Segir röngum upplýsingum kerfisbundið dreift Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. maí 2018 21:00 Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann segir að öllum sem voru á biðlista í apríl verði boðið pláss í haust. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins bendir á að fjölskyldur verði þó enn án úrræða mánuðum saman. Í byrjun apríl var sagt frá því að alls væru 1.629 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík, en upplýsingarnar bárust eftir fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sjá einnig: Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í ReykjavíkÞann 24. apríl hófst hins vegar innritun barna fyrir komandi haust. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar hefur 1.386 börnum af biðlista þegar verið boðið pláss og stendur til að bjóða 216 til viðbótar pláss á næstu dögum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir því að allir átján mánaða og eldri fái pláss í haust.Úr kosningaefni Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.„Það sem er að gerast líka núna er að við erum að fjölga plássunum í haust, sem þýðir að við komumst í að bjóða yngri börnum inn en verið hefur,“ segir Skúli.Segir alvarlegt að dreifa röngum upplýsingumHann gagnrýnir framboðsefni Sjálfstæðismanna þar sem því er enn slegið fram að 1.629 séu á biðlista. Það segir hann einfaldlega rangt.„Mér finnst mjög alvarlegt að menn séu að nota rangar upplýsingar og dreifa þeim svona kerfisbundið í kosningabaráttunni, þegar það er alrangt,“ segir Skúli. Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, bendir hins vegar á að boð um pláss í haust þýði að fólk þurfi enn að bíða í nokkra mánuði.Telur miðaldra karla í Samfylkingunni úr tengslum við fjölskyldur„Þessar fjölskyldur eru enn án úrræða og enn í vanda. Ef þessi hópur miðaldra karla sem öllu stjórnar í Samfylkingunni ætlar að halda því fram að það sé enginn vandi í þessu kerfi er alveg augljóst að þeir eru í engum tengslum við fjölskyldur í borginni,“ segir Hildur.Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/EyþórSkúli segir að til standi að fjölga plássum um 200 í haust umfram það sem þarf til að taka við öllum átján mánaða og eldri. „Síðan erum við að fara að byggja fimm til sex nýja leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest og reiknað er með nýju barnafólki og þar með náum við upp í þessi 800 pláss sem við þurfum til að geta boðið öllum tólf til átján mánaða börnum,“ segir Skúli. Hildur gefur hins vegar lítið fyrir þessi loforð. „Þetta er náttúrulega eitthvað sem við heyrum alltaf í aðdraganda kosninga. Samfylkingin hefur lofað þessu sama kosningar eftir kosningar. Nú getum við horft jafnvel tíu ár aftur í tímann, þar eru alltaf sömu loforðin og aldrei er staðið við neitt,“ segir Hildur. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann segir að öllum sem voru á biðlista í apríl verði boðið pláss í haust. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins bendir á að fjölskyldur verði þó enn án úrræða mánuðum saman. Í byrjun apríl var sagt frá því að alls væru 1.629 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík, en upplýsingarnar bárust eftir fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sjá einnig: Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í ReykjavíkÞann 24. apríl hófst hins vegar innritun barna fyrir komandi haust. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar hefur 1.386 börnum af biðlista þegar verið boðið pláss og stendur til að bjóða 216 til viðbótar pláss á næstu dögum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir því að allir átján mánaða og eldri fái pláss í haust.Úr kosningaefni Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.„Það sem er að gerast líka núna er að við erum að fjölga plássunum í haust, sem þýðir að við komumst í að bjóða yngri börnum inn en verið hefur,“ segir Skúli.Segir alvarlegt að dreifa röngum upplýsingumHann gagnrýnir framboðsefni Sjálfstæðismanna þar sem því er enn slegið fram að 1.629 séu á biðlista. Það segir hann einfaldlega rangt.„Mér finnst mjög alvarlegt að menn séu að nota rangar upplýsingar og dreifa þeim svona kerfisbundið í kosningabaráttunni, þegar það er alrangt,“ segir Skúli. Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, bendir hins vegar á að boð um pláss í haust þýði að fólk þurfi enn að bíða í nokkra mánuði.Telur miðaldra karla í Samfylkingunni úr tengslum við fjölskyldur„Þessar fjölskyldur eru enn án úrræða og enn í vanda. Ef þessi hópur miðaldra karla sem öllu stjórnar í Samfylkingunni ætlar að halda því fram að það sé enginn vandi í þessu kerfi er alveg augljóst að þeir eru í engum tengslum við fjölskyldur í borginni,“ segir Hildur.Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/EyþórSkúli segir að til standi að fjölga plássum um 200 í haust umfram það sem þarf til að taka við öllum átján mánaða og eldri. „Síðan erum við að fara að byggja fimm til sex nýja leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest og reiknað er með nýju barnafólki og þar með náum við upp í þessi 800 pláss sem við þurfum til að geta boðið öllum tólf til átján mánaða börnum,“ segir Skúli. Hildur gefur hins vegar lítið fyrir þessi loforð. „Þetta er náttúrulega eitthvað sem við heyrum alltaf í aðdraganda kosninga. Samfylkingin hefur lofað þessu sama kosningar eftir kosningar. Nú getum við horft jafnvel tíu ár aftur í tímann, þar eru alltaf sömu loforðin og aldrei er staðið við neitt,“ segir Hildur.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15
Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35