Íranar horfa ásökunaraugum á Ísraela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. maí 2018 06:00 Samband Írana og Ísraela hefur ekki verið gott undanfarna áratugi. Forseti Ísraels, Benjamín Netanyahu, hélt mikla þrumuræðu í gær um kjarnorkuáætlun Írana, sem hann segir í fullum gangi þrátt fyrir samkomulag um annað. VÍSIR/AFP Eldflaugaárásir voru gerðar á bækistöðvar sýrlenska hersins í norðurhluta Sýrlands í fyrrinótt. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásunum. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights fórust 26. Fjórir hinna látnu voru sýrlenskir en meirihlutinn var íranskur. Íranski herinn hefur haft aðsetur í umræddum bækistöðvum. Samkvæmt Syrian Observatory var eldflaugum skotið á herstöð suður af borginni Hama. Þá sagði blaðamaðurinn og aktívistinn Mohammed Rasheed að árásin hefði verið svo hörð að hús í borginni sjálfri stórsködduðust. Einnig hefur verið greint frá því að eldflaugum hafi verið skotið á Salhab-svæðið, vestur af Hama, og á Nairab-herflugvöllinn nærri Aleppo. Þúsundir íranskra hermanna og enn fleiri hermenn í hersveitum fjármögnuðum af Írönum, einna helst Hezbollah, hafa barist við hlið hermanna ríkisstjórnar Bashars al-Assad í sýrlensku borgarastyrjöldinni. Samkvæmt talsmanni þess bandalags fórust sextán, þar af ellefu Íranir, í árásinni á herstöðina suður af Hama. 200 eldflaugar sem geymdar voru í herstöðinni eyðilögðust jafnframt.Sjá einnig: Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn réðust með álíka hætti á þrjú skotmörk, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, í apríl. Þá voru Ísraelar sakaðir um að hafa skotið á herflugvöll sem Íranar hafa notað undir dróna og til loftvarna í sama mánuði. Yisrael Katz, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist í gærmorgun ekki vita af neinum árásum. Ísraelar hafa haldið sig fast við þá stefnu sína að tilkynna hvorki um né staðfesta að þeir hafi gert árásir á Sýrland. Þrátt fyrir að Katz viti ekki um neinar árásir horfa Íranar því ásökunaraugum til Ísraels. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, sagði í gær að óvinir ríkisins gætu ekki lengur hlaupist undan ábyrgð. „Þeir vita það vel að ef þeir ráðast á Íran munum við svara því margfalt,“ sagði Khamenei í gær en setti ummæli sín ekki í sérstakt samhengi við fyrrnefnda árás. Umfjöllun íranskra miðla um árásina var misvísandi. Tasmin-fréttastofan sagði enga íranska hermenn hafa farist og neitaði því að herstöðvar undir stjórn íranska hersins hefðu orðið fyrir árás. Aftur á móti sagði ISNA-fréttastofan að átján Íranar, þar af einn herforingi, hefðu farist. ISNA eyddi frétt sinni af veraldarvefnum stuttu síðar. Héldu íranskir embættismenn því fram sömuleiðis að enginn Írani hefði farist í árásinni. Amos Yadlin, fyrrverandi stjórnandi leyniþjónustu ísraelska hersins, sagði Írana neita að mannfall hefði orðið svo þeir þyrftu ekki að skjóta til baka. „Ef engir Íranar deyja þarftu ekki að ná fram hefndum,“ sagði Yadlin við blaðamenn í gær. Sagði hann þó að hann ætti von á því að Íranar myndu svara fyrir sig með einhverjum hætti. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Fjöldi hermanna er sagður hafa fallið í loftárásum á hernaðarsvæði í norðurhluta Sýrlands í nótt. 30. apríl 2018 13:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Eldflaugaárásir voru gerðar á bækistöðvar sýrlenska hersins í norðurhluta Sýrlands í fyrrinótt. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásunum. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights fórust 26. Fjórir hinna látnu voru sýrlenskir en meirihlutinn var íranskur. Íranski herinn hefur haft aðsetur í umræddum bækistöðvum. Samkvæmt Syrian Observatory var eldflaugum skotið á herstöð suður af borginni Hama. Þá sagði blaðamaðurinn og aktívistinn Mohammed Rasheed að árásin hefði verið svo hörð að hús í borginni sjálfri stórsködduðust. Einnig hefur verið greint frá því að eldflaugum hafi verið skotið á Salhab-svæðið, vestur af Hama, og á Nairab-herflugvöllinn nærri Aleppo. Þúsundir íranskra hermanna og enn fleiri hermenn í hersveitum fjármögnuðum af Írönum, einna helst Hezbollah, hafa barist við hlið hermanna ríkisstjórnar Bashars al-Assad í sýrlensku borgarastyrjöldinni. Samkvæmt talsmanni þess bandalags fórust sextán, þar af ellefu Íranir, í árásinni á herstöðina suður af Hama. 200 eldflaugar sem geymdar voru í herstöðinni eyðilögðust jafnframt.Sjá einnig: Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn réðust með álíka hætti á þrjú skotmörk, sem talin voru tengjast efnavopnaframleiðslu, í apríl. Þá voru Ísraelar sakaðir um að hafa skotið á herflugvöll sem Íranar hafa notað undir dróna og til loftvarna í sama mánuði. Yisrael Katz, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist í gærmorgun ekki vita af neinum árásum. Ísraelar hafa haldið sig fast við þá stefnu sína að tilkynna hvorki um né staðfesta að þeir hafi gert árásir á Sýrland. Þrátt fyrir að Katz viti ekki um neinar árásir horfa Íranar því ásökunaraugum til Ísraels. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, sagði í gær að óvinir ríkisins gætu ekki lengur hlaupist undan ábyrgð. „Þeir vita það vel að ef þeir ráðast á Íran munum við svara því margfalt,“ sagði Khamenei í gær en setti ummæli sín ekki í sérstakt samhengi við fyrrnefnda árás. Umfjöllun íranskra miðla um árásina var misvísandi. Tasmin-fréttastofan sagði enga íranska hermenn hafa farist og neitaði því að herstöðvar undir stjórn íranska hersins hefðu orðið fyrir árás. Aftur á móti sagði ISNA-fréttastofan að átján Íranar, þar af einn herforingi, hefðu farist. ISNA eyddi frétt sinni af veraldarvefnum stuttu síðar. Héldu íranskir embættismenn því fram sömuleiðis að enginn Írani hefði farist í árásinni. Amos Yadlin, fyrrverandi stjórnandi leyniþjónustu ísraelska hersins, sagði Írana neita að mannfall hefði orðið svo þeir þyrftu ekki að skjóta til baka. „Ef engir Íranar deyja þarftu ekki að ná fram hefndum,“ sagði Yadlin við blaðamenn í gær. Sagði hann þó að hann ætti von á því að Íranar myndu svara fyrir sig með einhverjum hætti.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09 Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Fjöldi hermanna er sagður hafa fallið í loftárásum á hernaðarsvæði í norðurhluta Sýrlands í nótt. 30. apríl 2018 13:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sína Benjamin netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir yfirvöld Íran hafa unnið að þróun kjarnorkuvopna í laumi og í langan tíma. 30. apríl 2018 18:09
Mannfall í loftárásum í Sýrlandi Fjöldi hermanna er sagður hafa fallið í loftárásum á hernaðarsvæði í norðurhluta Sýrlands í nótt. 30. apríl 2018 13:00