Guðmundur: „Barein spurði hvort ég gæti þjálfað bæði liðin á HM“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. maí 2018 16:30 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, kíkti í heimsókn í Seinni bylgjuna fyrir leik FH og ÍBV í lokaúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöldi. Guðmundur valdi í gær 30 manna hóp til undirbúnings fyrir leikina á móti Litháen í umspili um sæti á HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi en í hópnum eru 16 leikmenn úr Olís-deildinni. „Þetta er ótrúlegt, alveg stórkostlegt. Ég ákvað að velja svona stóran hóp núna þannig ég verð að vinna með 20 leikmenn núna og svo breytist hópurinn eftir því sem nær dregur leikjunum við Litháen,“ segir Guðmundur sem fagnar því að svona margir í hópnum spili hér heima. „Það er stórkostlegt að sjá þetta. Margir þessara leikmanna eru líka mjög ungir en á uppleið. Nokkrir hafa nú þegar fengið að spreyta sig með landsliðinu nú þegar. Ég er að horfa til framtíðar og mér finnst allir þessir menn á listanum gera tilkall til að komast inn í landsliðið á einhverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur.30 manna hópurinngrafík/gvendurGuðmundur á að fá tíma til að byggja upp nýtt og öflugt landslið með nýrri kynslóð. Hann segist þó ekki geta slakað á og hugsað um það þar sem leikirnir við Litháen eru handan við hornið. „Ég sef nú ekkert mjög vel núna. Ég er bara að bíða eftir Litháen. Mig dreymir Litháen núna. Ég er ekki alveg sultuslakur,“ segir Guðmundur sem er þekktur fyrir að vanmeta ekki nokkurn einasta mótherja. Guðmundur þjálfaði áður landslið Barein og kom því á HM með því að hafna í öðru sæti á Asíuleikunum. Hann mun því eiga tvö lið á HM. „Ég er kominn með eitt lið á HM, Barein. Ef okkur tekst að komast með Íslandi á HM verð ég eini þjálfarinn í heiminum með tvö lið á heimsmeistaramóti,“ segir Guðmundur sem fékk skemmtilega spurningu frá handknattleikssambandinu í Barein. „Þeir spurðu mig að því í Barein hvort ég væri ekki til í að taka bæði liðin. Því miður sá ég það ekki gerast,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, kíkti í heimsókn í Seinni bylgjuna fyrir leik FH og ÍBV í lokaúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöldi. Guðmundur valdi í gær 30 manna hóp til undirbúnings fyrir leikina á móti Litháen í umspili um sæti á HM 2019 í Danmörku og Þýskalandi en í hópnum eru 16 leikmenn úr Olís-deildinni. „Þetta er ótrúlegt, alveg stórkostlegt. Ég ákvað að velja svona stóran hóp núna þannig ég verð að vinna með 20 leikmenn núna og svo breytist hópurinn eftir því sem nær dregur leikjunum við Litháen,“ segir Guðmundur sem fagnar því að svona margir í hópnum spili hér heima. „Það er stórkostlegt að sjá þetta. Margir þessara leikmanna eru líka mjög ungir en á uppleið. Nokkrir hafa nú þegar fengið að spreyta sig með landsliðinu nú þegar. Ég er að horfa til framtíðar og mér finnst allir þessir menn á listanum gera tilkall til að komast inn í landsliðið á einhverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur.30 manna hópurinngrafík/gvendurGuðmundur á að fá tíma til að byggja upp nýtt og öflugt landslið með nýrri kynslóð. Hann segist þó ekki geta slakað á og hugsað um það þar sem leikirnir við Litháen eru handan við hornið. „Ég sef nú ekkert mjög vel núna. Ég er bara að bíða eftir Litháen. Mig dreymir Litháen núna. Ég er ekki alveg sultuslakur,“ segir Guðmundur sem er þekktur fyrir að vanmeta ekki nokkurn einasta mótherja. Guðmundur þjálfaði áður landslið Barein og kom því á HM með því að hafna í öðru sæti á Asíuleikunum. Hann mun því eiga tvö lið á HM. „Ég er kominn með eitt lið á HM, Barein. Ef okkur tekst að komast með Íslandi á HM verð ég eini þjálfarinn í heiminum með tvö lið á heimsmeistaramóti,“ segir Guðmundur sem fékk skemmtilega spurningu frá handknattleikssambandinu í Barein. „Þeir spurðu mig að því í Barein hvort ég væri ekki til í að taka bæði liðin. Því miður sá ég það ekki gerast,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira