Efast um að kosningaþátttakan batni Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. maí 2018 10:00 Af kjörstað. vísir/valli Kosningar Þrátt fyrir að metfjöldi flokka sé í framboði fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26. maí virðist ekki vera neitt rosalega djúpur áhugi á kosningunum, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann er ekki sannfærður um að kosningaþátttaka verði mikið betri en hún var í kosningunum 2014. Samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir síðustu kosningar var þátttakan sú minnsta frá árinu 1928, en rétt tæplega 63 prósent greiddu atkvæði. Minnsta kjörsóknin var á aldursbilinu 20-24 ára, eða rétt tæplega 42 prósent. Meðalkjörsókn var síðan náð í aldursbilinu 40-44 ára og hækkaði hún alveg fram að bilinu 75-79, samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir kosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á BifröstSkoðanakönnunin sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í byrjun vikunnar rennir stoðum undir fullyrðingar Grétars. Sé rýnt í tölurnar sést að 17,6 prósent svarenda hafa ekki ákveðið hvað þeir ætla að kjósa. Sextán listar verða boðnir fram og þess vegna kann að vera erfiðara fyrir kjósendur að gera upp hug sinn. Talsverður munur er milli kynjanna. Næstum því 21 prósent kvenna segist ekki hafa ákveðið hvað þær ætla að kjósa, en einungis 14,5 prósent karla. Þá segjast 12,4 prósent kvenna ekki ætla að kjósa eða skila auðu á móti 10,5 prósentum karla. Grétar segir nokkra þætti hafa áhrif á kjörsókn. Aldur sé ef til vill stærsti þátturinn. „Fólk á tvítugs- og þrítugsaldri er langsamlega slappast við að mæta á kjörstað. Það eru ekki alveg nýju kjósendurnir átján og nítján ára, en það eru þeir sem eru í aldurshópnum 20 til 30 ára sem eru slappastir við að mæta,“ bætir hann við. Grétar nefnir fleira. „Það fer auðvitað eftir því hvort það eru einhver verulega aðkallandi mál sem eru í gangi hverju sinni,“ segir Grétar og veltir fyrir sér hvort málefni á borð við borgarlínuna og samgöngumál annars vegar og húsnæðis- og skipulagsmál hins vegar séu nógu spennandi málaflokkar til að lokka fólk á kjörstað. Brýnasta verkefnið sé að draga ungt fólk á kjörstað. Í áðurnefndri könnun kemur fram að 13 prósent svarenda á aldrinum 18-49 ára segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Hins vegar segjast einungis 9,3 prósent svarenda í aldurshópnum 50 ára og eldri ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Þá segjast rétt tæplega 20 prósent í yngri aldurshópnum óákveðin í því hvað þau ætla að kjósa en einungis 14,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 50 ára og eldri. Ákveðið var eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar að grípa til úrræða til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku unga fólksins. Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema hafa síðan þá staðið að verkefni sem kallast #Egkýs. Sem liður í því var efnt til skuggakosninga fyrir alþingiskosningarnar 2016 og fyrir þingkosningarnar í fyrrahaust. Aftur var boðað til skuggakosninga í apríl síðastliðnum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Niðurstöðurnar verða kynntar á kosninganótt. Hildur Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir ljóst að skuggakosningarnar hafi áhrif á áhuga ungs fólk á kosningunum. „Við sjáum það og eftirfylgnikannanir sýna að það er fylgni á milli þess að taka þátt í skuggakosningum og ætla að kjósa í almennum kosningum. Það er stóri sigurinn, Fyrst og fremst er þetta fræðsluverkefni til að fá ungt fólk til að taka upplýsta ákvörðun og mæta á kjörstað,“ segir Hildur. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira
Kosningar Þrátt fyrir að metfjöldi flokka sé í framboði fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26. maí virðist ekki vera neitt rosalega djúpur áhugi á kosningunum, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann er ekki sannfærður um að kosningaþátttaka verði mikið betri en hún var í kosningunum 2014. Samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir síðustu kosningar var þátttakan sú minnsta frá árinu 1928, en rétt tæplega 63 prósent greiddu atkvæði. Minnsta kjörsóknin var á aldursbilinu 20-24 ára, eða rétt tæplega 42 prósent. Meðalkjörsókn var síðan náð í aldursbilinu 40-44 ára og hækkaði hún alveg fram að bilinu 75-79, samkvæmt tölum sem skrifstofa borgarstjórnar tók saman eftir kosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á BifröstSkoðanakönnunin sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu í byrjun vikunnar rennir stoðum undir fullyrðingar Grétars. Sé rýnt í tölurnar sést að 17,6 prósent svarenda hafa ekki ákveðið hvað þeir ætla að kjósa. Sextán listar verða boðnir fram og þess vegna kann að vera erfiðara fyrir kjósendur að gera upp hug sinn. Talsverður munur er milli kynjanna. Næstum því 21 prósent kvenna segist ekki hafa ákveðið hvað þær ætla að kjósa, en einungis 14,5 prósent karla. Þá segjast 12,4 prósent kvenna ekki ætla að kjósa eða skila auðu á móti 10,5 prósentum karla. Grétar segir nokkra þætti hafa áhrif á kjörsókn. Aldur sé ef til vill stærsti þátturinn. „Fólk á tvítugs- og þrítugsaldri er langsamlega slappast við að mæta á kjörstað. Það eru ekki alveg nýju kjósendurnir átján og nítján ára, en það eru þeir sem eru í aldurshópnum 20 til 30 ára sem eru slappastir við að mæta,“ bætir hann við. Grétar nefnir fleira. „Það fer auðvitað eftir því hvort það eru einhver verulega aðkallandi mál sem eru í gangi hverju sinni,“ segir Grétar og veltir fyrir sér hvort málefni á borð við borgarlínuna og samgöngumál annars vegar og húsnæðis- og skipulagsmál hins vegar séu nógu spennandi málaflokkar til að lokka fólk á kjörstað. Brýnasta verkefnið sé að draga ungt fólk á kjörstað. Í áðurnefndri könnun kemur fram að 13 prósent svarenda á aldrinum 18-49 ára segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Hins vegar segjast einungis 9,3 prósent svarenda í aldurshópnum 50 ára og eldri ekki ætla að kjósa eða skila auðu. Þá segjast rétt tæplega 20 prósent í yngri aldurshópnum óákveðin í því hvað þau ætla að kjósa en einungis 14,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 50 ára og eldri. Ákveðið var eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar að grípa til úrræða til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku unga fólksins. Landssamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema hafa síðan þá staðið að verkefni sem kallast #Egkýs. Sem liður í því var efnt til skuggakosninga fyrir alþingiskosningarnar 2016 og fyrir þingkosningarnar í fyrrahaust. Aftur var boðað til skuggakosninga í apríl síðastliðnum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Niðurstöðurnar verða kynntar á kosninganótt. Hildur Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir ljóst að skuggakosningarnar hafi áhrif á áhuga ungs fólk á kosningunum. „Við sjáum það og eftirfylgnikannanir sýna að það er fylgni á milli þess að taka þátt í skuggakosningum og ætla að kjósa í almennum kosningum. Það er stóri sigurinn, Fyrst og fremst er þetta fræðsluverkefni til að fá ungt fólk til að taka upplýsta ákvörðun og mæta á kjörstað,“ segir Hildur.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira