Lifi náttúruverndin Óttar Guðmundsson skrifar 26. maí 2018 07:00 Þegar landnámsmenn komu til Íslands á seinni hluta 9. aldar var landið skógi vaxið frá fjöru til fjalls. Nokkrum áratugum síðar var þetta skóglendi horfið enda nýttu landnámsmenn skóginn til húsagerðar og eldiviðar fyrstu ár sín í landinu. Lífsbaráttan var erfið og skilyrði til búsetu önnur en í heimahögunum. Skógurinn bjargaði lífi þeirra meðan þeir vöndust óblíðri náttúru og nýjum aðstæðum. Landnámsmenn geta þakkað fyrir að nútíma náttúruvernd var ekki til í landinu. Þeim hefði verið harðbannað að snerta skóginn þótt líf lægi við. Þessir fyrstu búendur landsins hefðu hrökklast aftur til heimahaganna kaldir og hraktir eftir skelfilegan vetur. Landið hefði staðið eftir skógivaxið í allri sinni fegurð en fólkið flúið. Æ síðan hefur sagan einkennst af náttúruspjöllum. Hafnir voru byggðar sem sköðuðu viðkvæmt fuglalíf. Brýr eyðilögðu tignarleika stórfljóta. Vegslóðar, íbúðarhús og kirkjur spilltu landslagi til sveita. Á tuttugustu öldinni kastaði þó fyrst tólfunum þegar menn virkjuðu stórfljót og eyðilögðu ásýnd landsins með raflínum. Mörgum ómetanlegum og óþekktum fossum var fórnað svo að mannfólkið gæti bætt lífsgæði sín með rafmagni og öðrum hégóma. Hrafna-Flóki Vilgerðarson reyndi að nema land á Barðaströnd en flúði til Noregs eftir tvo vetur. Bústofninn drapst hjá Flóka því að hann vildi ekki nýta landið til heyvinnslu. Aðrir landnámsmenn hefðu átt að gera slíkt hið sama svo að Ísland yrði um framtíð óbyggð og ósnert túristaparadís og þjóðgarður. Reyndar væri íslensk þjóð ekki til en hverjum er ekki sama um það þegar hagsmunir náttúruverndar eru í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar landnámsmenn komu til Íslands á seinni hluta 9. aldar var landið skógi vaxið frá fjöru til fjalls. Nokkrum áratugum síðar var þetta skóglendi horfið enda nýttu landnámsmenn skóginn til húsagerðar og eldiviðar fyrstu ár sín í landinu. Lífsbaráttan var erfið og skilyrði til búsetu önnur en í heimahögunum. Skógurinn bjargaði lífi þeirra meðan þeir vöndust óblíðri náttúru og nýjum aðstæðum. Landnámsmenn geta þakkað fyrir að nútíma náttúruvernd var ekki til í landinu. Þeim hefði verið harðbannað að snerta skóginn þótt líf lægi við. Þessir fyrstu búendur landsins hefðu hrökklast aftur til heimahaganna kaldir og hraktir eftir skelfilegan vetur. Landið hefði staðið eftir skógivaxið í allri sinni fegurð en fólkið flúið. Æ síðan hefur sagan einkennst af náttúruspjöllum. Hafnir voru byggðar sem sköðuðu viðkvæmt fuglalíf. Brýr eyðilögðu tignarleika stórfljóta. Vegslóðar, íbúðarhús og kirkjur spilltu landslagi til sveita. Á tuttugustu öldinni kastaði þó fyrst tólfunum þegar menn virkjuðu stórfljót og eyðilögðu ásýnd landsins með raflínum. Mörgum ómetanlegum og óþekktum fossum var fórnað svo að mannfólkið gæti bætt lífsgæði sín með rafmagni og öðrum hégóma. Hrafna-Flóki Vilgerðarson reyndi að nema land á Barðaströnd en flúði til Noregs eftir tvo vetur. Bústofninn drapst hjá Flóka því að hann vildi ekki nýta landið til heyvinnslu. Aðrir landnámsmenn hefðu átt að gera slíkt hið sama svo að Ísland yrði um framtíð óbyggð og ósnert túristaparadís og þjóðgarður. Reyndar væri íslensk þjóð ekki til en hverjum er ekki sama um það þegar hagsmunir náttúruverndar eru í húfi.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun