áhrif á lífríkið, takmarkaðan ávinning dreifðra byggða og fleira mætti til taka. Um þetta er myndin og þetta er það sem við sem samfélag þurfum að ræða og það án þess að þeirri umræðu sé stýrt af þeim sem hafa fjárhagslegra eða jafnvel tilfinningalegra hagsmuna að gæta. Hvort sem það eru norskir auðmenn, fulltrúar þeirra, veiðirétthafar eða breskir laxveiðimenn. Þegar horft er á mynd á borð við Undir yfirborðinu er einmitt allt að því áþreifanlegt að þar er stundum verið að tala við hagsmunaaðila til beggja átta. Það er eðlilegt að allir fái að láta rödd sína heyrast og reynt sé að draga upp skýra heildarmynd af málinu. En það sem hlýtur að vega þyngst í myndinni eru þær raddir sem hafa engra hagsmuna að gæta en búa hins vegar yfir mestri þekkingu. Undir yfirborðinu er þannig mynd sem krefur okkur um að hugsa og leggja okkur eftir öllum staðreyndum málsins og er því svo sannarlega heimildarmynd. En hvort öllum hagsmunaaðilum líkar það sem þar kemur fram er annað mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Heimildarmyndagerð hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á síðustu árum. Skýringin kann að felast í auknu aðgengi í gegnum efnisveitur en líka í veikri stöðu fjölmiðla þar sem fjármagn til rannsóknarblaðamennsku er af skornum skammti. En hvað sem því líður þá hefur samfélagslegt mikilvægi heimildarmynda aukist til muna og því mikilvægt að skilja miðilinn. Undir yfirborðinu, heimildarmynd um laxeldi í sjókvíum og möguleg neikvæð áhrif þess iðnaðar, eftir Þorstein Joð Vilhjálmsson var nýverið sýnd á RÚV. Í myndinni kemur fram margt sem samfélagið þarf að ræða undir handleiðslu sérfræðinga sem hafa engra hagsmuna að gæta. Það reyndar stóð ekki á viðbrögðum hagsmunaaðila en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði að Undir yfirborðinu væri ekki heimildarmynd í þeim skilningi orðsins. Fleiri hagsmunaaðilar tóku í sama streng en minna fór fyrir málefnalegri umræðu um mögulega skaðsemi af starfseminni. Þessi gagnrýni er annaðhvort sett fram til þess að afvegaleiða umræðuna eða að viðkomandi eru að misskilja eðli heimildarmynda. Í Undir yfirborðinu er ekki dregin dul á að þar er fjallað um mögulega skaðsemi af laxeldi í sjókvíum. Það er mál sem er verið að krefja samfélagið um að ræða með faglegum hætti. Sem dæmi um slíkar heimildarmyndir eru Bowling for Columbine, eftir Michael Moore og Super Size Me, eftir Morgan Spurlock. Myndir sem fá mann til þess að hugsa, kynna sér jafnvel málið enn frekar og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Í Undir yfirborðinu er með sambærilegum hætti verið að hvetja samfélagið til þess að fara í þá umræðu hvort laxeldi í opnum sjókvíum sé áhættunnar virði fyrir byggðarlögin, náttúruna, villta laxastofna og komandi kynslóðir. Myndin er ekki einhvers konar fréttaskýringarþáttur um kosti og galla þessarar starfsemi heldur dregur fram mögulegar afleiðingar fyrir náttúruna og samfélagið. Mögulega útrýmingu villtra íslenskra laxastofna, mengun í fjörðum, skaðleg áhrif á lífríkið, takmarkaðan ávinning dreifðra byggða og fleira mætti til taka. Um þetta er myndin og þetta er það sem við sem samfélag þurfum að ræða og það án þess að þeirri umræðu sé stýrt af þeim sem hafa fjárhagslegra eða jafnvel tilfinningalegra hagsmuna að gæta. Hvort sem það eru norskir auðmenn, fulltrúar þeirra, veiðirétthafar eða breskir laxveiðimenn. Þegar horft er á mynd á borð við Undir yfirborðinu er einmitt allt að því áþreifanlegt að þar er stundum verið að tala við hagsmunaaðila til beggja átta. Það er eðlilegt að allir fái að láta rödd sína heyrast og reynt sé að draga upp skýra heildarmynd af málinu. En það sem hlýtur að vega þyngst í myndinni eru þær raddir sem hafa engra hagsmuna að gæta en búa hins vegar yfir mestri þekkingu. Undir yfirborðinu er þannig mynd sem krefur okkur um að hugsa og leggja okkur eftir öllum staðreyndum málsins og er því svo sannarlega heimildarmynd. En hvort öllum hagsmunaaðilum líkar það sem þar kemur fram er annað mál.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar