ÍA enn með fullt hús stiga í Inkasso-deildinni Einar Sigurvinsson skrifar 18. maí 2018 21:45 Úr leik ÍA síðasta sumar vísir/andri Skagamenn eru enn með fullt hús stiga á toppi Inkasso-deildarinnar. Fjórir leikir fóru fram í þriðju umferð deildarinnar í kvöld. ÍA tók á móti Haukum á Norðurálsvellinum á Akranesi. Eftir hálftíma leik kom Steinar Þorsteinsson heimamönnum yfir og var staðan 1-0 fyrir ÍA í hálfleik. Stefán Teitur Þórðarson bætti síðan við tveimur mörkum fyrir ÍA og kom Skagamönnum 3-0 yfir. Daði Snær Ingason náði að klóra í bakkann fyrir Hauka á 84. mínútu en þar við sat. Lokatölur 3-1 fyrir ÍA sem situr á toppi Inkasso-deildarinnar með níu stig af níu mögulegum. Fram sigraði Leikni 3-0 en leikurinn fór fram á Framvellinum í Safamýri. Helgi Guðjónsson kom Fram yfir á 21. mínútu og var staðan 1-0 fyrir þeim bláklæddu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru það Guðmundur Magnússon og Orri Gunnarsson sem tryggðu Fram sigurinn. HK hafði betur gegn Selfossi. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi og voru lokatölur 3-1 fyrir HK. Það var ekki fyrr en á 64. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós en það skoraði Kári Pétursson fyrir HK. Bjarni Gunnarsson bætti síðan við öðru marki HK-inga skömmu síðar. Kristófer Páll Viðarsson minnkaði muninn fyrir Selfoss á 89. mínútu með marki úr aukaspyrnu. Sigur HK var þó gulltryggður skömmu síðar með sjálfsmarki frá Kenan Turudija. Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar þegar liðið sótti öll stigin þrjú í Breiðholtið þar sem ÍR tók á móti þeim. Lokatölur 3-1 fyrir Þrótti. Ef að einungis korter hafði verið spilað af leiknum voru Þróttarar komnir tveimur mörkum yfir. Mörkin skoruðu þeir Ólafur Hrannar Kristjánsson og Hreinn Ingi Örnólfsson. Skömmu fyrir hálfleik minnkaði Guðfinnur Þórir Ómarsson muninn fyrir ÍR og staðan 2-1 fyrir Þrótt í leikhlé. Þróttarar héldu þó út og á 92. mínútu gulltryggði Jasper Van Der Heyden þeim öll stigin þrjú.Úrslit dagsins: ÍA - Haukar 3-1 Fram - Leiknir 3-0 HK - Selfoss 3-1 ÍR - Þróttur 1-3Upplýsingar fengnar af Fótbolta.net Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjá meira
Skagamenn eru enn með fullt hús stiga á toppi Inkasso-deildarinnar. Fjórir leikir fóru fram í þriðju umferð deildarinnar í kvöld. ÍA tók á móti Haukum á Norðurálsvellinum á Akranesi. Eftir hálftíma leik kom Steinar Þorsteinsson heimamönnum yfir og var staðan 1-0 fyrir ÍA í hálfleik. Stefán Teitur Þórðarson bætti síðan við tveimur mörkum fyrir ÍA og kom Skagamönnum 3-0 yfir. Daði Snær Ingason náði að klóra í bakkann fyrir Hauka á 84. mínútu en þar við sat. Lokatölur 3-1 fyrir ÍA sem situr á toppi Inkasso-deildarinnar með níu stig af níu mögulegum. Fram sigraði Leikni 3-0 en leikurinn fór fram á Framvellinum í Safamýri. Helgi Guðjónsson kom Fram yfir á 21. mínútu og var staðan 1-0 fyrir þeim bláklæddu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru það Guðmundur Magnússon og Orri Gunnarsson sem tryggðu Fram sigurinn. HK hafði betur gegn Selfossi. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi og voru lokatölur 3-1 fyrir HK. Það var ekki fyrr en á 64. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós en það skoraði Kári Pétursson fyrir HK. Bjarni Gunnarsson bætti síðan við öðru marki HK-inga skömmu síðar. Kristófer Páll Viðarsson minnkaði muninn fyrir Selfoss á 89. mínútu með marki úr aukaspyrnu. Sigur HK var þó gulltryggður skömmu síðar með sjálfsmarki frá Kenan Turudija. Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar þegar liðið sótti öll stigin þrjú í Breiðholtið þar sem ÍR tók á móti þeim. Lokatölur 3-1 fyrir Þrótti. Ef að einungis korter hafði verið spilað af leiknum voru Þróttarar komnir tveimur mörkum yfir. Mörkin skoruðu þeir Ólafur Hrannar Kristjánsson og Hreinn Ingi Örnólfsson. Skömmu fyrir hálfleik minnkaði Guðfinnur Þórir Ómarsson muninn fyrir ÍR og staðan 2-1 fyrir Þrótt í leikhlé. Þróttarar héldu þó út og á 92. mínútu gulltryggði Jasper Van Der Heyden þeim öll stigin þrjú.Úrslit dagsins: ÍA - Haukar 3-1 Fram - Leiknir 3-0 HK - Selfoss 3-1 ÍR - Þróttur 1-3Upplýsingar fengnar af Fótbolta.net
Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjá meira