AFP og Facebook taka höndum saman gegn falsfréttum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. maí 2018 00:01 Michele Leridon, ritstjóri AFP er ánægð með samstarfið. Stjórnendur frönska fréttaveitunnar AFP ætla að setja á laggirnar nýjar vefsíður sem miða að því að sannreyna staðreyndir í fréttum með því að halda úti staðreyndavakt sem verður á ensku, spænsku og portúgölsku. Samskiptamiðillinn Facebook styður verkefnið fjárhagslega, að því er fram kemur í tilkynningu frá AFP. Facebook hefur hlotið mikla gagnrýni að undanförnu vegna þess að upplognar fréttir hafa komist í dreifingu hjá miðlinum og var það mest áberandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Þessar nýju vefsíður verða helgaðar baráttunni gegn falsfréttum. Megintilgangur þeirra verður að sannreyna fréttir, hrekja falsfréttir og reyna að koma í veg fyrir að ósannindin komist í dreifingu á veraldarvefnum. Í fyrstu eiga síðurnar að hverfast eingöngu um fréttir frá Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó en síðar meir er gert ráð fyrir því að fleiri lönd bætist í hópinn. Gert er ráð fyrir því að fréttamenn AFP-fréttaveitunnar leggi sitt af mörkum til staðreyndavaktarinnar. „Við erum að grípa til að gerða til að minnka umfang falsfrétta á okkar vettvangi, en við vitum að við höfum ekki burði til þess að gera þetta ein,“ segir Tessa Lyons, einn stjórnenda Facebook sem segir að AFP sé mikils virtur fréttamiðill. Michele Leridon, ritstjóri AFP, er hæstánægð með samstarfið við Facebook. „Þetta er til vitnis um sérþekkingu AFP og getu miðilsins til að sannreyna staðreyndir.“ Tengdar fréttir Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45 Öryggisstjóri Facebook hættir vegna ágreinings um falsfréttir Upphaflega er öryggisstjórinn sagður hafa ætlað að hætta í desember en hann hafi verið fenginn til að vera lengur vegna þess hversu illa Facebook taldi brotthvarf hans líta út. 19. mars 2018 23:15 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Stjórnendur frönska fréttaveitunnar AFP ætla að setja á laggirnar nýjar vefsíður sem miða að því að sannreyna staðreyndir í fréttum með því að halda úti staðreyndavakt sem verður á ensku, spænsku og portúgölsku. Samskiptamiðillinn Facebook styður verkefnið fjárhagslega, að því er fram kemur í tilkynningu frá AFP. Facebook hefur hlotið mikla gagnrýni að undanförnu vegna þess að upplognar fréttir hafa komist í dreifingu hjá miðlinum og var það mest áberandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Þessar nýju vefsíður verða helgaðar baráttunni gegn falsfréttum. Megintilgangur þeirra verður að sannreyna fréttir, hrekja falsfréttir og reyna að koma í veg fyrir að ósannindin komist í dreifingu á veraldarvefnum. Í fyrstu eiga síðurnar að hverfast eingöngu um fréttir frá Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó en síðar meir er gert ráð fyrir því að fleiri lönd bætist í hópinn. Gert er ráð fyrir því að fréttamenn AFP-fréttaveitunnar leggi sitt af mörkum til staðreyndavaktarinnar. „Við erum að grípa til að gerða til að minnka umfang falsfrétta á okkar vettvangi, en við vitum að við höfum ekki burði til þess að gera þetta ein,“ segir Tessa Lyons, einn stjórnenda Facebook sem segir að AFP sé mikils virtur fréttamiðill. Michele Leridon, ritstjóri AFP, er hæstánægð með samstarfið við Facebook. „Þetta er til vitnis um sérþekkingu AFP og getu miðilsins til að sannreyna staðreyndir.“
Tengdar fréttir Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45 Öryggisstjóri Facebook hættir vegna ágreinings um falsfréttir Upphaflega er öryggisstjórinn sagður hafa ætlað að hætta í desember en hann hafi verið fenginn til að vera lengur vegna þess hversu illa Facebook taldi brotthvarf hans líta út. 19. mars 2018 23:15 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45
Öryggisstjóri Facebook hættir vegna ágreinings um falsfréttir Upphaflega er öryggisstjórinn sagður hafa ætlað að hætta í desember en hann hafi verið fenginn til að vera lengur vegna þess hversu illa Facebook taldi brotthvarf hans líta út. 19. mars 2018 23:15