Tvær fylkingar funda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. maí 2018 19:30 Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. Tólf borgarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta og er Viðreisn í lykilstöðu en flokkurinn getur annars vegar hallað sér til hægri og þá líklega myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Hins vegar gæti flokkurinn farið í meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum, Vinstri grænum eða Sósíalistaflokki Íslands. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins segist þó hafa fengið símtöl frá báðum vængjum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur sig í góðri stöðu sem leiðtogi stærsta flokksins í borgarstjórn. „Hefðin er sú að stærsti flokkurinn leiði borgarstjórn með þeim hætti að hafa borgarstjóra og það er það sem ég veit að Sjálfstæðismenn telja að sé rétt," segir Eyþór Arnalds. Hann segr opið samtal vera í gangi. „Við erum búin að fá okkur nokkra kaffibolla og það eru spennandi tímar framundan.Eyþór Arnalds fundaði með Vigdísi Hauksdóttur yfir kaffibolla í dag.Vísir/Stöð 2Með hvaða flokkum? „Ég ætla ekki að segja hverja við hittum en við höfum hitt fleiri en einn og það er búið að vera mjög áhugavert," segir Eyþór. „Við Eyþór tókum einn kaffibolla í dag bara svona til að segja það hreint út," segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. „Þetta er bara á mjög viðkvæmu stigi allt," segir hún.Varst þú í þessu kaffiboði með Vigdísi og Eyþóri? „Nei, nei ég var ekki í því," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. „En þetta er nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk er að hittast tvö og tvö eða fleiri og nú í rauninni er þetta að gerast í rólegheitunum. Við þurfum að passa okkur að flýta okkur hægt," segir Þórdís Lóa.Dóra Björt pírati telur valkostina eftir kosningarnar skýra.Vísir/Stöð 2Nýkjörnir borgarfulltrúar eru í dag að funda með sínum flokkum til að fara yfir málefnin sem verða í forgrunni í viðræðunum. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar en oddviti Pírata segir óformlegar viðræður í gangi á milli þeirra og annarra.Þetta voru þá núverandi meirihluti og Viðreisn sem þið hittuð í dag? „Já, það voru þessir oddvitar sem hittust í örstuttu spjalli," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Það er gaman að taka bara þátt í því að búa til mjög skýran valkost um svona frjálslynda borg jafnréttis og velferðar eða síðan á hinum endanum borg íhalds og fortíðar. Þannig þetta verður spennandi að sjá hvað Viðreisn vill gera," segir Dóra. Kosningar 2018 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. Tólf borgarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta og er Viðreisn í lykilstöðu en flokkurinn getur annars vegar hallað sér til hægri og þá líklega myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Hins vegar gæti flokkurinn farið í meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum, Vinstri grænum eða Sósíalistaflokki Íslands. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins segist þó hafa fengið símtöl frá báðum vængjum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur sig í góðri stöðu sem leiðtogi stærsta flokksins í borgarstjórn. „Hefðin er sú að stærsti flokkurinn leiði borgarstjórn með þeim hætti að hafa borgarstjóra og það er það sem ég veit að Sjálfstæðismenn telja að sé rétt," segir Eyþór Arnalds. Hann segr opið samtal vera í gangi. „Við erum búin að fá okkur nokkra kaffibolla og það eru spennandi tímar framundan.Eyþór Arnalds fundaði með Vigdísi Hauksdóttur yfir kaffibolla í dag.Vísir/Stöð 2Með hvaða flokkum? „Ég ætla ekki að segja hverja við hittum en við höfum hitt fleiri en einn og það er búið að vera mjög áhugavert," segir Eyþór. „Við Eyþór tókum einn kaffibolla í dag bara svona til að segja það hreint út," segir Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. „Þetta er bara á mjög viðkvæmu stigi allt," segir hún.Varst þú í þessu kaffiboði með Vigdísi og Eyþóri? „Nei, nei ég var ekki í því," segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. „En þetta er nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk er að hittast tvö og tvö eða fleiri og nú í rauninni er þetta að gerast í rólegheitunum. Við þurfum að passa okkur að flýta okkur hægt," segir Þórdís Lóa.Dóra Björt pírati telur valkostina eftir kosningarnar skýra.Vísir/Stöð 2Nýkjörnir borgarfulltrúar eru í dag að funda með sínum flokkum til að fara yfir málefnin sem verða í forgrunni í viðræðunum. Ekki náðist í oddvita Samfylkingarinnar en oddviti Pírata segir óformlegar viðræður í gangi á milli þeirra og annarra.Þetta voru þá núverandi meirihluti og Viðreisn sem þið hittuð í dag? „Já, það voru þessir oddvitar sem hittust í örstuttu spjalli," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Það er gaman að taka bara þátt í því að búa til mjög skýran valkost um svona frjálslynda borg jafnréttis og velferðar eða síðan á hinum endanum borg íhalds og fortíðar. Þannig þetta verður spennandi að sjá hvað Viðreisn vill gera," segir Dóra.
Kosningar 2018 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira