Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2018 09:39 Dimitrios Pagourtzis. Myndin var tekin við handtöku hans í gær. Vísir/AFP Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í gær segist hafa þyrmt lífi þeirra sem hann kunni vel við. Þá lagði hann upp með að drepa þá sem honum líkaði illa við. Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær, þar sem ofangreind fullyrðing kom fram, en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum skammt frá borginni Houston. Pagourtzis, sem er sautján ára gamall, er sjálfur nemandi við skólann en hann réðst inn í myndlistartíma skömmu fyrir klukkan 8 í gærmorgun að staðartíma og hóf skothríð.Sjá einnig: Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Þá hafa tvö fórnarlömb árásarmannsins verið nafngreind. Cynthia Tisdale, sérkennari við Santa Fe-framhaldsskólann, og Sabikha Sheikh, skiptinemi frá Pakistan, létust í árásinni. Á vefmiðlinum Buzzfeed má auk þess nálgast nöfn annarra fórnarlamba Pagourtzis en þau hafa enn ekki fengist staðfest opinberlega.Frá bænastund til heiðurs fórnarlömbum árásarinnar í Santa Fe í gær.Vísir/AFPLögreglumaðurinn John Barnes var auk þess á meðal þeirra sem særðust í árásinni. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Í gær var greint frá því að vopnin sem Pagourtzis notaði við árásina, haglabyssa og skammbyssa, eru í eigu föður hans. Skotvopn virðast hafa verið árásarmanninum sérstakt hugðarefni en hann birti ögrandi mynd af sér á Instagram þar sem hann hélt á hnífi og byssu. Þá birti hann einnig mynd af bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ á samfélagsmiðlum. Téðum samfélagsmiðlareikningum Pagourtzis var eytt eftir að fregnir bárust af árásinni en hann fylgdi samtals þrettán reikningum á Instagram, þar af voru átta aðdáendasíður um skotvopn en hinir reikningarnir fjórir tengdust allir Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og fjölskyldu hans. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í gær segist hafa þyrmt lífi þeirra sem hann kunni vel við. Þá lagði hann upp með að drepa þá sem honum líkaði illa við. Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær, þar sem ofangreind fullyrðing kom fram, en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum skammt frá borginni Houston. Pagourtzis, sem er sautján ára gamall, er sjálfur nemandi við skólann en hann réðst inn í myndlistartíma skömmu fyrir klukkan 8 í gærmorgun að staðartíma og hóf skothríð.Sjá einnig: Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Þá hafa tvö fórnarlömb árásarmannsins verið nafngreind. Cynthia Tisdale, sérkennari við Santa Fe-framhaldsskólann, og Sabikha Sheikh, skiptinemi frá Pakistan, létust í árásinni. Á vefmiðlinum Buzzfeed má auk þess nálgast nöfn annarra fórnarlamba Pagourtzis en þau hafa enn ekki fengist staðfest opinberlega.Frá bænastund til heiðurs fórnarlömbum árásarinnar í Santa Fe í gær.Vísir/AFPLögreglumaðurinn John Barnes var auk þess á meðal þeirra sem særðust í árásinni. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Í gær var greint frá því að vopnin sem Pagourtzis notaði við árásina, haglabyssa og skammbyssa, eru í eigu föður hans. Skotvopn virðast hafa verið árásarmanninum sérstakt hugðarefni en hann birti ögrandi mynd af sér á Instagram þar sem hann hélt á hnífi og byssu. Þá birti hann einnig mynd af bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ á samfélagsmiðlum. Téðum samfélagsmiðlareikningum Pagourtzis var eytt eftir að fregnir bárust af árásinni en hann fylgdi samtals þrettán reikningum á Instagram, þar af voru átta aðdáendasíður um skotvopn en hinir reikningarnir fjórir tengdust allir Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og fjölskyldu hans.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52
Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23