Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. maí 2018 20:00 Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra.Sjá einnig: Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Við sögðum frá því í marslok að Matvælastofnun hefði gefið eigendum Dýraríkisins nokkurra daga frest til að flytja um 360 unga skrautfugla úr landi eða aflífa þá ella vegna þess að norræni fuglamítillinn fannst á einum þeirra. Tvær kærur vegna málsins Þórarinn Þór eigandi þeirra hefur frá upphafi haldið því fram að hægt væri að meðhöndla fuglana. MAST hefur hafnað því en ekki væri nógur tryggt að meðhöndlun bæri árangur. Þórarinn hefur sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar og í dag var yfirdýralæknir MAST látinn vita að fyrirliggjandi kæru í málinu. „Yfirdýralæknir hefur hvorki heimilað okkur né fyrirskipað meðferð á dýrunum við meintu smiti. Við höfum rætt við dýralækna sem þora ekki að gera neitt nema Matvælastofnun eða dýralæknir svo skipi. Þannig að við höfum ákveðið og höfum í undirbúningi að kæra yfirdýralækni til lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á lögum um dýravelferð og brot á lögum um dýralækna,“ segir Þórarinn. Telur hægt að meðhöndla fuglana Þórarinn er sá eini sem má fara inní sóttkvínna og tók myndir þar í dag. Hann vonar að leyfi fáist til að meðhöndla fuglana sem fyrst svo þeir komist þaðan. „Þeir eru alveg merkilega frískir en það er ekki hollt fyrir þá að vera svona lengi í sóttkví. Einu samskiptin sem þeir hafa eru við hvorn annan og mig en ég er sá eini sem fæ að fara inn og sinna þeim þannig að það er löngu, löngu tímabært að koma þeim úr sóttkvínni og klára meðhöndlun,“ segir Þórarinn að lokum. Dýr Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra.Sjá einnig: Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Við sögðum frá því í marslok að Matvælastofnun hefði gefið eigendum Dýraríkisins nokkurra daga frest til að flytja um 360 unga skrautfugla úr landi eða aflífa þá ella vegna þess að norræni fuglamítillinn fannst á einum þeirra. Tvær kærur vegna málsins Þórarinn Þór eigandi þeirra hefur frá upphafi haldið því fram að hægt væri að meðhöndla fuglana. MAST hefur hafnað því en ekki væri nógur tryggt að meðhöndlun bæri árangur. Þórarinn hefur sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar og í dag var yfirdýralæknir MAST látinn vita að fyrirliggjandi kæru í málinu. „Yfirdýralæknir hefur hvorki heimilað okkur né fyrirskipað meðferð á dýrunum við meintu smiti. Við höfum rætt við dýralækna sem þora ekki að gera neitt nema Matvælastofnun eða dýralæknir svo skipi. Þannig að við höfum ákveðið og höfum í undirbúningi að kæra yfirdýralækni til lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á lögum um dýravelferð og brot á lögum um dýralækna,“ segir Þórarinn. Telur hægt að meðhöndla fuglana Þórarinn er sá eini sem má fara inní sóttkvínna og tók myndir þar í dag. Hann vonar að leyfi fáist til að meðhöndla fuglana sem fyrst svo þeir komist þaðan. „Þeir eru alveg merkilega frískir en það er ekki hollt fyrir þá að vera svona lengi í sóttkví. Einu samskiptin sem þeir hafa eru við hvorn annan og mig en ég er sá eini sem fæ að fara inn og sinna þeim þannig að það er löngu, löngu tímabært að koma þeim úr sóttkvínni og klára meðhöndlun,“ segir Þórarinn að lokum.
Dýr Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30
Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00