Reykjavíkurborg spilar á Hörpu Eyþór Arnalds skrifar 11. maí 2018 11:19 Rekstrarvandi Hörpu hefur verið mikill frá upphafi. Helsti útgjaldaliðurinn er „húsnæðiskostnaður“ en hann hefur verið hærri en allur launakostnaður samanlagt. Fasteignagjöld Reykjavíkurborgar vega þarna þyngst. Eins og hjá heimilum og fyrirtækjum í Reykjavík hafa fasteignagjöldin hækkað gríðarlega síðustu fjögur árin. Margir hafa fengið 50% hækkun. Dæmi eru um yfir 100% hækkun. Harpa er í eigu borgarinnar og ríkisins en húsið er hluti af menningarstarfsemi í Reykjavík. Til að ná tökum á rekstrinum hafa stjórnendur lækkað laun starfsfólksins sem lægst hafa launin. Má segja að lægst launaða starfsfólkið hafi tekið á sig skerðingu til að Harpa geti greitt Reykjavíkurborg hærri fasteignagjöld. Þetta er dæmi um það hvernig skattlagning Reykjavíkurborgar lendir á fólkinu. Á sama tíma voru laun stjórnenda hækkuð. Þetta kemur ekki á óvart. Stjórnun Reykjavíkurborgar hefur falist í því að fjölga stjórnendum og stækka stjórnkerfið. Borgarstjórinn í Reykjavík er með hærri laun en borgarstjórinn í London. Eftir höfðinu dansa limirnir. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23 og kerfið stækkar. Ef núverandi meirihluti fær nýtt umboð í kosningunum verður áfram hlaðið undir yfirstjórn. Það er afar sérkennilegt að framboð sem kenna sig við jafnaðarmennsku skuli standa fyrir stækkun elítunnar á kostnað þeirra sem lægst hafa launin. Fólkið sem lægst hefur launin á ekki að borga fyrir hækkandi fasteignagjöld sem síðan eru notuð í að stækka yfirstjórn í Ráðhúsinu. Það er falskur tónn í þessu lagi.Höfundur er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Rekstrarvandi Hörpu hefur verið mikill frá upphafi. Helsti útgjaldaliðurinn er „húsnæðiskostnaður“ en hann hefur verið hærri en allur launakostnaður samanlagt. Fasteignagjöld Reykjavíkurborgar vega þarna þyngst. Eins og hjá heimilum og fyrirtækjum í Reykjavík hafa fasteignagjöldin hækkað gríðarlega síðustu fjögur árin. Margir hafa fengið 50% hækkun. Dæmi eru um yfir 100% hækkun. Harpa er í eigu borgarinnar og ríkisins en húsið er hluti af menningarstarfsemi í Reykjavík. Til að ná tökum á rekstrinum hafa stjórnendur lækkað laun starfsfólksins sem lægst hafa launin. Má segja að lægst launaða starfsfólkið hafi tekið á sig skerðingu til að Harpa geti greitt Reykjavíkurborg hærri fasteignagjöld. Þetta er dæmi um það hvernig skattlagning Reykjavíkurborgar lendir á fólkinu. Á sama tíma voru laun stjórnenda hækkuð. Þetta kemur ekki á óvart. Stjórnun Reykjavíkurborgar hefur falist í því að fjölga stjórnendum og stækka stjórnkerfið. Borgarstjórinn í Reykjavík er með hærri laun en borgarstjórinn í London. Eftir höfðinu dansa limirnir. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23 og kerfið stækkar. Ef núverandi meirihluti fær nýtt umboð í kosningunum verður áfram hlaðið undir yfirstjórn. Það er afar sérkennilegt að framboð sem kenna sig við jafnaðarmennsku skuli standa fyrir stækkun elítunnar á kostnað þeirra sem lægst hafa launin. Fólkið sem lægst hefur launin á ekki að borga fyrir hækkandi fasteignagjöld sem síðan eru notuð í að stækka yfirstjórn í Ráðhúsinu. Það er falskur tónn í þessu lagi.Höfundur er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar