„Vinstrið er að fá rassskellingu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2018 11:17 Líf bregður á leik í sjónvarpssal í gær. Hún telur mikilvægt að Vinstri græn komi að meirihlutaviðræðum, sem verða vart haldnar án aðkomu Eyþórs Arnalds eða Dags B. Eggertssonar, sem sjást með henni á mynd. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, var eini frambjóðandi flokksins sem náði kjöri í borgarstjórnarkosningunum í gær. Hún segir niðurstöðuna mikil vonbrigði, sérstaklega fyrir vinstrimenn, auk þess sem nýir flokkar njóti líklega góðs af „nýjum spilum“. Þá telur Líf mikilvægt að flokkurinn eigi aðild að meirihlutaviðræðum. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í sveitastjórnarkosningunum í gær. Vinstri græn hlutu 4,6% atkvæða og tapar 3,7% prósentustigum frá því í síðustu kosningum, þar sem flokkurinn fékk 8,3% atkvæða.Nýir flokkar taka fylgi Líf segir í samtali við Vísi að niðurstaðan sé óverðskulduð. „Að sjálfsögðu eru þetta ótrúlega mikil vonbrigði og ég ætla að segja eins og er að þetta er algjörlega óverðskuldað, finnst mér, af því að við höfum komið til leiðar mjög mörgum framfaramálum í borginni á kjörtímabilinu,“ segir Líf. „En vinstrið er að fá rassskellingu,“ bætir hún við. Þá telur hún augljóst að nýir flokkar eins og Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn hafi tekið fylgi af Vinstri grænum, auk smáframboða á borð við Kvennahreyfinguna. Líf segir nýju flokkanna mögulega njóta góðs af reynsluleysi í borgarstjórn. „Þessir flokkar sem byrja með nýtt spil eiga kannski eftir að vera í sömu stöðu og við í Vinstri grænum einn daginn,“ segir Líf. Sárir vinstrimenn vilja líka refsa Ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur verið umdeilt, sérstaklega meðal flokksfélaga innan Vinstri grænna. Þegar Líf er innt eftir því hvort fylgistapið megi e.t.v. rekja til ríkisstjórnarsamstarfsins segir hún að niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna sé engum að kenna. „Við erum bara búin að vera í ríkisstjórn í fimm mánuði, við erum ekki farin að sjá öll góðu verkin sem þessi ríkisstjórn er að leiða í gegn. Það er ekki komin reynsla á þetta ríkisstjórnarsamstarf og menn eru kannski enn í sárum, okkar kjósendur,“ segir Líf. „Og ég held að þegar vinstri menn verða sárir, vegna þess að þeir eru að drepast úr réttlætiskennd og ég elska það, þá vilja þeir líka refsa.“ Um mögulega aðkomu Vinstri grænna að meirihluta í nýkjörinni borgarstjórn segir Líf að engar þreifingar séu enn hafnar af sinni hálfu. Hún segist þó vera að meta samningsstöðu flokksins og telur mikilvægt að hann komi að samningsborðinu. „Aldrei að vanmeta Vinstri græn,“ segir Líf. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, var eini frambjóðandi flokksins sem náði kjöri í borgarstjórnarkosningunum í gær. Hún segir niðurstöðuna mikil vonbrigði, sérstaklega fyrir vinstrimenn, auk þess sem nýir flokkar njóti líklega góðs af „nýjum spilum“. Þá telur Líf mikilvægt að flokkurinn eigi aðild að meirihlutaviðræðum. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í sveitastjórnarkosningunum í gær. Vinstri græn hlutu 4,6% atkvæða og tapar 3,7% prósentustigum frá því í síðustu kosningum, þar sem flokkurinn fékk 8,3% atkvæða.Nýir flokkar taka fylgi Líf segir í samtali við Vísi að niðurstaðan sé óverðskulduð. „Að sjálfsögðu eru þetta ótrúlega mikil vonbrigði og ég ætla að segja eins og er að þetta er algjörlega óverðskuldað, finnst mér, af því að við höfum komið til leiðar mjög mörgum framfaramálum í borginni á kjörtímabilinu,“ segir Líf. „En vinstrið er að fá rassskellingu,“ bætir hún við. Þá telur hún augljóst að nýir flokkar eins og Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn hafi tekið fylgi af Vinstri grænum, auk smáframboða á borð við Kvennahreyfinguna. Líf segir nýju flokkanna mögulega njóta góðs af reynsluleysi í borgarstjórn. „Þessir flokkar sem byrja með nýtt spil eiga kannski eftir að vera í sömu stöðu og við í Vinstri grænum einn daginn,“ segir Líf. Sárir vinstrimenn vilja líka refsa Ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur verið umdeilt, sérstaklega meðal flokksfélaga innan Vinstri grænna. Þegar Líf er innt eftir því hvort fylgistapið megi e.t.v. rekja til ríkisstjórnarsamstarfsins segir hún að niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna sé engum að kenna. „Við erum bara búin að vera í ríkisstjórn í fimm mánuði, við erum ekki farin að sjá öll góðu verkin sem þessi ríkisstjórn er að leiða í gegn. Það er ekki komin reynsla á þetta ríkisstjórnarsamstarf og menn eru kannski enn í sárum, okkar kjósendur,“ segir Líf. „Og ég held að þegar vinstri menn verða sárir, vegna þess að þeir eru að drepast úr réttlætiskennd og ég elska það, þá vilja þeir líka refsa.“ Um mögulega aðkomu Vinstri grænna að meirihluta í nýkjörinni borgarstjórn segir Líf að engar þreifingar séu enn hafnar af sinni hálfu. Hún segist þó vera að meta samningsstöðu flokksins og telur mikilvægt að hann komi að samningsborðinu. „Aldrei að vanmeta Vinstri græn,“ segir Líf.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44