Skortur á húsnæði hamlar vexti í Bláskógabyggð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. maí 2018 20:45 Skortur á íbúðahúsnæði hefur hamlað fjölgun íbúa segir oddviti Þ-listans í Bláskógabyggð. Oddviti nýs framboðs í sveitarfélaginu segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu og vill aukið íbúasamráð að loknum sveitarstjórnarkosningum. Fyrir fimm árum voru íbúar í Bláskógabyggð rétt tæplega níu hundruð en á fáum árum hefur þeim fjölgað hratt. Í Bláskógabyggð búa um ellefu hundruð manns. Eitt aðal málið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er skortur á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. „Hann er klárlega til staðar. Hvernig á að greina hann hvar hann liggur, ég veit það ekki en ég held að sveitarfélagið hefur átt nægt lóðaframboð og jafnvel vitlausar týpur af lóðum,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans, sem er í minnuhluta í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans.Mynd/Stöð 2Eruð þið að missa frá ykkur fólk vegna húsnæðisskorts? „Nei, ég segi það nú kannski ekki, en það mundi fjölga meira hugsa ég ef það væri meira húsnæði í boði,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Mynd/Stöð 2Oddviti Nýs afls, sem býður fram í fyrsta skipi, segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu í sveitarfélaginu. „Unga fólkið vill flytja heim og fær ekki tækifæri til þess. Það vantar, eins og hér á Laugarvatni, byggingarlóðir,“ segir Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð. Oddviti núverandi meirihluta segir möguleika á stofnun sjálfseignarfélags til þess að fjölga leiguíbúðum, haldi listinn meirihluta á komandi kjörtímabili. „Þar sem að sveitarfélagið kæmi að þessu með örlitlum hætti og svo er það ríkið og Íbúðalánasjóður,“ segir Helgi.Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð.Mynd/stöð 2„Það skiptir máli að eiga raðhúsa- og parhúsalóðir og fyrir litlar eignir. Það hefur bara ekki verið til. Lóðirnar sem eru byggilegar í dag í sveitarfélaginu í þéttbýli eru í Laugarási,“ segir Óttar. Oddviti Nýs afls vill aukið samráð við íbúa, stofnun hverfisráða og skapa framtíðarsýn sem unnið er eftir. „Mér finnst vera kominn tími á að verkefnin fái að tala. Koma af stað framkvæmdum,“ segir Jón. Unnið er að breytingu á deiliskipulagi í Reykholti en þeirri vinnu er ekki hægt að ljúka fyrr en aðalskipulag hafi verið afgreitt frá Skipulagsstofnun. Í breyttu deiliskipulagi eru fjölgun lóða. „Það er forsendan fyrir aukinni búsetu. En síðan er mynstrið að breytast líka í þjóðfélaginu. Fólki finnst orðið eðlilegra að keyra svolitla vegalengd til vinnu, þannig að atvinnusvæðið hefur stækkað og það er jafnvel bara jákvætt líka,“ segir Óttar. Kosningar 2018 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Skortur á íbúðahúsnæði hefur hamlað fjölgun íbúa segir oddviti Þ-listans í Bláskógabyggð. Oddviti nýs framboðs í sveitarfélaginu segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu og vill aukið íbúasamráð að loknum sveitarstjórnarkosningum. Fyrir fimm árum voru íbúar í Bláskógabyggð rétt tæplega níu hundruð en á fáum árum hefur þeim fjölgað hratt. Í Bláskógabyggð búa um ellefu hundruð manns. Eitt aðal málið fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er skortur á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. „Hann er klárlega til staðar. Hvernig á að greina hann hvar hann liggur, ég veit það ekki en ég held að sveitarfélagið hefur átt nægt lóðaframboð og jafnvel vitlausar týpur af lóðum,“ segir Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans, sem er í minnuhluta í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans.Mynd/Stöð 2Eruð þið að missa frá ykkur fólk vegna húsnæðisskorts? „Nei, ég segi það nú kannski ekki, en það mundi fjölga meira hugsa ég ef það væri meira húsnæði í boði,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Helgi Kjartansson, oddviti í núverandi sveitarstjórn Bláskógabyggðar og oddviti T-listans.Mynd/Stöð 2Oddviti Nýs afls, sem býður fram í fyrsta skipi, segir vanta fjölskylduvæna uppbyggingarstefnu í sveitarfélaginu. „Unga fólkið vill flytja heim og fær ekki tækifæri til þess. Það vantar, eins og hér á Laugarvatni, byggingarlóðir,“ segir Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð. Oddviti núverandi meirihluta segir möguleika á stofnun sjálfseignarfélags til þess að fjölga leiguíbúðum, haldi listinn meirihluta á komandi kjörtímabili. „Þar sem að sveitarfélagið kæmi að þessu með örlitlum hætti og svo er það ríkið og Íbúðalánasjóður,“ segir Helgi.Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls í Bláskógabyggð.Mynd/stöð 2„Það skiptir máli að eiga raðhúsa- og parhúsalóðir og fyrir litlar eignir. Það hefur bara ekki verið til. Lóðirnar sem eru byggilegar í dag í sveitarfélaginu í þéttbýli eru í Laugarási,“ segir Óttar. Oddviti Nýs afls vill aukið samráð við íbúa, stofnun hverfisráða og skapa framtíðarsýn sem unnið er eftir. „Mér finnst vera kominn tími á að verkefnin fái að tala. Koma af stað framkvæmdum,“ segir Jón. Unnið er að breytingu á deiliskipulagi í Reykholti en þeirri vinnu er ekki hægt að ljúka fyrr en aðalskipulag hafi verið afgreitt frá Skipulagsstofnun. Í breyttu deiliskipulagi eru fjölgun lóða. „Það er forsendan fyrir aukinni búsetu. En síðan er mynstrið að breytast líka í þjóðfélaginu. Fólki finnst orðið eðlilegra að keyra svolitla vegalengd til vinnu, þannig að atvinnusvæðið hefur stækkað og það er jafnvel bara jákvætt líka,“ segir Óttar.
Kosningar 2018 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira