Hér á landi er litið á íþróttir barna sem leik en ekki vinnu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. maí 2018 11:15 Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands Skjáskot/Stöð2 Við getum ekki slitið barna- og unglingastarfið frá afreksstarfinu. Það er eitt af sérkennum íslenskra íþrótta og skipulags íslenskra íþrótta, sem þekkist eiginlega varla í löndunum í kringum okkur, að við slítum ekki í sundur uppeldishlutann og afrekshlutann,“ segir Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viðar heldur erindi í dag á viðburði á vegum Háskóla Íslands, Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?, en streymt verður frá fundinum hér á Vísi klukkan 12. „Þetta kerfi og skipulag okkar er svolítið sérstakt hvað þetta varðar. Líka að halda því fram að þetta kerfi og þetta skipulag geri það að verkum að karlalandsliðið okkar í fótbolta er að fara á HM. Vegna þess að það eru góð gildi í starfinu og það er talað um að það sé góður karakter í liðinu, mikill vinskapur og mikil stemning.“ Það séu mjög jákvæð gildi í liðinu og svo auðvitað líka góðir fótboltamenn. „Það er afrakstur af þessu starfi að mörgu leyti því við erum ekki að slíta þetta í sundur eins og gerist víða erlendis þar sem verið er að slíta í sundur afreksíþróttir sér. Þar eru bara allt önnur gildi og meiri einstaklingshyggja, kvíði, streita.“ Samkennd, stemning og vinskapur einkenni íþróttaliðin hér á landi, sem hafi áhrif sem á góðan árangur í nánast öllum okkar hópíþróttum síðustu ár. Hér á landi sé nálgast íþróttir barna sem leik en ekki vinnu. „Þá ferðu í þetta á allt öðrum forsendum. Það er ekki sömu væntingar og pressa og það er ekki eins mikið undir þannig lagað séð. Þannig að við náum að halda þessum óæskilegu þáttum aðeins í skefjum þar sem við nálgumst leikinn á öðrum forsendum.“Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Við getum ekki slitið barna- og unglingastarfið frá afreksstarfinu. Það er eitt af sérkennum íslenskra íþrótta og skipulags íslenskra íþrótta, sem þekkist eiginlega varla í löndunum í kringum okkur, að við slítum ekki í sundur uppeldishlutann og afrekshlutann,“ segir Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viðar heldur erindi í dag á viðburði á vegum Háskóla Íslands, Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?, en streymt verður frá fundinum hér á Vísi klukkan 12. „Þetta kerfi og skipulag okkar er svolítið sérstakt hvað þetta varðar. Líka að halda því fram að þetta kerfi og þetta skipulag geri það að verkum að karlalandsliðið okkar í fótbolta er að fara á HM. Vegna þess að það eru góð gildi í starfinu og það er talað um að það sé góður karakter í liðinu, mikill vinskapur og mikil stemning.“ Það séu mjög jákvæð gildi í liðinu og svo auðvitað líka góðir fótboltamenn. „Það er afrakstur af þessu starfi að mörgu leyti því við erum ekki að slíta þetta í sundur eins og gerist víða erlendis þar sem verið er að slíta í sundur afreksíþróttir sér. Þar eru bara allt önnur gildi og meiri einstaklingshyggja, kvíði, streita.“ Samkennd, stemning og vinskapur einkenni íþróttaliðin hér á landi, sem hafi áhrif sem á góðan árangur í nánast öllum okkar hópíþróttum síðustu ár. Hér á landi sé nálgast íþróttir barna sem leik en ekki vinnu. „Þá ferðu í þetta á allt öðrum forsendum. Það er ekki sömu væntingar og pressa og það er ekki eins mikið undir þannig lagað séð. Þannig að við náum að halda þessum óæskilegu þáttum aðeins í skefjum þar sem við nálgumst leikinn á öðrum forsendum.“Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45