Fannar og Donni til Eyja Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2018 10:30 Fannar Þór Friðgeirsson er á heimleið og er búinn að semja við ÍBV. VÍSIR/GETTY Íslandsmeistarar ÍBV eru strax farnir að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur og voru í raun búnir að því áður en að tímabilið kláraðist. Eyjamenn eru búnir að ganga frá samningum við leikstjórnandann Fannar Þór Friðgeirsson og stórskyttuna Kristján Örn Kristjánsson, betur þekktan sem Donna, samkvæmt heimildum Vísis. Fannar, sem er uppalinn hjá Val, er að koma heim úr atvinnumennsku. Hann hefur spilað með Hamm-Westfalen í þýsku 2. deildinni undanfarin ár en var áður á mála hjá Hage, Grosswallstadt, Wetzlar og Emsdetten. Fannar, sem er þrítugur og á ellefu landsleiki að baki, verður mikill liðsstyrkur fyrir Eyjamenn en óvíst er hvort núverandi leikstjórnandi liðsins, Róbert Aron Hostert, verði áfram í herbúðum Eyjamanna. Hann er eftirsóttur á fasta landinu.Kristján Örn, eða Donni, fer frá Fjölni til ÍBV.vísir/antonKristján Örn, eða Donni, er tvítug örvhent skytta sem er uppalinn hjá Fjölni en hann spilaði í fyrsta sinn í efstu deild með Fjölnismönnum í Olís-deildinni í vetur en liðið féll eftir hetjulega baráttu. Þessi magnaða skytta var ein af stjörnum deildarinnar en Kristján Örn skoraði sjö mörk að meðaltali í leik með 53,5 prósent skotnýtingu og gaf 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik auk þess sem hann var með 3,5 löglegar stöðvanir. Kristján Örn var í fjórða sæti á lista HB Statz yfir bestu leikmenn deildarinnar með 7,83 í heildareinkunn en það er sama einkunn og undrabarnið Haukur Þrastarson í Selfossi var með fyrir frammistöðu sína í deildarkeppninni. Donni mun leysa af Agnar Smára Jónsson í hægri skyttunni hjá ÍBV en Agnar Smári er á leiðinni til uppeldisfélagsins Vals. Hann kvaddi ÍBV með tveimur Íslandsmeistaratitlum (2014 og 2018) og tveimur bikarmeistaratitlum (2015 og 2018). Erlingur Richardsson tekur nú við þjálfun Eyjaliðsins af Arnari Péturssyni sem lét af störfum eftir tímabilið. Olís-deild karla Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Íslandsmeistarar ÍBV eru strax farnir að styrkja sig fyrir átökin í Olís-deild karla í handbolta næsta vetur og voru í raun búnir að því áður en að tímabilið kláraðist. Eyjamenn eru búnir að ganga frá samningum við leikstjórnandann Fannar Þór Friðgeirsson og stórskyttuna Kristján Örn Kristjánsson, betur þekktan sem Donna, samkvæmt heimildum Vísis. Fannar, sem er uppalinn hjá Val, er að koma heim úr atvinnumennsku. Hann hefur spilað með Hamm-Westfalen í þýsku 2. deildinni undanfarin ár en var áður á mála hjá Hage, Grosswallstadt, Wetzlar og Emsdetten. Fannar, sem er þrítugur og á ellefu landsleiki að baki, verður mikill liðsstyrkur fyrir Eyjamenn en óvíst er hvort núverandi leikstjórnandi liðsins, Róbert Aron Hostert, verði áfram í herbúðum Eyjamanna. Hann er eftirsóttur á fasta landinu.Kristján Örn, eða Donni, fer frá Fjölni til ÍBV.vísir/antonKristján Örn, eða Donni, er tvítug örvhent skytta sem er uppalinn hjá Fjölni en hann spilaði í fyrsta sinn í efstu deild með Fjölnismönnum í Olís-deildinni í vetur en liðið féll eftir hetjulega baráttu. Þessi magnaða skytta var ein af stjörnum deildarinnar en Kristján Örn skoraði sjö mörk að meðaltali í leik með 53,5 prósent skotnýtingu og gaf 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik auk þess sem hann var með 3,5 löglegar stöðvanir. Kristján Örn var í fjórða sæti á lista HB Statz yfir bestu leikmenn deildarinnar með 7,83 í heildareinkunn en það er sama einkunn og undrabarnið Haukur Þrastarson í Selfossi var með fyrir frammistöðu sína í deildarkeppninni. Donni mun leysa af Agnar Smára Jónsson í hægri skyttunni hjá ÍBV en Agnar Smári er á leiðinni til uppeldisfélagsins Vals. Hann kvaddi ÍBV með tveimur Íslandsmeistaratitlum (2014 og 2018) og tveimur bikarmeistaratitlum (2015 og 2018). Erlingur Richardsson tekur nú við þjálfun Eyjaliðsins af Arnari Péturssyni sem lét af störfum eftir tímabilið.
Olís-deild karla Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira