Segir hvorki ríki né borg hafa sýnt fram á að þau hafi efni á Borgarlínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2018 16:45 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, segir að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi sýnt fram á að þau hafi úr þeim fjármunum að spila sem þurfi til þess að hrinda hugmyndum um Borgarlínu í framkvæmd. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vakti Sigmundur athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármagni vegna Borgarlínu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er til næstu fimm ára. Spurði Sigmundur þá hvort að í ljósi þess mætti gera ráð fyrir að „einhverjar stórar ákvarðanir“ yrðu teknar um borgarlínuna í náinni framtíð.Samtal á milli ríkis og sveitarfélaga að hefjast Svaraði Bjarni því að þetta mál væri afar skammt á veg komið í samskiptum ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð spurði Bjarna út í Borgarlínuna.vísir/Ernir„Það er í sjálfu sér ekki lengra komið í samskiptum þessara aðila en svo að óskað var eftir því bréflega af hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að eiga samtal um þessi mál við ríkið,“ sagði Bjarni og bætti við að vel hafi verið tekið í það af hálfu ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt tillögu að breytingu á svæðisskipulagi fyrir Borgarlínuna. Borgarlínan er hitamál og snerust nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar að miklu leyti um hvort hrinda ætti hugmyndinni í framkvæmd. Reiknað er með að fyrsti áfangi kosti 44 milljarða og felur hann í sér fjórar akstursleiðir sem verða 35 kílómetrar. Alls er reiknað með að Borgarlínan verði 47 kílómetrar og kostnaðurinn verði um 65-70 milljarðar. Gerði Bjarni þennan kostnað að umtalsefni í svari hans við fyrirspurn Sigmundar Davíðs. „En mér finnst og ég hef lýst því yfir áður að umræðan um borgarlínuna hafi í raun og veru farið langt fram úr öllu eðlilegu samhengi málsins. Það er einfaldlega statt þannig að bent hefur verið á leið sem menn segja að kosti 70 milljarða króna. 70 milljarðar. Við erum að tala um fjárhæð sem hefur staðið í okkur í heilan áratug að skrapa saman til að endurreisa Landspítalann. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ sagði Bjarni. Bætti hann við því að honum þætti það því einkennilegt að Borgarlínan hafi verið eitt helsta málið í borgarstjórnarkosningunum. „Það er þess vegna dálítið einkennilegt að menn telji sig geta gengið til kosninga og kosið beinlínis um það þegar hvorugur aðilinn hefur sýnt fram á að hann hafi úr því að spila sem þarf til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.“ Alþingi Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46 Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, segir að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi sýnt fram á að þau hafi úr þeim fjármunum að spila sem þurfi til þess að hrinda hugmyndum um Borgarlínu í framkvæmd. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vakti Sigmundur athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármagni vegna Borgarlínu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er til næstu fimm ára. Spurði Sigmundur þá hvort að í ljósi þess mætti gera ráð fyrir að „einhverjar stórar ákvarðanir“ yrðu teknar um borgarlínuna í náinni framtíð.Samtal á milli ríkis og sveitarfélaga að hefjast Svaraði Bjarni því að þetta mál væri afar skammt á veg komið í samskiptum ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð spurði Bjarna út í Borgarlínuna.vísir/Ernir„Það er í sjálfu sér ekki lengra komið í samskiptum þessara aðila en svo að óskað var eftir því bréflega af hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að eiga samtal um þessi mál við ríkið,“ sagði Bjarni og bætti við að vel hafi verið tekið í það af hálfu ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt tillögu að breytingu á svæðisskipulagi fyrir Borgarlínuna. Borgarlínan er hitamál og snerust nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar að miklu leyti um hvort hrinda ætti hugmyndinni í framkvæmd. Reiknað er með að fyrsti áfangi kosti 44 milljarða og felur hann í sér fjórar akstursleiðir sem verða 35 kílómetrar. Alls er reiknað með að Borgarlínan verði 47 kílómetrar og kostnaðurinn verði um 65-70 milljarðar. Gerði Bjarni þennan kostnað að umtalsefni í svari hans við fyrirspurn Sigmundar Davíðs. „En mér finnst og ég hef lýst því yfir áður að umræðan um borgarlínuna hafi í raun og veru farið langt fram úr öllu eðlilegu samhengi málsins. Það er einfaldlega statt þannig að bent hefur verið á leið sem menn segja að kosti 70 milljarða króna. 70 milljarðar. Við erum að tala um fjárhæð sem hefur staðið í okkur í heilan áratug að skrapa saman til að endurreisa Landspítalann. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ sagði Bjarni. Bætti hann við því að honum þætti það því einkennilegt að Borgarlínan hafi verið eitt helsta málið í borgarstjórnarkosningunum. „Það er þess vegna dálítið einkennilegt að menn telji sig geta gengið til kosninga og kosið beinlínis um það þegar hvorugur aðilinn hefur sýnt fram á að hann hafi úr því að spila sem þarf til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.“
Alþingi Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46 Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46
Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29