Sjarmi við sjávarplássið Hildur Björnsdóttir skrifar 15. maí 2018 07:00 Ljúfsár lykt af sjávarfangi vekur minningar. Dægradvöl við dorgveiði á sólríkum degi. Skip koma að höfn til hvíldar. Börn bralla við bryggju í brælu. Lifandi tengsl fólks við haf og höfn. Æskuminningar úr sjávarplássinu Hafnarfirði. Búsetukostir og hafnarstarfsemi fóru laglega saman. Gamla höfnin í Reykjavík hefur tekið breytingum. Umsvif útgerðar á hafnarsvæðinu hafa minnkað. Hafnsækin starfsemi þarf nú minna landrými en áður. Ásókn rekstraraðila í húsnæði sem áður hýsti sjávarútveg hefur aukist. Þar finnst nú blómleg verslun og þjónusta. Örfirisey er lifandi – en þar býr ekkert fólk. Það er skortur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Skorturinn er viðvarandi og endurspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Fjölga þarf hagstæðum búsetukostum vestarlega þar sem eftirspurn er mikil. Tryggja þarf fleiri búsetumöguleika í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar. Tugþúsunda íbúðaþörf næstu ára verður ekki að fullu svarað á þéttingarreitum í miðborg og nágrenni. Það þarf ný svæði og nýjar hugmyndir. Örfirisey er að mestu byggð á landfyllingum – svæðið mætti stækka enn frekar. Með þeim hætti hafa ýmis hverfi höfuðborgarsvæðisins risið. Framkvæmdin er einföld á grunnsævi, fyllingarefni úr húsagrunnum ódýrt og uppdæling af sjávarbotni auðveld. Fjárfestingin er góð enda eignast borgin verðmætt land. Sjálfstæðisflokkurinn sér möguleika á 4.000 íbúða lágreistri byggð með áherslu á spennandi lausnir fyrir ungt fólk. Hagstæðar lóðaúthlutanir til byggingar hagkvæmra búsetueininga. Allt yrði þetta viðfangsefni vandaðrar skipulagsvinnu. Sjálfstæðisflokkurinn vill reisa bíllausa byggð – mannvæna byggð í sátt við útgerð og fiskvinnslu. Vistvæna og græna byggð sem ekki þrengir að hafnsækinni starfsemi. Byggð sem stendur vörð um gömlu höfnina og mikilvægi hennar fyrir atvinnulíf og sögu borgarinnar. Byggð sem blandar saman búsetukostum og borgarstarfsemi – samspil sjávar og mannlífs – sjálfbæra og lifandi Örfirisey. Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi og val – fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Frelsið til að velja samgöngukosti og fjölbreytta búsetukosti. Frelsið til að velja bíllausa byggð – til kaupa á fasteign, án kaupa á bílastæði. Val um hagkvæmar búsetueiningar. Val um að eignast heimili. Sáldrandi sjarma við sjávarplássið og lifandi byggð við sjávarsíðuna.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ljúfsár lykt af sjávarfangi vekur minningar. Dægradvöl við dorgveiði á sólríkum degi. Skip koma að höfn til hvíldar. Börn bralla við bryggju í brælu. Lifandi tengsl fólks við haf og höfn. Æskuminningar úr sjávarplássinu Hafnarfirði. Búsetukostir og hafnarstarfsemi fóru laglega saman. Gamla höfnin í Reykjavík hefur tekið breytingum. Umsvif útgerðar á hafnarsvæðinu hafa minnkað. Hafnsækin starfsemi þarf nú minna landrými en áður. Ásókn rekstraraðila í húsnæði sem áður hýsti sjávarútveg hefur aukist. Þar finnst nú blómleg verslun og þjónusta. Örfirisey er lifandi – en þar býr ekkert fólk. Það er skortur á íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Skorturinn er viðvarandi og endurspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Fjölga þarf hagstæðum búsetukostum vestarlega þar sem eftirspurn er mikil. Tryggja þarf fleiri búsetumöguleika í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar. Tugþúsunda íbúðaþörf næstu ára verður ekki að fullu svarað á þéttingarreitum í miðborg og nágrenni. Það þarf ný svæði og nýjar hugmyndir. Örfirisey er að mestu byggð á landfyllingum – svæðið mætti stækka enn frekar. Með þeim hætti hafa ýmis hverfi höfuðborgarsvæðisins risið. Framkvæmdin er einföld á grunnsævi, fyllingarefni úr húsagrunnum ódýrt og uppdæling af sjávarbotni auðveld. Fjárfestingin er góð enda eignast borgin verðmætt land. Sjálfstæðisflokkurinn sér möguleika á 4.000 íbúða lágreistri byggð með áherslu á spennandi lausnir fyrir ungt fólk. Hagstæðar lóðaúthlutanir til byggingar hagkvæmra búsetueininga. Allt yrði þetta viðfangsefni vandaðrar skipulagsvinnu. Sjálfstæðisflokkurinn vill reisa bíllausa byggð – mannvæna byggð í sátt við útgerð og fiskvinnslu. Vistvæna og græna byggð sem ekki þrengir að hafnsækinni starfsemi. Byggð sem stendur vörð um gömlu höfnina og mikilvægi hennar fyrir atvinnulíf og sögu borgarinnar. Byggð sem blandar saman búsetukostum og borgarstarfsemi – samspil sjávar og mannlífs – sjálfbæra og lifandi Örfirisey. Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir frelsi og val – fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Frelsið til að velja samgöngukosti og fjölbreytta búsetukosti. Frelsið til að velja bíllausa byggð – til kaupa á fasteign, án kaupa á bílastæði. Val um hagkvæmar búsetueiningar. Val um að eignast heimili. Sáldrandi sjarma við sjávarplássið og lifandi byggð við sjávarsíðuna.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar